508. - Svolítið um Bjarna Harðarson og almennar hugleiðingar um stjórnmál

Jæja. Brátt varð um þingmennskuna hjá Bjarna frænda mínum Harðarsyni. Ég átti nokkurn þátt í að koma honum ofarlega á lista framsóknarflokksins á Suðurlandi á sínum tíma og hann kemur til með að hafa hreinni skjöld en margur annar í næstu kosningum. Það er mannsbragur að því hjá honum að segja af sér strax.  

Hugsanlegt er að útúr öllu því sem nú gengur á í þjóðfélaginu komi eitthvað gott að lokum og betra en sú græðgi og það taumleysi sem gegnsýrt hefur þjóðlífið undanfarið. Endurmat á öllu mögulegu mun nú fara fram. Gömlu gildin um heiðarleika, nægjusemi, dugnað og ósérhlífni verða aftur verðmæt. Það er ekki auðvelt að taka á sig verulega lífskjaraskerðingu en það verðum við Íslendingar augljóslega að gera núna. Mest vorkenni ég börnunum sem vanist hafa á að fá allt upp í hendurnar en verða núna allt í einu að fara að hafa fyrir hlutunum.

Ráðherrar eru smám saman að hrifsa til sín allt vald í þjóðfélaginu og það er Alþingi til stórskammar að láta það viðgangast. Jafnvel dómarar fá ekki að vera í friði fyrir ráðherrum. Þrískiptingu valdsins á að halda í heiðri. Alþingi fer með fjárveitingarvaldið og löggjarfarvaldið og þingmenn eiga ekki að líða það að ríkisstjórnin fleygi í þá frumvörpum og skipi þeim að samþykkja þau. Mesta vandamálið er flokkshollustan svokallaða. Stefna flokksins í einstökum málum er oftast ákveðin af formanni og stjórn þó svokölluð flokksþing sem haldin eru endrum og eins séu látin samþykkja drög sem hægt er að teygja og toga að vild eftirá.

Það er sjálfhætt hjá mér með að hafa niðurlag hverrar greinar um spillingarliðið. Ólína sjálf er hætt þessari vitleystu sem kannski var engin vitleysa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband