27.12.2008 | 15:21
555. Fljúgandi kanínur í Akurey
Frá því er sagt í ferðabók Dufferins lávarðar sem hér var á ferð árið 1856 að þeir ferðalangar höfðu setið að sumbli hjá Trampe greifa lengi kvölds og brallað margt er þeim datt í hug að fara á báti út í Akurey.
Ferðabók Dufferins var gefin út árið 1944 og eru þar margar góðar sögur. Sama er að segja um ýmsar aðrar ferðabækur um ferðir manna til Íslands bæði á nítjándu öld og fyrr. Fyrir efnaða Evrópubúa var það minna mál að fara til Íslands að sjá frumstætt fólk og einkennilegt mannlíf en margra fjarlægari staða.
En áfram með frásögnina um Dufferin og félaga. Þeir höfðu semsagt verið við drykkju hjá Trampe greifa og flækst víða um bæinn er þeir ákváðu að fara á báti út í Akurey.
Þegar út í eyna kom sáu þeir þar mikinn fjölda af kanínuholum og hvítar eyrnalausar kanínur með rauð trýni útum allt. Þeir reyndu að handsama þessi einkennilegu dýr en þá spruttu þeim vængir og þau flugu á brott. Þeir náðu þó að handsama fáein kvikindi í holum sínum og komust þá að því að kanínurnar voru í fuglslíki. Ekki höfðu þeir neina hugmynd um hvers konar skepnur þetta væru en líkur hafa verið leiddar að því að þarna hafi verið um lunda að ræða.
Lundatekja í Akurey skapaði góðar tekjur á þessum tíma og var um talsverð hlunnindi að ræða. Menn fóru gjarnan nokkrir saman út í eyna síðsumars og veiddu drjúgt af lundakofu sem öll var nýtt. Kjötið af henni þótti ágæt viðbót við einhæfan kost bæjarbúa sem auðvitað lifðu einkum á trosi.
Hvað var tros? Kynni einhver að spyrja. Einfaldast er að spyrja orðabókina en þar eru ýmsar skýringar. Algengast var þó að um ýmiss konar fiskúrgang væri að ræða og fisk sem ekki þótti nógu góður til að verka til útflutnings. Sjómenn máttu yfirleitt hirða slíkan fisk sjálfir og gera sér þann mat úr honum sem hægt var. Það var einkum þorskur sem náð hafði vissri stærð sem flattur var, saltaður og þurrkaður til útflutnings á þessum árum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú ert svolítið leiðinlegur gamli.....Tros er það sem almenningur lagði sér til matar. Ekki söluhæft.
Hallgerður Pétursdóttir 27.12.2008 kl. 20:31
Athugsemd Hallgerðar er að mínum dómi ekki svaraverð. Það er eingöngu þess vegna sem ég svara henni.
Sæmundur Bjarnason, 27.12.2008 kl. 21:12
Til hamingju með 555. Þú heldur bara ótrauður áfram. Mig grunar að tros sé bara vinsælt á Þorláksmessu.
Bestu kveðjur
Hrannar Baldursson, 27.12.2008 kl. 22:56
Skemmtileg upprifjun úr ferðabók Dufferins, sem ég hef nú einhvern tíma rennt í gegnum, aðallega ligg ég í þessum ferðabókum vegna lýsinga á sögu Álftaness, og þar kemur tros heldur betur við sögu, hélt að allir þekktu það orð (og fyndist skemmtilegt!).
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.12.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.