540. - Líf í alheimi. Er nokkuð merkilegra?

Líf á öðrum hnöttum er Svani Gísla Þorkelssyni hugleikið eins og mörgum öðrum. Hann skrifaði dálítið um þetta um daginn og fékk heilmikil viðbrögð. Það kom mér nokkuð á óvart að sumir virðast enn trúa á kenningar Eriks von Danikens á þessu öllu saman.

Ég las bækur Eriks á sínum tíma og fannst þær sannfærandi. Með tímanum varð ég þó æ fráhverfari þessum kenningum hans og ég held að það séu margir ef ekki flestir sem hafa alveg hætt að trúa því að Guðirnir hafi verið geimfarar.

Ég sé ekkert sem mælir á móti því að það sem átti að verða gríðarlega stórt og merkilegt tónlistar og ráðstefnuhús verði næstu áratugina helsta minnismerkið um núverandi kreppu. Það verður hálfleiðinlegt að hafa þetta opna sár í miðri höfuðborginni til langframa en við því er fátt að gera.

Ég hef tekið eftir því undanfarið að þeim mun meira sem maður skrifar því meira á maður óskrifað. Þetta er að minnsta kosti svo með bloggskrif og trúlega önnur einnig.

Ljótur ávani að vera að rembast við að blogga þó maður hafi í rauninni ekkert að segja. Ég er hættur. Að minnsta kosti í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kannski hugmynd að koma á fót góðærisminjasafni þar sem tónlistarhúsið er að rísa.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.12.2008 kl. 09:29

2 identicon

Eitt er alveg ljóst, það eru óendanlega miklu meiri líkur á að guðirnir hafi verið geimfarar frekar en það sem biblían og önnur trúarrit segja.

DoctorE 12.12.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég tek lýsi daglega en blogga bara á föstudögum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 12.12.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hugmyndin um góðærisminjasafnið er ágæt. En hverjir hafa efni á að gefa eitthvað þangað? 

DoctorE, ég sé ekki að biblían og önnur trúarrit komi þeim staðreyndum sem við þekkjum nokkurn skapaðan hlut við.

Hræddur er ég um að mér þætti lítið að blogga bara einu sinni í viku.

Sæmundur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 18:08

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Blogg er að mínu mati hvorki spurning um magn eða gæði, framboð eða eftirspurn, getu eða getuleysi, vilja eða viljaleysi, hugsun eða hugsunarleysi, spurningu eða svör o.s.frv.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 12.12.2008 kl. 18:33

6 identicon

Sæll Sæmundur.

Mig langaði ekki til að skrifa en geri það samt, ég leyfi mé einfaldlega að trúa á þennann gamla Guð, reyndar án margra milliliða.

Hvað varðar tónlistarhús þá datt mér í hug, hvað væri að því að það yrði einfaldlega alltaf svona eins og það er, við hefðum þá minningu um geðveiki þeirra manna er stóðu fyrir því.

Það voru ekki tónlistamenn né listamenn.

Í dag var jarðsunginn einn af bestu sonum Íslands á þessari og síðustu öld.

Hann hefði verið mjög ærðulaus varðandi eina byggingu.

Og ég minni á hvað tók það marga áratugi að byggja Hallgrimskirku.

Lifðu heill.

Kveðja Rúnar Hart.

Hart 12.12.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband