24.12.2008 | 10:59
552. - Um verðtryggingu og fleira. Jólasaga kemur kannski seinna
Á margan hátt er verðtrygging húsnæðislána að verða mál málanna. Þegar verðbólgan æðir áfram hækka húsnæðislánin. Verðtryggingin átti sennilega rétt á sér á sínum tíma og á kannski enn að einhverju leyti. Augljóslega er hún þó vitlaust reiknuð. Margt er inni í vísitölugrunninum sem ekki ætti að vera þar. Kannanir hagstofunnar á verðlagi eru heldur ekki yfir gagnrýni hafnar.
Gefi menn sér hve miklir vextir séu og verðbólga getur vel verið að hægt sé að reikna dæmið verðtryggingunni í hag. Hins vegar er hún greinilega til bölvunar að því leyti sem hún er verðbólguhvetjandi.
Óðaverðbólgan sem hér var viðvarandi áður fyrr var kveðin niður á endanum með þjóðarsáttinni svonefndu. Í rauninni viðurkenndu launþegar þar að stöðugleiki væri æskilegur og tóku á sig byrðar til að ná honum. Nú er stöðugleikinn rokinn út í veður og vind og verðbólgan hægir líklega ekki á sér nema krónunni verði komið fyrir kattarnef og ýmislegt fleira gert. Þjóðarsátt með gamla laginu er varla í myndinni.
Annars er ég orðinn hundleiður á að skrifa um bankahrunið og svo eru margir aðrir mun betur til þess fallnir en ég.
Yfirleitt er ekki mjög slæmt veður um jól. Þó man ég eftir einni mikilli bylgusu sem kom einmitt á aðfangadag. Þetta hefur líklega verið árið 1974. Þá bjó ég á Vegamótum á sunnanverðu Snæfellsnesi og það gerði aftakaveður seinni partinn á aðfangadag.
Nú er morgunn aðfangadags og veðrið heldur hryssingslegt hér í Kópavogi. Rok og rigning en ég held að spáð sé að það lagist. Söguna um Aðfangadagsbylinn mikla reyni ég kannski að rifja upp um jólin. Hef ekki tíma til þess núna.
Gleðileg jól.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Bíð spenntur eftir sögunni um Aðfangadagsbylinn mikla. Gleðileg jól.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.12.2008 kl. 11:48
Gleðileg Jól Sæmi
Óskar Þorkelsson, 24.12.2008 kl. 12:39
Gleðileg jólahátíð Sæmundur, Áslaug, Bjarni, Benni, Hafdís og fjölskyldur.
Betri eru bloggsamskipti en engin samskipti. Takk fyrir þau.
Anna Einarsdóttir, 24.12.2008 kl. 14:23
Ég óska þér gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.
Egill Jóhannsson, 24.12.2008 kl. 15:30
Gleðileg jól Sæmundur.
Þú átt endilega að skrifa áfram um verðtrygginguna og bankahrunið. Ég er hreinlega ósammála þér að þú sért eitthvað verr til þess fallinn að skrifa um bankahrunið en aðrir. Þú ert skynsamur maður - þótt við séum nú sjaldan sammála - og átt rétt á að tjá skoðanir þínir líkt og aðrir.
Ég er heldur enginn sérfræðingur um bankahrunið, verðtrygginguna eða efnahagsmála, en hef samt skoðanir á öllum þessum hlutum og vil koma þeim á framfæri. Ég held að ofdýrkun sú sem átt hefur sér stað undanfarin ár eigi alltaf rétt á sér.
Ég er búinn að vera í ýmsu námi allt frá því að ég lauk grunnskólaprófi og fór Verslunarskólann. Námið í tónlist, ferðamálum, tollvarðfræðum og síðan nám mitt háskólanum í þýsku og nú síðast í meistaranámi í stjórnsýslu var hið besta og þroskaði mig vonandi eitthvað.
Best hefur mér nú samt allt reynst brjóstvitið og það lærði ég nú ekki í skóla. Af brjóstvitinu er fólki mjög mismikið gefið í vöggugjöf og fer það alls ekki eftir hversu löng skólaganga viðkomandi er! Stundum hefur of mikil menntun meira að segja að mínu mati skaðað brjóstvit fólks! Ofmenntað fólk missir nefnilega stundum sjónar á kjarna málsins og flækist stanslaust í aukaatriðum og á erfitt með að komast að niðurstöðu.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.12.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.