476. - Um ábyrgð á núverandi ástandi og fleira

Öðru hvoru koma orðljótar og stórkarlalegar yfirlýsingar í kommentakerfið mitt. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því. Sigurður Þór Guðjónssson segir að hann beri enga ábyrgð á stjórnmálaástandinu á Íslandi í dag vegna þess að hann hafi ekki kosið það yfir sig.

Í mínum augum er það að stinga höfðinu í sandinn að afneita allri ábyrgð vegna þess að aðrir voru svo vitlausir að hafa ekki sömu skoðun og þeir. Þegar á herðir verðum við að bera ábyrgð hvert á öðru og þá skiptir kosningahegðun ekki meginmáli.

Jú, vissulega hafa útrásarræningjarnir flúið land. Stungið þýfinu í töskur og læðst í burtu. En það er hægt að hafa uppá þeim seinna. Núna er aðalmálið að vinna að því að ástandið byrji að lagast. Á margan hátt verður það nýr heimur sem sér dagsins ljós eftir þetta skipbrot frjálshyggjunnar.

Mér þykir einsýnt að hinni ósýnilegu hönd markaðarins verði ekki veifað mikið hér á Íslandi á næstunni. Vel má þó hugsa sér að þetta allt saman verði til góðs þegar fram í sækir.

Hver verða áhrifin á hina íslensku flokkapólitík af þeim atburðum sem nú eru að eiga sér stað? Mín spá er að þau verði lítil. Traust á stjórnmálamönnum hlýtur þó að minnka og mátti það síst við því. Hvort ríkisstjórnin situr áfram eða ekki fer eflaust eftir því hvernig og hvenær þessum ósköpum linnir.

Fjölmiðlum er þegar að fækka og mun fækka enn. Ekki gengdu þeir varðhundshlutverki sínu vel í kreppunni og aðdraganda hennar. Vonandi læra blaðamenn og ritstjórar ekki síður af þessu öllu saman en aðrir.

Ég er svo heppinn að eiga litlar eignir og engin hlutabréf. Mitt helsta áhyggjuefni er að gengishrunið verði það mikið að verðbólgan verði stórfelld á næstu mánuðum og árum.

Sömuleiðis kvíði ég því að þurfa að draga fram lífið á stórlega skertum lífeyristekjum fljótlega. Líklega þarf ég þó alls ekki að kvarta miðað við marga aðra.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Varla ertu að gefa í skyn að athugasemd mín sem þú víkur að hafi verið orðljót!

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Öðru hvoru koma orðljótar og stórkarlalegar yfirlýsingar í kommentakerfið mitt. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því. Sigurður Þór Guðjónssson segir að hann beri enga ábyrgð á stjórnmálaástandinu á Íslandi í dag vegna þess að hann hafi ekki kosið það yfir sig.

Þegar nafn mitt er nefnt strax á eftir orðljótum og stórkarlalegum yfirlýsingum á kommentakerfinu þínu skilur fólk það auðvitað svo að ég sé með slíkt. Þetta hef ég lesið á forsíðu Moggaboggsins hvað eftir annað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Ekki held ég að átt hafi verið við SÞG sem orðljótan,hann  er meinlaus sem miðja í fellibyl.

Yngvi Högnason, 12.10.2008 kl. 13:02

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Auðvitað átti ég ekki við þig Sigurður. Ég átti við Sveinbjörn Sverrisson. Mín hugsun var að fólk læsi frekar bloggið mitt (og kommentin frá í gær) ef þitt nafn kæmi snemma. Fólk á ekki von á orðljótum og stórkarlalegum kommentum frá þér. Mín ætlun var alls ekki að ergja þig. Þetta hefði þó mátt orða öðruvísi.

Sæmundur Bjarnason, 12.10.2008 kl. 14:56

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ókei, á þessum tímum eru allir soldið nojaðir! Ég er hins vegar með algjört bloggógeð enda allt horfið á minni síðu nema veðurbloggið.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2008 kl. 17:14

6 identicon

Þótt Nimbusinn sé dálítið í því að misskilja fólk þessa dagana (my lips are sealed varðandi það ) - þá verð ég að taka upp hanskann fyrir hann núna.  Það er mjög auðvelt að komast að sömu niðurstöðu og hann varðandi þessa færslu hérna.  Nafn hans er nefnt í sömu andrá og rætt er um orðljótar og stórkarlalegar yfirlýsingar!  Það er ekkert óeðlilegt við það þótt hann dragi þá ályktun að verið sé að ræða um hann.  Ég hefði gert hið sama í hans sporum.

Malína 12.10.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband