519. - Af hverju liggur svona gríðarlega á að koma gjaldeyrismarkaði af stað? Jú, það er meðal annars til að eigendur Jöklabréfa geti innleyst hagnað sinn

Ég er skíthræddur um að lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé hvergi nærri nóg. Vonandi verður hægt að fá viðbótarlán. Hvernig öll þessi lán verða svo greidd vil ég helst ekki hugsa um. Sennilega verða skattar hækkaðir og kannski verður það í lagi ef þeim hækkunum verður hæfilega dreift. 

Nú eru kaflaskil í Íslandssögunni. Lánið mikla komið og Guð mun væntanlega líta niður til okkar og segja: Mikið eru þeir krúttlegir þessir Íslendingar. Kannski maður bjargi þeim bara.

Upplagt væri af þessu tilefni að stokka pínulítið upp í ríkisstjórninni. Geir skilur bara alls ekki hvernig á því getur staðið að einhverjir vilji fá að kjósa. Til hvers í ósköpunum að vera með svoddan vitleysu.

Best væri ef hægt væri að kjósa Geir í burtu en það er víst ekki í boði. Engin leið að losna við nema í mesta lagi Þórunni og Bjögga. Af hverju skyldu þau hafa tekið upp á að fara að tala um kosningar? Þykir þeim ekkert vænt um ráðherrastólana eða hvað?

Í öllum þeim hremmingum, blaðamannafundum og annarri óáran sem yfir landið hefur dunið á undanförnum vikum og mánuðum er mér minnisstæðast Kastljósviðtal við Þorstein Má Baldvinsson þar sem hann lýsti því yfir nánast grátandi að hann hefði augljóslega gert mikil mistök þegar hann fór framá aðstoð Seðlabankans við Glitni.

Það er samt aðildin að EU sem er mál málanna og mun yfirskyggja allt annað í íslenskri pólitík næstu árin. Hugsanleg aðild og upptaka Evru hefur þó lítið með núverandi ástand í efnahagsmálum að gera. En ef ekki má minnast á aðild þegar illa gengur og heldur ekki þegar allt leikur í lyndi þá er þröngt skorinn stakkurinn. Stuðningur við Evrópusambandsaðild hefur líklega aukist að undanförnu en ef það er eingöngu vegna þeirra erfiðleika sem við okkur blasa er hann lítils virði.

Séra Baldur Kristjánsson í Þorlákshöfn skrifaði eftirfarandi á sitt blogg fyrir nokkru: "Hreif kotbændur með sér en lét kotungshugarfar stjórna sér. Sat fastur í Flóanum á meðan Framsókn flaug til Brussel. Nú er það bara spurning um Bessastaði eftir þrjú ár. Þegar við hin förum að máta okkur við Evrópu væri krútt að hafa heimakæran forseta sem rifjar upp fornsögurnar og ljóðin."

Þarna er Séra Baldur að tala um Guðna Ágústsson og það er alltaf gaman að því sem hann skrifar um framsóknarmenn.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki allir sem segja frá því að þeir séu að fara, ekki opinberlega. En þú ert ekki einn um það og satt að segja er ég nokkuð viss að það fólk, sem getur farið og á gott með að fá starf annarsstaðar, greiði fljótlega atkvæði með fótunum. Það leggur hvorki sína framtíð né barna sinna að veði fyrir þennan viðbjóð, sem hér þrífst og mun gera áfram.

Boris 21.11.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Þetta er nú ekki allskostar rétt hjá þér sem stendur í fyrirsögninni. Þeir sem eiga jöklabréf núna hafa að sjálfsögðu tapað gríðarlega á falli krónunnar. Þeir einu sem græddu á jöklabréfunum eru þeir sem eru löngu búnir að losa sig við þau.

Ari Björn Sigurðsson, 21.11.2008 kl. 13:29

3 identicon

Eigendur jöklabréfa eru búnir að stórtapa á þessum við skiptum. Eftir því sem gengið lækkar meira þeim mun meiru tapa þeir. Kosturinn við að setja krónuna á flot og verja hana ekki falli er að þannig verða greiddar upp ca 200-300 milljarða erlendar skuldir sem eru í íslenskum krónum á mjög hagstæðu gengi. Þar af leiðir fer lítið af gjaldeyri í að greiða þær upp. Krónan tekur snögga dýfu en kemur hratt til baka þegar búið er að tappa af þessum þrýstingi. Lykillinn fyrir íslenska skuldara er að fresta afborgun á sínum erlendu lánum meðan á þessu stendur.

IG 21.11.2008 kl. 15:28

4 identicon

Fyrir þá sem hafa trú á krónuna (hún er dauð ,já löngu siðan er dauð) og segja //Krónan tekur snögga dýfu en kemur hratt til baka þegar //  fyrir ykkur og mig lika er eins og að svindla og svikja sjálfa ....þetta er búið spil ..krónan tekur snögg dýfu og til eilifis verður þarna í botn..alveg norður og niður aldrei tilbaka  aldrei ,,,,  A L D R EI ,,,

burt með dabba ...burt með geir ( geir ekki meir)  ..burt með solla ...burt með company ...loka búðinni ...farið heim til ykkar...

Ari 21.11.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband