7.12.2008 | 00:07
535. - Hvernig fer innganga í Evrópusambandið fram? - Mín hugmynd
Á mínu bloggi hefur nokkrum sinnum komið til umræðu möguleg innganga Íslands í EU. Skoðanir um þetta mál eru afar skiptar og fer það ekki eftir flokkum hverjar skoðanir manna í þessu efni eru. Eitt af því sem deilt er um og menn virðast alls ekki geta orðið á eitt sáttir um er sjálft ferlið. Í mínum augum er ferlið fremur einfalt. Ríkisstjórnin getur ákveðið að sækja um aðild. (Það gæti vel gerst eftir Landsfund Sjálfstæðisflokksins í janúar næstkomandi.) Þá yrðu samningsmarkmið væntanlega skilgreind og samninganefnd skipuð. Eftir samningaviðræður mundi annaðhvort ganga saman með aðilum eða ekki. Gerum ráð fyrir að samkomulag tækist. Þá yrði Alþingi að samþykkja nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá. Ef breytingar á stjórnarskrá yrðu samþykktar þyrfti að rjúfa þing og nýtt þing að samþykkja sömu breytingar. Þá fyrst tel ég að hægt yrði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn sjálfan. Úrslitin í þeirri atkvæðagreiðslu yrðu bindandi. Þannig sé ég mögulegt ferli fyrir mér. Aðrir kunna að hafa ýmislegt við þetta að athuga. Sjálf inngangan og mögulegir skilmálar er ekki til umræðu í þessu tilviki. Bara ferlið sjálft. Sumir hafa talað fyrir því að hafa margar þjóðaratkvæðagreiðslur um málið en það tel ég algjöran óþarfa. Flestir virðast sammála um að stjórnarskrárbreytingar séu nauðsynlegar til að af inngöngu geti orðið. Tölvusnillingarnir hjá RUV eru samir við sig. Fékk hrikalegt bjartsýniskast áðan og ætlaði að horfa á upptöku af Spaugstofunni á Netinu. Auðvitað var bara hluti af þættinum aðgengilegur. Eftir því sem Lára Hanna segir er von til þess að skárri útgáfa verði sett á Netið á morgun eða einhverntíma. Verst ef ég verð þá búinn að missa áhugann á honum. Einn af fylgifiskum þeirrar bloggónáttúru sem hrjáð hefur mig síðustu árin er að nú finnst mér ég eiga hægara með að koma orðum að ýmsum óljósum hugsunum og hugmyndum en áður var. Ég er samt svo háður bloggstílnum að annar stíll hentar mér eflaust illa. Höfuðeinkenni bloggstílsins finnst mér vera að það sem maður skrifar fer fljótt frá manni og þýðingarlaust er að ímynda sér að hægt sé að breyta því. Þegar skrifin eru farin út í eterinn er hægt að snúa sér að einhverju öðru og það er mikil blessun. Blogglestur tekur líka oft ærinn tíma. Svo mikinn að annar lestur er sífellt að verða minni og minni. Þó finnst mér gott að hafa með mér bækur í rúmið og stunda líka bókasöfnin grimmt. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
takk fyrir mig :)
Óskar Þorkelsson, 7.12.2008 kl. 00:12
Láttu þig ekki einu sinni dreyma um það, Sæmundur, að við ættum að taka út réttindaákvæði tilheyrandi fullveldi landsins til að hliðra til fyrir Evrópubandalaginu og innlimun okkar í það. Innlimun í stórríkið kemur ekki til greina.
Jón Valur Jensson, 7.12.2008 kl. 03:12
Íslendingar eru nú þegar búnir að vera innlimaði inn í eitthvað sem erfitt er að ná tökum á! Get ekki séð að það geti orðið mikið verra hvernig sem málið er skoðað.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.12.2008 kl. 08:08
Gallinn við Evrópusambandsaðild, Kjartan, er að það er aldrei hægt að reikna hana endanlega út. Meðal annars vegna þess að Sambandið breytist og þróast. Stuðningur við aðild er nokkurskonar trú og andstaðan þá auðvitað líka. Viljum við vera þátttakendur í stærri heild án þess að missa sjálfstæði okkar eða viljum við halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á?
Sæmundur Bjarnason, 7.12.2008 kl. 13:21
Það er búið að laga Spaugstofuna, Sæmi. Nú er hægt að horfa á hana alla hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 16:06
Jón Valur kemur hér fram einsog áróðursmaður. Innlimun! Stórríki! Hann ætti að halda sig við staðreyndir. Þá kemur að trúarbrögðunum. Ef ég trúi því að ESB sé Hinn Mikli Satan þá verður mér að trú minni burtséð frá staðreyndum. Það er t.d. alveg makalaust að fylgjast með því gríðarlega sjálfstæði sem þjóðin höndlar núna. Hrakin úr einu skálkaskjólinu í það næsta. Það er kannski grátlegt að ESB sé talið vera enn eitt skálkaskjólið en svo er náttúrulega ekki. Það er rokk'n roll sem ég viðurkenni að menn verða að hafa sig allan við að fylgja. Líka þegar við erum "bara í EES". Ég var í vafa hvort maður ætti að pæla frekar í aðild að ESB þangað til að ég sá að Björn Bjarnason, Davíð títtnefndur og Styrmir eru ákafir andstæðingar aðildar. Allir menn með vafasama fortíð og afleitar skoðanir á lífinu og tilverunni. Þá er eitthvað greinilega gott við ESB, eitthvað verulega eftirsóknarvert...
Gísli Ingvarsson, 7.12.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.