15.11.2008 | 00:12
512. - Ég skora á alla að mæta á Austurvöll í dag laugardag og mótmæla þessari duglausu ríkisstjórn
Já, ég hef víst sagt þetta áður en nú er alvara að færast í málið. Hver veit nema þetta hafi á endanum einhvern tilgang.
Aðgerðapakki ríkistjórnarinnar og spunkuný og spennandi vísitala er það sem Imba og Geir hafa kokkað upp og ætla að nota til að slá ryki í augun á almenningi og svo ætla Sjálfstæðismenn að halda fund í janúar. Nei takk. Ég er á því að meira þurfi til. Eðlilegasta byrjunin væri að láta Davíð og seðlabankastjórnina alla fara frá. Síðan þarf ríkisstjórnin að fara sömu leið. Og svo.......
Af hverju er verið að rifja upp núna lætin sem urðu þegar Inga Jóna kona Geirs Haarde sagði sig úr stjórn Flugleiða. Fyrir mér lyktar þetta af því að verið sé að reyna að koma höggi á Geir. Hann hefur alveg unnið fyrir sínum höggum sjálfur. Inga Jóna hefði hugsanlega átt að fara öðru vísi að á sínum tíma en ég sé ekki að það sé það sem mestu máli skiptir núna. Fjölmiðlar virðast oft vera undir einhverjum annarlegum áhrifum. Og allt í einu er Hannes Smárason orðinn eins og einhver hvítþveginn engill og allir trúa orðum hans eins og nýju neti.
Það er auðvelt að gagnrýna allt og finna að. Heimta jafnvel að stjórnin segi af sér. Það sem öllu máli skiptir er samt hvað muni taka við ef stjórnin fer frá. Ingibjörg Sólrún hefur líf stjórnarinnar í hendi sér. Eflaust er hún fyrst og fremst að hugsa um tímasetninguna. Hún þarf líka að vita hvort líklegast sé að efnt verði til kosninga. Trúlega hefur Geir mögulegt þingrof alfarið í hendi sér. Hann gæti auðvitað reynt að kippa öðrum uppí til sín og þrauka þannig til 2011 ef Ingibjörg ákveður að yfirgefa hann. Ég treysti ekki núverandi stjórnarandstöðu til að gera endilega það sem þjóðinni er fyrir bestu. Til þess eru völdin of sæt.
Vilhjálmur Örn segir að ég þurfi að fá mér draumatenginu. Ég hélt að ég væri með SpeedTouch þráðlausa draumatengingu í gegnum rosalega flottan ráter. Nú, hann meinar kannski beina bloggtengingu við draumana. Veit ekki hvar slíkar fást en þær gætu verið spennandi.
Ég veit ekki hvað er komið yfir mig. Ég er farinn að blogga tvisvar á dag hvað eftir annað. Kannski fer eins fyrir blogginu mínu eins og eignum Landsbankans í Bretlandi.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Eflaust klukkan 3 eins og venjulega. Ég ætla að minnsta kosti um það leyti.
Sæmundur Bjarnason, 15.11.2008 kl. 00:45
Kíktu á myndbandið hjá mér.
Og já - klukkan þrjú laugardag!
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 03:08
Búinn að því - flott. Það liggur við að maður fari að vorkenna þessum aumingjum.
Sæmundur Bjarnason, 15.11.2008 kl. 03:10
Þessi aðgerðarpakki er smá plástur á stórt svöðusár, því miður til lítils gagns. En þó viðleitni. Aðalmálið sem þau Geir og Ingibjörg hafa ekki gert sér grein fyrir er krafa fólksins um breytingar, kannski ekki byltingarkenndar, bara til að byrja með burt með seðlabankastjórana og seðlabankastjórnina. Svo mega koma aðrar mannabreytingar t.d. í stjórnarliðinu og í toppsætum bankanna. Þeir sem voru beinir þátttakendur í sukkinu og þeir sem sváfu á verðinum verða að fara.
Guðjón Baldursson 15.11.2008 kl. 10:24
Eiginlega er ég alveg sammála þessu, Guðjón. Spurningin er bara hvort sá tími er ekki liðinn að það dugi fyrir Geir að fórna Davíð.
Sæmundur Bjarnason, 15.11.2008 kl. 11:22
Það er fyrst smá von til að ná sátt í þjóðfélaginu að Davíð víki.... beri þá ábyrgð sem svo sannarlega er hans; pólitískt landslag á Íslandi, einkavæðing bankanna, skipun í stöður þeirra sem eftirlit áttu að hafa, þar með talið hans eigin staða.
Anna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.