513. - Ágætur útifundur þó kalt væri í veðri

Já, ég er nýkominn af útifundinum. Mér fannst hann fara vel fram í alla staði. Margt var á fundinum og áreiðanlega hef ég aldrei verið á fjölmennari fundi. Frá mínu sjónarmiði voru eins margir á Austurvelli og þar komust fyrir með góðu móti. Hvernig ástandið var í nærliggjandi götum hef ég ekki hugmynd um. 

Við Áslaug komum svona 7 mínútum áður en klukkan varð þrjú og komum okkur fyrir þar sem við heyrðum sæmilega. Fljótlega fylltist svo allt af fólki og þó kalt væri var hljóðið í fundarmönnum ágætt. Ræðumenn stóðu sig vel og ég varð ekki var við nein læti neinsstaðar.

Einhverjir grímuklæddir menn breiddu úr fána á nálægu húsþaki undir lok fundarins en þegar Hörður Torfason bað þá um að taka af sér grímurnar forðuðu þeir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Leitt að hitta þig ekki. Mætirðu ekki aftur næsta laugardag?

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er ekki víst. Verð líklega að vinna þá.

Sæmundur Bjarnason, 15.11.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég hitti þig ekki heldur! Enda fjölmenni. Kveðja.

Eyþór Árnason, 16.11.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband