24.10.2008 | 00:26
488. - Út og suður með Gísla Einarssyni eða Friðriki Páli Jónssyni
Sjónvarpsþættirnir hans Gísla eru ágætir og viðmælendur hans yfirleitt mjög áhugaverðir en ég ætlaði að fjalla hér um bók með þessu nafni sem út kom árið 1983. Útgefandi var Svart á hvítu. Í þessari bók eru 20 ferðaþættir og hún er tekin saman af Friðriki Páli Jónssyni. Ein er sú frásögn í þessari bók sem ætið hefur heillað mig mjög. Það er frásögn Guðmundar Arnlaugssonar rektors við Hamrahlíðarskóla af ferð skáklandsliðsins íslenska til Buenos Aires í Argentínu á Ólympíuskákmótið sem þar var haldið árið 1939. Bestu skákmenn landsins á þessum tíma voru Baldur Möller, Ásmundur Ásgeirsson, Eggert Gilfer, Einar Þorvaldsson og Jón Guðmundsson. Eggert Gilfer gat ekki farið í þessa ferð og Guðmundur Arnlaugsson var fenginn í hans stað. Hann var þá við nám í Kaupmannahöfn og hafði staðið sig mjög vel þar í skák meðan á náminu stóð en lítið teflt heima á Íslandi. Honum stóð til boða að tefla fyrir hönd Dana en auðvitað vildi hann frekar tefla fyrir Ísland. Argentínska skáksambandið bauð öllum þátttakendum frá Evrópu fríar ferðir frá Antwerpen og uppihald meðan á mótinu stæði. Þetta var mikið kostaboð og notfærðu sér það margir. Ekki var flugferðum fyrir að fara á þessum tíma og komst íslenska skáklandsliðið með fragtskipi til Antwerpen. Þar fluttu þeir sig yfir í stórt og glæsilegt farþegaskip sem sigldi með þá til Buenos Aires. Keppendur á þessu móti voru frá 27 löndum. Í forkeppninni var teflt í fjórum riðlum og efstu þjóðir þar tefldu síðan í A-flokki en hinar í B-flokki. Íslendingar lentu í B-flokki eftir harða rimmu við Dani sem komust í A-flokk og urðu þar neðstir. Til að gera langa sögu stutta þá sigruðu Íslendingar í B-flokki og hlutu að launum bikarinn fagra sem nefndur er Copa Argentina og enn er til á Íslandi. Verðlaun fyrir sigur í A-flokki voru farandgripur sem kenndur er við Hamilton Russell. Íslendingarnir byrjuðu vel, slökuðu síðan svolítið á og í síðustu umferðinni tefldu þeir við Kanadamenn sem voru þá með einn vinning umfram þá og í efsta sæti. Ísland vann Kanada með 2,5 gegn 1.5 í síðustu umferðinni og þar með voru þjóðirnar jafnar í efsta sæti en Íslendingum dæmdur sigurinn því þeir höfðu unnið Kanadamenn. Jón Guðmundsson vann allar sínar skákir í keppninni tíu að tölu og fékk verðlaun fyrir. Guðmundur stóð sig líka mjög vel og fékk verðlaun fyrir sína frammistöðu. Heimsstyrjöldin síðari braust út meðan á mótinu stóð og heimferð skákmannanna varð mjög ævintýraleg en ekki er tækifæri til að rekja það hér. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.