477. - Æ, reynum að hætta þessu veseni. Bloggmalið er allt að kæfa

Því skyldi ég vera að rembast við að blogga á hverjum degi? Hverjum skín gott af því? Er ekki ábyrgðarhluti að vera að rífast um smáskítleg mál meðan Róm brennur? Ég held að mörgum (þar á meðal mér) væri hollast að hætta þessu helvítis kjaftæði og reyna að gera eitthvað.

Mér líst samt betur á Rússana en Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ef ég mætti velja. Við höfum áður veðjað á Rússa og gefist sæmilega.

Ef ég blogga meira á næstunni þá reikna ég með að það verði um eitthvað allt annað en málefni dagsins. Þau eru að verða of flókin fyrir mig.

Svei mér ef vinsældir Moggabloggsins eru ekki að aukast. Það er að segja að notendum þess sé að fjölga. Mér finnst það ef ég lít sem snöggvast á listana yfir ný blogg og þessháttar. Hvernig stendur á því? Er mönnum svona mikið mál að tjá sig á þessum síðustu og verstu tímum?

Sá hjá einum nýjum að mælt er með því að menn skrái sig sem notendur svo þeir geti kommentað vandræðalaust á Moggablogg. Kannski aukningin stafi af því.

Svo getum við bara farið að stunda hvalveiðar af krafti. Hvalkjöt er gott.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Elsku Sæmi minn, haltu áfram að blogga daglega eins og þér einum er lagið. Það er svo gott að lesa bloggin þín þar sem þú ferð um víðan völl eða rifjar upp gamlar sögur. Andlega nærandi.

En einu er ég ósammála þér um hér - mér finnst hvalkjöt ógeðslegt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það er ágæt leið til sjálfshjálpar og ígrundunar að blogga. Reyna að skilja hvað er að gerast í heiminum og skrásetja hvernig þetta virkar á mann. það verður kannski athyglisvert að lesa það sem maður skrifar núna eftir áratug. Vonandi á maður þá eftir bara að brosa og hugsa hvað maður var vitlaus að halda að heimurinn væri að farast... svo hefði bara komið miklu betri heimur.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.10.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert orðinn fastur liður fyrir svefninn Sæmi :)

Óskar Þorkelsson, 13.10.2008 kl. 00:34

4 identicon

"Mér líst samt betur á Rússana en Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ef ég mætti velja."

Ég held ég sé sammála þessu.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verður bara framhald á Frjálshyggjunni - og eru ekki allir komnir með upp í kok á henni núna?  En er ekki ESB vænlegri kostur en hinir tveir?  Við þurfum allavega að taka upp nýjan gjaldmiðil - það er á hreinu.

Haltu svo endilega áfram að blogga!  Það er líka sálarheill fyrir okkur hin sem nennum ekki að blogga, en erum því duglegri við að lesa þau - og athugasemdast þegar við erum í stuði.  Bloggið er nýja fjórða valdið!

Malína 13.10.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér skilzt nú líka að nýja Lada Sportjeppinn sé fínazta ökutæki.  Gamla mín kom mér & svifdreka mínum oft upp á Úlfarzfellið, fyrir lítið fé.

Afnám sjálfstæðis landzins skemmtir mér lítt.

& dýrlegi í forzvari fyrir mína þjóð ?

&svei....

Steingrímur Helgason, 13.10.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband