533. - Aðgerðir Davíðs gætu leitt til stjórnarkreppu

Davíð hótar öllu illu og hefur flest á hornum sér. Hvernig fer þatta allt? Ég held að Geir megi ekki til þess hugsa að Davíð fari aftur í stjórnmálin. Sé jafnvel hræddari við hann en Þorgerði Katrínu. Já, það eru mörg vandamálin hjá aumingja Geir og ekki víst að Helgi Seljan sé eitt af þeim stærstu.

Ef Davíð heldur sig fast við bankaleyndina er hann að gefa Samfylkingunni mjög góða ástæðu til að láta sverfa til stáls. Kannski er Davíð ósárt um ríkisstjórnina og stefnir fremur á formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hana vill Geir áreiðanlega ekki missa enda fær hann ekki fleiri tækifæri.

Sjá mátti að í Sjálfstæðisflokknum muni hlutirnir gerast þegar haldinn var sérstakur blaðamannfundur um það eitt að landsfundi yrði flýtt. Eftir að Styrmir hætti á Mogganum er hann orðinn einn helsti stuðningsmaður Davíðs og langar eflaust til að gerast kingmaker á gamals aldri? Hann er að minnsta kosti sammála Davíð um andstöðuna við EU eins og fornu framsóknarmennirnir.

Meira að segja vinstri grænir eru farnir að gæla við EU-aðild og það gæti þýtt forystuskipti þar. Steingrímur er að verða svolítið þreyttur. Hann er ágætur ræðumaður en fyrri störf störf hans á ráðherrastóli benda ekki til að hann eigi mikið erindi þangað aftur.

Ingibjörg Sólrún gæti staðið frammi fyrir því fljótlega að verða annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Hún gæti einfaldlega séð að ungtyrkirnir í flokknum eru farnir að ókyrrast. Hún er alls ekki sjálfsagður formaður flokksins lengur. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar verða eflaust sögulegir en samt getur vel verið að hlutirnir gerist fyrr.

Nú er Bitruvirkjun að komast á dagskrá aftur og Lára Hanna þarf að fara að brýna kutana. Orkuveitan treystir eflaust á að aðstæður hafi breyst svo mikið að undanförnu að dregið hafi allan mátt úr andstæðingum virkjunarinnar. Ekki er víst að svo sé.

Annars er ég að hugsa um að fara í aldreifingu til áramóta. Veit bara ekki alveg hvernig á að fara að því. Kannski verður þetta takmörkuð aldreifing. Jafnvel ekki nema á ákveðnu svæði í Kópavoginum. Sjáum til hvernig fer.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Davíð sé bara aðeins að hrista upp í liðinu og láta það vinna vinnuna sína

Guðrún 5.12.2008 kl. 15:35

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hvernig í ósköpunum færðu það út að VG sé farinn að gæla við EU aðild?

Björgvin R. Leifsson, 5.12.2008 kl. 17:32

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þeir eru að minnsta kosti farnir að ljá máls á því að kjósa um málið. Hins vegar verða þeir örugglega á móti því eins og flestu öðru þegar á hólminn kemur. Steingrími er vorkunn. Hann berst um á hæl og hnakka við að halda stöðu sinni innan flokksins þó ljóst sé að framfarir geta engar orðið meðan hann er formaður. Vinstri grænir gætu  orðið meginflokkur stjórnarandstöðunnar í náinni framtíð.

Sæmundur Bjarnason, 5.12.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Eitt er að leyfa þjóðinni að kjósa um stórmál eins og ESB aðild og annað að vera hlynntur slíkri aðild. Ekki var þjóðin spurð álits þegar EES samningurinn var undirritaður. Ég styð Ögmund heils hugar varðandi það að leyfa þjóðinni að kjósa um málið en ég hef sömu efasemdir og hann um ágæti EES samningsins fyrir Ísland. Varðandi SJS, þá virðist andstæðingum VG mikið í mun að hann hætti sem formaður sem allra fyrst. Af hverju skyldi það nú vera?

Björgvin R. Leifsson, 5.12.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband