5.11.2008 | 00:12
501. - Og 501 strax á eftir. Um svarta hundinn, Einar Kárason, Obama, Kennedy og ýmsa fleiri
Margt er um að skrifa eftir að hafa verið í hálfgerðu bloggfríi síðustu daga. Harpa Hreinsdóttir skrifar um svarta hundinn og ýmislegt fleira. Varðandi það sem hún segir um geðsjúkdóma er ég yfirleitt á sama máli og hún. Enda hef ég lesið bloggið hennar lengi. Minni á að Árni Tryggvason leikari skrifaði í ævisögu sinni um svarta hundinn og hafði langa reynslu af honum. Hef líka lesið söguna um konuna í köflótta stólnum. Churchill er með þeim frægustu sem þjáðst hafa af slæmu þunglyndi. Ég er aftur á móti ekki sammála Hörpu þegar hún skrifar um Einar Kárason. Hef samt ekki lesið nýjustu bókina hans. Las "Óvinafagnað" á sínum tíma og þótti hún góð. Þó þeir sem vel þekkja til Sturlungu og fornra rita yfirleitt geti vel gagnrýnt margt í bók Einars held ég að þeir séu svo fáir að um markverða gagnrýni sé varla að ræða. Ef sagan er vel skrifuð er hún vel skrifuð burtséð frá öllum hugsanlegum ritgerðarefnum. Svarti hundurinn held ég að verði Einari ekki að fótakefli. Ég spáði Obama sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum enda var það lítill vandi. Þegar John Fitzgerald Kennedy var kjörinn forseti í Bandaríkunum var hann fyrsti kaþólikkinn sem varð forseti þar. Efamál er að sú nýjung að kjósa blökkumann í embættið nú sé meiri en það var þá. "Drengurinn er einstakur höfðingi" sagði Jón Ólafsson um Jón Ásgeir þegar hann keypti af honum Norðurljósaveldið eins og það lagði sig. Ég hef ekki mjög miklar áhyggjur af eignarhaldi Jóns Ásgeirs á 365 miðlum. Hluturinn í útgáfufélagi Morgunblaðsins held ég að verði honum ekki til neins gagns og hann væri áreiðanlega betur kominn hjá einhverjum öðrum. Þó yfirvöld hafi á sínum tíma heimilað samruna Hagkaupa og Bónuss er ekki þar með sagt að svo verði um Fréttablaðið og Morgunblaðið. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það þunglyndi sem lýst er í þessum íslensku bókum finnst mér nú varla vera þunglyndi. Eftir bókunum að dæma var það bara léttur leikur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.11.2008 kl. 02:47
Þunglyndi getur verið ljóðrænt og það dregur úr alvrleika þess og jafnvel rómantíserar í bókmenntum. Ef því er lýst eins og það er þá er það kallað sjálfsvorkunarvæll.
Svartir hundar eru skelfilegir ásýndum. Orð ná ekki að lýsa þeim. Menn myndu skilja það um leið og þeir sjá myndir af þeim.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 12:41
Ég er enginn sérfræðingur í þunglyndi eða geðsjúkdómum yfirleitt. Álít þá samt vera sjúkdóma og nær aldrei einhverja uppgerð eða væl.
Harpa Hreinsdóttir er minn gúrú varðandi geðveiki. Þunglyndi og allt annað sem að geðveiki lýtur verður mjög oft fyrir allskyns fordómun enn þann dag í dag. Ástandið er þó örlítið betra nú en fyrir mörgum áratugum. Fólk óttast þessa sjúkdóma oft mest vegna þess að það skilur þá illa.
Ef þunglyndi sem lýst er í bókum virðist vera léttur leikur mundi ég fremur álíta því illa lýst en að þunglyndið sé eitthvað gallað.
Bækur eru betri en blogg.
Sæmundur Bjarnason, 5.11.2008 kl. 15:12
Ég held að þunglyndi geti enginn skilið til fulls nema sá sem hefur upplifað það. Alveg sama hvað sagt er um það og skrifað.
En það er hægt að gefa örlitla hugmynd þótt skilningurinn á líðaninni sé bágborinn.
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:47
Þeir sem hér voru að lýsa þunglyndi sínu í bókunum hafa vísast upplifað það. En mér fannst þetta bara eitthvað flott, sem bókarhöfundar auðvitað sigruðust á eins og alltaf í bókum. En þungluyndi er ekkert flott og ýmsir sjá aldrei til sólar út af því alla ævi og éru EKKI sigurvegarar. En það er rétt hjá Jóni Steinari að við viljum ekki horfast í augu við alvöru þjáningu náungans. Það er umsvifalaust kallað væl og sjálfsvorkunn ef hún kemur fram varnarlaus og nakin. Niðurstaðan er: VIð erum vond en ekki full af einhvejrum umfaðmandi kærleika. Eins gott að viðurkenn það. Og ekkert væl!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.11.2008 kl. 18:22
Ég viðurkenni ALDREI að ég sé vond! Og hananú!
Malína 5.11.2008 kl. 19:12
Eini góði maðurinn sem ég þekki er hann Mali - og hann er bara köttur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.11.2008 kl. 00:14
Þú heldur bara að Mali sé svona góður af því að þú þekkir mig ekki. Þig vantar alvöru samanburð!
Malína 6.11.2008 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.