495. - Hann er ekki hótinu betri en hinar mörgæsirnar

Líst ekkert illa á að halda mótmælafund á laugardaginn kemur. Veit þó ekki hvort ég kemst þangað.

Dæmi frá útlöndum sýna að reglulegir mótmælafundir eru það eina sem dugir á vanhæf stjórnvöld. Ef sífellt fleiri og fleiri koma á fundina hrökklast þessir vitleysingar frá völdum fyrr eða seinna. Fundirnir eiga eingöngu að fjalla um það að nú sé nóg komið. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er. Mín vegna má vel gera hróp að Davíð Oddssyni. Hann er ekki hótinu betri en hinar mörgæsirnar.

Auðvitað verða ekki allir sammála um þetta og kannski verða unnin skemmdarverk á þessu með því að reyna að rugla fólk í ríminu. Ef fundirnir falla niður eða sífellt færri koma á þá er auðvitað til einskis barist en það ætti að vera óhætt að reyna þó hinn efnahagslegi veruleiki sé kannski ekki farinn að bíta nógu marga nú þegar.

Margir hafa sagt að það þurfi að setja ríkisstjórnina af, reka þingið heim, tjarga útrásarbesefana o.s.frv. En hver á að gera það? Ekki verður það gert að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Kostar það þá ekki byltingu? Er einhver ástæða til að forðast hana? Eina ástæðan sem ég sé er sú að Íslendingar vilja flest til vinna að komast hjá mannskæðum óeirðum. Þar að auki er óvíst að byltingarsinnum kæmi saman um leiðir.

Undarlegt með hann Sigurð Þór Guðjónsson. Hann er búinn að loka blogginu sínu og ansar ekki beiðni minni um að fá lykilorð. Hann er samt ennþá bloggvinur minn og er ennþá að blogga. Til dæmis fékk ég eftirfarandi upphaf að færslu hjá honum um daginn:

Efnisyfirlit yfir veðurfærslur 27.10.2008 | 20:32

Hér er efnisyfirlit yfir helstu færslur um veður á þessari bloggsíðu. Með því að smella á viðkomandi línu komast menn beint inn á þá færslu. Þetta eru allar hinar meiriháttar færslur, til dæmis um hlýjustu og köldustu mánuði, mesta hita og kulda í þeim...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

 Bloggið mitt er öllum opið. En það er bara orðið veðurblogg.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Fyrirgefðu. Það var samt áreiðanlega lokað held ég.

Sæmundur Bjarnason, 31.10.2008 kl. 01:32

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var lokað á meðan ég var að taka til og henta burt öllu kjaftæðinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2008 kl. 02:01

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mjá og það báðu aðeins örfár villuráfandi sálir um lykilorðið svo menn voru nú svo sem ekki að missa af neinu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2008 kl. 02:03

5 identicon

Já Ég held Áfram Að Mótmæla ástandinu fyrir mig fyrir afvæmin og fyrir þá sem komast ekki

 kveðja

Æsir 31.10.2008 kl. 16:02

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það verður stór útifundur á Austurvelli á morgun klukkan 15.00 strax á eftir göngunni frá Hlemmi kl 14.00.

Núna verða bara allir sem vettlingi geta valdið að mæta og sýna samtöðu gegn þessari óráðssíu og valdníðslu sem viðgengst í landinu okkar. Er virkilega enn einhver til sem er EKKI búinn að fá nóg???? 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 22:39

7 identicon

Hverju á fólk að mótmæla? Ég mótmæli að Jón Baldvin, Bryndís og Kolfinna séu að hafa sig í frammi, blindfull, eftir vodkaskotinn morgunverð í Mosó. Ég mótmæli að alls konar bloggarar telji sig vita betur um hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Ég mótmæli þér og ég vona að þú farir frekar í að fylgjast með veðrinu hjá Sigurði. Mér sýnist þú ekki til annars fallinn en að góna upp í loftið! Kannski þér verði boðið í vodkalegið skinkuhorn hjá Jóni Baldvini!

Mótmæli þessu bloggi þínu 31.10.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband