549. - Vangaveltur um hitt og þetta. Aðallega pólitík

Allt stefnir í að landsfundirnir í janúar verði merkilegir. Örugglega verður þar tekist á um tillögur varðandi Evrópusambandsaðild. Hvernig þær verða er erfitt að segja. Stjórnarkjör verður líka mjög áhugavert. Bæði hjá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Ekki er ljóst hvort mótframboð kemur fram gegn núverandi stjórn Sjálfstæðisflokksins. Verði svo ekki og engin breyting þar má búast við allmörgum auðum seðlum. 

Mikið er fjasað um spillingu í íslensku þjóðfélagi. Verst af öllu finnst mér þó að finna að ég hefði hagað mér eins og hver annar útrásarvíkingur ef ég hefði fengið tækifæri til. Óánægja er áreiðanlega meiri í þjóðfélaginu nú en oftast áður og með hækkandi sól eftir áramótin gætu aðgerðir farið úr böndunum.

Hvorki Stöð 2 né ríkissjónvarpið virðast geta komið Netútsendingum skammlaust frá sér. Virðast treysta á að notendur kenni sjálfum sér eða móttökunni um ruglið. Ríkissjónvarpið er þó búið að fá sér nýtt forrit til þess arna og myndgæðin eru bara furðugóð. Með tímanum lærir útsendingarfólkið þar vonandi á forritið. Nenni ekki að skrifa um þetta nema öðru hvoru annars mundi ég varla skrifa um annað.

Bónus-sektin er merkilegt mál. Nú eru þeir feðgar kannski veikari fyrir en áður. Auðmenn eiga ekki að komast upp með hvað sem er bara af því að þeir eru ríkir. Verslanakeðjur eiga ekki að komast upp með að drepa alla samkeppni af sér. Fjölmiðlar eiga að veita aðhald og gagnrýna. Ekki er nóg að gagnrýna bara stjórnvöld heldur þarf líka að huga að ýmsu öðru.

Hvar eru "Feltar" Íslands? Hvar eru þeir sem þykir meira virði hagur almennings en hagur spilltra stjórnmála-, embættis- og athafnamanna - og koma mikilsverðum upplýsingum til trúverðugra blaða- og fréttamanna?

Spyr Friðrik Þór. Hvar finnast trúverðugir blaða- og fréttamenn annars? Dettur mér strax í hug.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband