512. - Ég skora á alla að mæta á Austurvöll í dag laugardag og mótmæla þessari duglausu ríkisstjórn

Já, ég hef víst sagt þetta áður en nú er alvara að færast í málið. Hver veit nema þetta hafi á endanum einhvern tilgang.

Aðgerðapakki ríkistjórnarinnar og spunkuný og spennandi vísitala er það sem Imba og Geir hafa kokkað upp og ætla að nota til að slá ryki í augun á almenningi og svo ætla Sjálfstæðismenn að halda fund í janúar. Nei takk. Ég er á því að meira þurfi til. Eðlilegasta byrjunin væri að láta Davíð og seðlabankastjórnina alla fara frá. Síðan þarf ríkisstjórnin að fara sömu leið. Og svo.......

Af hverju er verið að rifja upp núna lætin sem urðu þegar Inga Jóna kona Geirs Haarde sagði sig úr stjórn Flugleiða. Fyrir mér lyktar þetta af því að verið sé að reyna að koma höggi á Geir. Hann hefur alveg unnið fyrir sínum höggum sjálfur. Inga Jóna hefði hugsanlega átt að fara öðru vísi að á sínum tíma en ég sé ekki að það sé það sem mestu máli skiptir núna. Fjölmiðlar virðast oft vera undir einhverjum annarlegum áhrifum. Og allt í einu er Hannes Smárason orðinn eins og einhver hvítþveginn engill og allir trúa orðum hans eins og nýju neti.

Það er auðvelt að gagnrýna allt og finna að. Heimta jafnvel að stjórnin segi af sér. Það sem öllu máli skiptir er samt hvað muni taka við ef stjórnin fer frá. Ingibjörg Sólrún hefur líf stjórnarinnar í hendi sér. Eflaust er hún fyrst og fremst að hugsa um tímasetninguna. Hún þarf líka að vita hvort líklegast sé að efnt verði til kosninga. Trúlega hefur Geir mögulegt þingrof alfarið í hendi sér. Hann gæti auðvitað reynt að kippa öðrum uppí til sín og þrauka þannig til 2011 ef Ingibjörg ákveður að yfirgefa hann. Ég treysti ekki núverandi stjórnarandstöðu til að gera endilega það sem þjóðinni er fyrir bestu. Til þess eru völdin of sæt.

Vilhjálmur Örn segir að ég þurfi að fá mér draumatenginu. Ég hélt að ég væri með SpeedTouch þráðlausa draumatengingu í gegnum rosalega flottan ráter. Nú, hann meinar kannski beina bloggtengingu við draumana. Veit ekki hvar slíkar fást en þær gætu verið spennandi.

Ég veit ekki hvað er komið yfir mig. Ég er farinn að blogga tvisvar á dag hvað eftir annað. Kannski fer eins fyrir blogginu mínu eins og eignum Landsbankans í Bretlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Eflaust klukkan 3 eins og venjulega. Ég ætla að minnsta kosti um það leyti.

Sæmundur Bjarnason, 15.11.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kíktu á myndbandið hjá mér.

Og já - klukkan þrjú laugardag!

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 03:08

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Búinn að því - flott. Það liggur við að maður fari að vorkenna þessum aumingjum.

Sæmundur Bjarnason, 15.11.2008 kl. 03:10

4 identicon

Þessi aðgerðarpakki er smá plástur á stórt svöðusár, því miður til lítils gagns. En þó viðleitni.  Aðalmálið sem þau Geir og Ingibjörg hafa ekki gert sér grein fyrir er krafa fólksins um breytingar, kannski ekki byltingarkenndar, bara til að byrja með burt með seðlabankastjórana og seðlabankastjórnina.  Svo mega koma aðrar mannabreytingar t.d. í stjórnarliðinu og í toppsætum bankanna.  Þeir sem voru beinir þátttakendur í sukkinu og þeir sem sváfu á verðinum verða að fara. 

Guðjón Baldursson 15.11.2008 kl. 10:24

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Eiginlega er ég alveg sammála þessu, Guðjón. Spurningin er bara hvort sá tími er ekki liðinn að það dugi fyrir Geir að fórna Davíð.

Sæmundur Bjarnason, 15.11.2008 kl. 11:22

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er fyrst smá von til að ná sátt í þjóðfélaginu að Davíð víki.... beri þá ábyrgð sem svo sannarlega er hans;  pólitískt landslag á Íslandi, einkavæðing bankanna, skipun í stöður þeirra sem eftirlit áttu að hafa, þar með talið hans eigin staða.

Anna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband