8.12.2008 | 00:07
536. - Framtíð fjölmiðla og fall þeirra hefðbundnu
Framtíð fjölmiðla er á Netinu heyrðist mér Salvör segja í sjónvarpinu í gær. Auðvitað er þetta alveg rétt. Áfram mun þó eitthvað verða prentað af auglýsingum, fréttum og fleiru. Hinu og þessu sjónvarpsefni verður áfram dreift um sjónvarpsstöðvar en þýðing alls þessa mun fara síminnkandi. Fjármálamógúlum, ritstjórum og öðrum fjölmiðlungum finnst þetta að sjálfsögðu afleit þróun. Blöð og fjölmiðlaveldi munu fara á hausinn bæði hér á Íslandi og annars staðar. Bloggarar fagna og skrifa sem aldrei fyrr og án þess að fá nokkuð fyrir nema nagg og nöldur. Í gengum Nagportal.net kynntist ég blogginu fyrst fyrir allmörgum árum. Lengi vel þótti minnkun að því að vera kallaður bloggari. Egill Helga vildi til dæmis lengi vel ekki kannast við að hann bloggaði. Ennþá eimir eftir að þessum fordómum. Bloggið hefur samt staðið allt af sér og er nú orðið einn af hornsteinum tjáningarfrelsisins hvort sem varðhundar þess frelsis viðurkenna það eða ekki. Því í ósköpunum skyldi fólk vera að borga peninga fyrir að láta svo lítið að neyta einhvers af því fjölmiðlafóðri sem sífellt er verið að halda að því. Merkilegt að fólk skuli enn vera fáanlegt til að borga fyrir bækur. Það er hægt að fá nóg af allskonar efni án þess að borga nokkuð sem heitir. Fjölmiðlasamsteypur nútímans eru algjörar risaeðlur og munu deyja út áður en langt um líður. Fór ekki á Austurvöll á laugardaginn einfaldlega vegna þess að ég var að vinna. Kemst væntanlega á laugardaginn kemur. Það er skaði ef þessar samkomur leggjast af. Ef veður er bærilegt er ágætt að sameina þetta ferð í Kolaportið. Þar er sérstakur heimur sem vel er þess virði að skoða. Ég er að mestu sammála Önnu Kristjánsdóttur um að gjalda varhug við tillögum um að frysta eða fella niður verðbætur húsnæðislána. Líklegast er að með því verði lífeyrissjóðirnir (og sparifjáreigendur) enn einu sinni rændir eigum sínum. Ég man eftir þeim tíma þegar greiðslur í lífeyrissjóði jafngiltu því að henda peningunum. Þetta breyttist með verðtryggingunni en nú vilja þeir sem skuldugir eru enn og aftur ræna lífeyrissjóðina sem hugsanlega hafa þegar tapað þónokkru. Ég veit ekki hve mikil verðbólgan verður hér á næstunni en hún hefur áður verið talsverð hér á landi. Ég er ekki viss um að margir hafi farið á hausinn vegna verðbóta á húsnæðislánum. Það að gengið hefur styrkst undanfarna daga segir mér bara að gjaldeyrishöftin eru ef til vill mátuleg til slíks. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Endilega fræddu okkar lífeyrízsjóðzgreiðendur, hvenær & hvar það gerðist að greiða í lífeyrizsjóð, varð okkur arðbært.
Ekki þreyta mig með mótframleggszuðinu, því þá tek ég Roy Rogerz á þig.
Steingrímur Helgason, 8.12.2008 kl. 01:20
Um hversu arðbært það er að greiða í lífeyrissjóði veit ég ekki. Fer eftir því hvað átt er við með orðinu. Hinsvegar minnir mig að það hafi verið um 1980 sem sýnt var framá það með útreikningum að eftirlaun gætu hækkað við auknar lífeyrissjóðsgreiðslur þrátt fyrir verðbólgu.
Sæmundur Bjarnason, 8.12.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.