1.11.2008 | 00:11
496. - Evrópubandalagið er nýjasta birtingarmynd heimskommúnismans
Margt og mikið er kjaftað á blogginu. Bæði mínu og öðrum. Mig minnir að ég hafi einhverju sinni sagt hér á blogginu að ég væri mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Efnahagsbandalagið meðal annars vegna þess að nær kommúnisma verður varla komist í núverandi heimsskipulagi.
Margir sjá rautt og umhverfast þegar minnst er á kommúnisma en það er bara af því að þeir þekkja hann ekki. Jú, jú. Það er búið að prófa hann og það próf mistókst. Það var bara fólkinu að kenna sem tók hann til handargagns. Ekki kommúnismanum sem slíkum.
Ég er alveg að meina þetta. Auðvitað verð ég sjálfur að skilgreina minn kommúnisma og það er enginn vandi. Auðvaldskreppur koma ekki til með að þekkjast þar og margt fleira verður þar eftirsóknarvert. Davíð fengi ekki að vaða þar uppi en kannski væri hægt að notast við Ömma og Steingrím.
Það er svo skrítið með mig. Ég kann ekkert fyrir mér í matreiðslu þó ég geti búið til hafragraut í örbylgjuofni en ég hef samt gaman af að lesa matarblogg og jafnvel veitingahúsagagnrýni þó ég fari afar sjaldan á svoleiðis staði. Veit afar lítið um veðurfræði en hef gaman af að lesa veðurblogg. Kann lítið í ættfræði og leiðist ættfræðiblogg nema það snerti sjálfan mig á einhvern hátt eða einhverja sem ég þekki. En er ekki íslensk ættfræði einmitt þannig að maður kannast alltaf við einhverja? Óskaplega held ég að útlend ættfræði sé leiðinleg.
Veðurfarsstaðreyndir a la Sigurður Þór Guðjónsson höfða ekki til mín sem skemmtilestur. Þessvegna er það sem ég vil að Sigurður hætti þessum þykjustuleik. Ég veit að hann hefur gaman af að blogga um allt mögulegt og kannski mest gaman af að æsa menn upp. Mig getur hann þó ekki æst upp nema með því að henda mér útaf bloggvinalistanum eins og einu sinni.
En ég er farinn að sakna skrifa hans á blogginu. Þau eru beitt og vel skrifuð. Stundum verður maður þó að gera ráð fyrir að þau séu sett fram í hálfkæringi. Kommentin verða gjarnan svo mörg þegar Jón Valur og fleiri fara að óskapast þar að ég nenni ekki að lesa þau öll.
Hekla gaus síðast í febrúar árið 2000. Þar á undan gaus hún veturinn 1980 og svo skömmu síðar, eða í maí 1981. Hekla gaus einnig árið 1970 en síðasta stóra gos hafði orðið 23 árum...."
Þannig var sagt frá á dv.is í dag í alllangri grein um Heklu gömlu. Ég held að þetta sé mesta vitleysa. Man ekki betur en að þegar ég hætti að reykja um áramótin 1990 og 1991 hafi því verið illa tekið af máttarvöldunum. Stríð braust út í Miðausturlöndum og Hekla fór að gjósa. Já, þannig man ég hlutina. Er hissa á blaðamannsræflinum sem nennti ekki að skoða heimildir eða tala við sér fróðara fólk.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þó ég þekki hann ekki neitt þá grunar mig að Sigurður Þór sé í sárum núna og sé kannski ekki í stuði til að skrifa mikið af skemmtifærslum þessa dagana. Hafi ég skilið bloggfærslu hans í síðustu viku rétt þá er hann nýbúinn að missa litla fallega Malann sinn.
Ég missti fyrir nokkrum árum kött sem hafði fylgt mér nokkuð lengi og ég verð að segja að það var bara vond og sár lífsreynsla - og tók nokkurn tíma að díla við það. Ég var ekkert framúrskarandi skemmtileg manneskja meðan á því stóð.
Malína 1.11.2008 kl. 01:38
þú verður að útskýra þetta betur með kommúnismann frændi - ég hef einmitt eins og þú litið svo á að esb sé nýjasta útfærsla heimskommúnismans en það séu rök fyrir ágæti þess félags er mér óskiljanlegt...
Bjarni Harðarson, 1.11.2008 kl. 10:47
Rökin fyrir inngöngu í EU eru ekkert meiri núna en þau hafa lengi verið. Þegar Norðmenn ákváðu í síðustu atkvæðagreiðslu að ganga ekki í bandalagið hefði líklega verið besta tækifærið fyrir okkur, vegna þess að þá hefðum við verið velkomnari en nú. Nú værum við vandræðabarnið.
Þeir sem aðhylltust kommúnisma á sínum tíma höfðu vissulega rök fyrir því. Þó í ljós hafi komið að hann var rangt framkvæmdur í Sovétríkunum þarf ekki að kassera honum endanlega. Annars er þetta með kommúnismann bara nafngiftir en EU aftur á móti staðreynd.
Sæmundur Bjarnason, 1.11.2008 kl. 11:12
Hvernig getur þú talað fyrir aðra? Ég er ekkert að þykjast. Ég hef fengið leið á bloggi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.11.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.