542. - Stefán Friðrik Stefánsson ætti að "þaga" smástund sjálfur

Stefán Friðrik Stefánsson er þindarlaus bloggari og bloggar gríðarlega mikið. Hugsanlega við allar fréttir sem hann les á mbl.is. Ég er ekkert að lasta það þó hann bloggi mikið. Sumir mundu jafnvel telja mig blogga mikið þó ég telji ekki svo vera.

Hann er einn af þeim sem helst ekki vill að mikið sé kommentað á sín skrif. Það er þessvegna sem ég skrifa um hann hér eða tel mér trú um að svo sé. Komment hjá honum birtast bara ef hann samþykkir þau. Einu sinni ætlaði ég að kommenta hjá honum út af málvillu en hann vildi ekki birta það. Má þó eiga að hann leiðrétti samkvæmt aðfinnslunni.

Nýleg fyrirsögn hjá honum er svona: „Tekst mótmælendunum að þaga í 17 mínútur?" Málvillur eru óvenju ljótar í fyrirsögnum. Hann hefði frekar átt að nota sögnina að þegja. Kannski leiðréttir hann þetta einhverntíma og kannski ekki.

Það er þó miklu mikilvægara að skrifa um mótmælin sjálf. Sumir vona að þau séu að fjara út. Aðrir hið gagnstæða. Ég er í síðarnefnda hópnum en viðurkenni alveg að þetta er að verða svolítið vandræðalegt. Varðandi mótmælin í dag (laugardag) var fólki fyrst ráðlagt að lúta höfði, en síðan var það dregið til baka. Ekki nógu sniðugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hmmm. Er sögnin að "þaga" til? :Þú segir að "hann hefði frekar átt að nota..."

Björgvin R. Leifsson, 14.12.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Sæmi með hann Stebba ofurbloggara.. hann hefur stundum ekki birt mín svör hjá sér svo ég læt hann algerlega í friði og les aldrei bloggin hans.. 

Óskar Þorkelsson, 14.12.2008 kl. 01:19

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er eiginlega dottinn í þá gryfju að skrifa ekki neitt um hann Stebba, nema hjá ykkur Samfylkíngarkonum, líklega frá því að fyrzt var á hann ráðist frá alnetinu.

Þá stóð ég upp fyrir strákinn.

Hann hefur þó aldrei 'ritskoðað' mig, þó ég höggvið nú nærri hanz knérrum í Valhöllinni okkar mizfyrrum, enda alltaf mest ósammála honum & blindunni hanz.

Þið eruð samt margt um líkir Sæmi, bloggið, viljið svör við snilldinni, annar ritskoðar, hinn minna, en svarið hvorugir athugasemdum.   Einræður Starkaðar út í gegn.

Bloggið er uppfundið sem gagnvirkur miðill, framfærzlur, fráfærzlur, spurnir  & svör.

Steingrímur Helgason, 14.12.2008 kl. 02:29

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steingrímur minn. Þú segir: "Bloggið er uppfundið sem gagnvirkur miðill, framfærzlur, fráfærzlur, spurnir  & svör." Þetta held ég að sé ekki rétt. Í mínum huga er bloggið það sem maður vill að það sé. Það getur verið gagnvirkur miðill eða bara eitthvað annað.

Mér finnst yfirleitt gaman að lesa bloggið þitt og athugasemdir frá þér. Finnst þó stundum sérviska þín í stafsetningu vera full-mikil og til trafala.

Þú segir líka: "Þið eruð samt margt um líkir Sæmi, bloggið, viljið svör við snilldinni, annar ritskoðar, hinn minna, en svarið hvorugir athugasemdum.   Einræður Starkaðar út í gegn."

Þarna skilst mér að þú sért að líkja mér við Stefán Friðrik og kannski er það rétt hjá þér. Það er samt ekki alveg rétt að ég svari aldrei athugasemdum. Ég geri það stundum en mætti eflaust gera það oftar.

Björgvin Rúnar: Ég sagði ekki að sögnin að þaga væri til. Ég held einmitt að hún sé ekki til. Þessvegna er það málvilla að nota hana. "Málvilla" mín er þó viljandi gerð og innan gæsalappa.

Óskar: Ég les Bloggið hans Stebba öðru hvoru en finnst hann of langorður og er alls ekki sammála honum nema stundum.

Sæmundur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 03:19

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hvernig beygist sögnin að þegja? Að þegja, þagði, hef þagað? Á fundinum var væntanlega þagað af því að fólkið þagði. Ég ákvað að þegja heima.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 14.12.2008 kl. 11:44

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þorleifur á að sjá sóma sinn í að segja af sér

Þarna hefði átt að standa ,,saga'' af sér ef menn vilja vera samkvæmir sjálfum sér.
(Sbr. þegja - þaga, segja - saga)

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 14.12.2008 kl. 12:14

7 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Stefán birtir ekki umsagnir, ekki veit ég afhverju hans mál ;o)  líður ekki verr fyrir vikið. en sammála um lengd svara hans " ég hinsvegar þarf ekkert að vera sammála honum og verð að passa mig á umburðarlyndi gagnhvart öðrum og ef svo ber undir þarf ég ekki að lesa bloggið hans nema síður sé.   Ólíkt reikningum og verð að standa undir. Og þegar beyjingar og ritskoðanir eru aðal málið þá er hörgull á málefnaumræðu.  

Við leytumst á við með framförum en ekki fullkomnun segir í einum góðum félagsskap.

Gunnar Björn Björnsson, 14.12.2008 kl. 15:47

8 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Stefán er bloggari sem ég aldrei les, enda finnst mér hann oftar en ekki bara éta upp það sama og stóð í fréttinni sem hann tengir sín skrif við. Enginn bloggari er með jafn lélegt hlutfall magns og gæða eins og hann.

Jón Þór Bjarnason, 14.12.2008 kl. 17:17

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég leiðrétti einhvern tímann málvillu hjá Stefáni. Skrifaði síðan undir: Kær kveðja frá málfræðilögreglunni.

Athugasemdin var ekki birt. Málfræðilögreglan (ég) var skiljanlega ekki ánægð með það og sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis að hún myndi ekki láta stöðva sig í að fylgjast með málfari í bloggheimum. Það skal tekið fram að málfræðilögreglan beitir ekki piparúða.

Að öllu gríni slepptu er nauðsynlegt að leiðrétta málfar bloggara, líka hjá þeim sem eru of stórir karlar til að taka leiðsögn.

Theódór Norðkvist, 14.12.2008 kl. 17:39

10 identicon

HVAR ER UMBURÐARLYNDIÐ ?ÞAÐ ER GOTT AÐ MENN SJÁI GRÍNIÐ AÐ ÞEIGJA 17 MÍN

HARALDUR GUÐMUNDSSON 14.12.2008 kl. 17:44

11 identicon

                                         Það er segin saga
                                         stundum ætti að þaga
                                         og halda því til haga
                                         að hugsa alla daga.

Áslaug Benediktsdóttir 14.12.2008 kl. 18:03

12 Smámynd: Yngvi Högnason

Einhvern tíma kallaði ég þennan gutta karaóki fréttamann. Sbr. karaókí söngvara sem að gaular lag sem að einhver annar er búinn að gera vel. Þess vegna var ég fljótur að fá leið á honum.

Yngvi Högnason, 14.12.2008 kl. 20:17

13 Smámynd: Beturvitringur

Sæmundur var einstaka  "diplómatískur" þegar hann segireinstaka kurteisi með því að skrifa: "hann hefði frekar átt að nota..."  og nefnir svo rétt orð í stað orðsins sem ekki er til.

Sama langar mig að segja: "Steingrímur ætti frekar að nota rétta nútímastafsetningu, en til vara, stafsetningu sem var við lýði áður en "z" var tekin útúr stafsetningarreglum"

Stundum finnst mér fyrirsögnin grípandi, svo þegar ég sé hver hefur skrifað og hvernig, gefst ég upp. Augu og heili ekki tamin í óskipulegt skipulag. Enginn samt að banna fólki að skrifa eins og það vill

Beturvitringur, 14.12.2008 kl. 22:41

14 Smámynd: Ransu

Halda sér saman getur líka gengið. 

Annars finnst mér að fólk ætti að geta bloggað án þess að aðrir séu að vakta málfar og ásláttarvillur.

Ransu, 19.12.2008 kl. 21:48

15 Smámynd: Beturvitringur

Mér þykir afar vænt um að fá ábendingar um meinlokur. Mér finnst líka nettara að senda ábendingu í póst frekar en á athugasemd (nema það sé svo fyndið að allir eigi að njóta : )

Svo er heldur ekki viðeigandi og raunar ótækt að leiðrétta fólk í miðri frásögn! Og nú skal ég halda kjafti! : )

Beturvitringur, 20.12.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband