17.12.2008 | 00:21
545. - Bjarnastaða beljurnar baula mikið núna. Eru að verða vitlausar það vantar eina kúna
Þetta er vísa sem var mjög vinsæl í mínu ungdæmi. Alveg meiningarlaus þó og óttalegt þrugl. Þegar ég fór að vinna í byggingavörudeildinni í Borgarnesi árið 1978 voru þónokkur verkfæranöfn sem komu á óvart. Öfugugginn var samt það merkilegasta. Öflug og sterk skrúfa með öfugum skrúfgangi ætluð til þess meðal annars að ná borðaboltum út eftir að borað hafði verið í hausinn á þeim. Hamrar voru þarna líka í miklu úrvali. Klaufhamrar, kúluhamrar, Gúmmíkjullur, plastkjullur, glerhamrar, sleggjur, slaghamrar og svo framvegis Sömuleiðis sílar, nafrar, afeinangrunartengur, visegrip tengur, naglbítar, síðubítar, flatkjöftur, dúkknálar og svo mætti lengi telja. Hóffjaðrir voru aldrei kallaðar annað en hóffjaðrir. Hefði einhver farið að tala um hesta eða nagla í sambandi við þær hefði verið horft á hann í forundran. Sagt er að óskastund sé á hverjum degi. Sæmundur fróði kom í skála og tilkynnti að nú væri óskastundin. Ein vinnukonan sagði þá strax: Eina vildi ég eiga mér Þetta rættist segir þjóðsagan og allir urðu þeir prestar. En... Mörgum þótti málug ég. Og brunnu þeir þar inni allir sjö. "Þetta er ungt og leikur sér" sagði Imba í sjónvarpsfréttum í kvöld. Eða þannig skildi ég hana. Landslagið í stjórnmálum er að breytast. Mótmæli að aukast og harkan líka. Lögreglan barmar sér yfir hve dýrt sé að standa í svona löguðu en ég vorkenni þeim ekki baun. Bjarni Harðarson hefur lög að mæla þegar hann talar um ástarsamband fjölmiðla, stjórnmálaflokka og auðkýfinga. Hinsvegar held ég að þarna eigi allir flokkar sök ekki bara einhverjir útvaldir. Stjórnvöld eru þó af eðlilegum ástæðum meira milli tannanna á fólki en stjórnarandstaðan. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
takk fyrir mig :)
Óskar Þorkelsson, 17.12.2008 kl. 02:09
Sæmundur, manstu eftir samsetningnum "Gekk ég niður götu seint á degi...." o.s.frv.? Þetta voru skolli mörg erindi og ég man fæst þeirra. Mig rámar í að þetta hafi verið sungið í rútu frá Sæmundi nafna þínum Sigmundssyni þegar við fórum til Rvíkur að sjá Jónas frá Hriflu (meðal annarra forngripa). Er það vitleysa í mér?
Ellismellur 17.12.2008 kl. 06:48
Já mig minnir að sungið hafi verið sjúddirarirei sem einskonar viðlag fyrir klámfengin orð í textanum en ég kann eiginlega ekkert úr honum. Rúgbrauð með rjóma á og Baldur Óskarsson sem forsöngvari er mér samt eftirminnilegast úr rútuferðum. Svo var sálmurinn eða druslan um Jón bónda berrassaðan skemmtileg.
Sæmundur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 15:47
Já mörg eru verkfæranöfnin, ég þekki þau þó ekki öll, en segðu mér eitt. Ættlar þú að halda því fram að í allann þennann starfstíma hafi enginn komið inn í búðina og beðið um "hestskónagla". Ég hef þvælst of mikið um landið í vinnu til að muna hvar ég heyrði þetta og aldrei kallað annað.
Sverrir Einarsson, 17.12.2008 kl. 19:20
Ég held að þetta með "hesteskonagle" sé gamall brandari. Sagt var að þetta væri danska. Ég er samt ekkert viss um að það sé rétt enda ekki hestamaður sjálfur.
Æ, þá man ég það. Þetta svar verður víst alltof stórt um sig því ég er í vitlausri töluv. (Sumir mundur segja að þær væru allar jafn vitlausar)
Sæmundur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 19:50
heskunagli kemur fyrir í skrifum holtamannsins helga hannessonar f.1896 sem eðlileg og réttmæt dönskuslétta rétt eins og gardína... mig minnir það sé í þykkskinnu númer ii
Bjarni Harðarson, 22.12.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.