538. - Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson gúglaður

Gúglið er skemmtilegt tæki. Eftirfarandi fann ég þar nýlega um bloggvin minn merkan sem stundum les bloggið mitt og veit að ég hef gaman af að pota í hann.

„Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson komst í fjölmiðla í Danmörku fyrir nokkrum árum þegar hann reyndi að fletta ofan að framgöngu Dana gegn gyðingum. Eins og kunnugt er voru danskir gyðingar ferjaðir yfir sundið til Svíþjóðar haustið 1943 og björguðust flestir með þessum hætti. Vilhjálmi taldi að þessir atburðir hefðu tekið á sig mynd goðsagnar og vildi fá að komast í skjöl útlendingaeftirlitsins til að sanna að í Danmörku hefði verið rekin andgyðingleg stefna. Úr þessu varð talsverð rekistefna

Áður varð Vilhjálmur frægur á Íslandi þegar hann reyndi af miklum ákafa að sýna fram á að silfursjóður sem fannst á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi hefði verið falsaður. Hann lét þar ekki staðar numið heldur lét að því liggja að hjónin sem bjuggu á Miðhúsum hefðu sjálf falsað sjóðinn. Fyrir þetta var Vilhjálmur rekinn úr starfi á Þjóðminjasafninu og var síðar dæmdur til að greiða hjónunum miskabætur."

Ég veit ekki hver skrifaði þetta og þaðan af síður hvort eitthvað er til í þessu. Kannski er ég að gera þeim sem skrifaði þetta óleik með því að birta þetta hér og bið ég viðkomandi þá afsökunar á því. Mér finnst þetta þesslegt að hafa einhverntíma birst á málefnin.com en veit ekki meira um það.

Meðal annarra bóka sem ég er með af bókasafninu er bókin hennar Jónu „Sá einhverfi og við hin." Þessi bók er prýðilega skrifuð og Jóna hefur lag á að koma eðlilegum tilfinningum frábærlega vel til skila. Margt af því sem þarna er að finna er bein endursögn af blogginu hennar en talsverðar viðbætur eru þó og flestar vel heppnaðar.

Nýleg saga af blogginu hennar er mér ofarlega í huga. Hún átti að mæta í viðtal um daginn í útvarpshúsið við Efstaleiti útaf bókinni sinni og var haldin þeirri meinloku að leiðin þangað væri sú sama og að Veðurstofuhúsinu. Þar fann hún að sjálfsögðu ekkert útvarpshús. Hún sagði hinsvegar svo skemmtilega frá þessu á blogginu sínu að það var orðið eins og besta spennusaga að vita hvort hún slyppi í tæka tíð frá þessari hræðilegu villu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Vesalings Vilhjálmur.  Hann reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Eddu og Hlyn á Miðhúsum. Enda eru þau heiðurshjón sem aldrei mega vamm sitt vita.

Óska þér góðs og gagnlegs miðvikudags. 

Dunni, 10.12.2008 kl. 07:47

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Villi í köben er öfgakarl og hef ég aðvörun gagnvart honum á mínu bloggi.  Hann stundar það að klaga og kæra aðra bloggara sem voga sér að skrifa um júðana í israel.. og annarstaðar á þann hátt sem villa er ekki að skapi..

gallinn við karlinn er sá að hann er góður penni og því á hann auðsveipan lesendahóp og halelújakór sem fylgir honum að málum.. aðrir og þar á meðal ég erum útilokaðir frá hans bloggi.. sem gerir svosem ekkert til því að ég rak ofan í hann lýgi fyrir nokkrum mánuðum síðan sem hann eyddi út samviksusamlega og lokaði á mig í leiðinni..  

Óskar Þorkelsson, 10.12.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég kann vel við Vilhjálm sem persónu á blogginu en leiði skoðanir hans hjá mér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2008 kl. 12:15

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er Sæmundur á selnum loksins búinn að læra að googla? Sorglegt er þó að sjá, að hann lendir þá strax á einhverju dómadags klámi.

Höfundur þessa smurnings er auðvitað Egill Helgason á Silfrinu. Hann fór rangt með að vanda og getur ekki mannað sig í að biðjast afsökunar á því. Starf mitt á Þjóðminjasafni missti ég vegna þess að leyfði mér að segja álit mitt á Þjóðminjaverði, sem síðar vissi ekki auraráð og missti sjálfur vinnuna með mikilli skömm. Stofnun hans greiddi einhverjum hjónum austur á landi peninga. Ég lét það algjörlega ógert enda var það breskur vinur Karls Bretaprins sem tjáði sig opinberlega um einhvern silfursjóð, sem fyrir kraftaverk og jarteiknir fannst óáfallinn í jörðu í landi þessarra lánsömu hjóna. Slíkt hefur aldrei gerst áður, eða síðar.

Skömmu eftir að Egill var með þetta moð, sem kom til vegna skrifa minna um heilagan Bobby Fischer, sem nú liggur eins og mátaður kóngur í allri sinni lengd fyrir neðan Landnámslagið í Ölfussinu, birtist eftir mig bók í Danmörku. Hún fjallar einmitt um það sem aumingja Egill var að gera lítið úr á bloggi sínu. Bókin heitir Medaljens Bagside og er hægt að fá hana að láni á góðum íslenskum bókasöfnum í tveimur landshlutum. Rúmri viku eftir að bók mín kom út baðst forsætisráðherra Dana gyðinga afsökunar á meðferð Danskra yfirvalda á gyðingum í síðari heimsstyrjöld.

Egill Helgason var þó aldrei að skrifa um að vondi Villi í Danmörku hefði tekist það sem múslímum hefði ekki tekist vegna Múhameðsteikninganna: að kría út afsökun frá Dönum. Hugsast getur að mér tækist að fá afsökunarbeiðnir frá Geir, Davíð og fleirum, ef ég væri beðinn um það. En á loftfarið Egill Helgason eyði ég ekki frekari orðum, enda bíðum við nú öll eftir því að hann fari úr landi með peningana sína í maganum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2008 kl. 12:29

5 identicon

Þvílík mannvonska er í þessum Vilhjálmi.

Númi 10.12.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst Vilhjálmur skrifa skemmtilega og segi eins og Sigurður Þór að ég reyni að leiða skoðanir hans hjá mér. Annars finnst mér skemmtileg tilhugsun að hann gerir umsvifalaust ráð fyrir því að það fyrsta sem ég gúgli sé nafnið hans.

Sæmundur Bjarnason, 11.12.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband