12.10.2008 | 00:06
476. - Um ábyrgð á núverandi ástandi og fleira
Öðru hvoru koma orðljótar og stórkarlalegar yfirlýsingar í kommentakerfið mitt. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því. Sigurður Þór Guðjónssson segir að hann beri enga ábyrgð á stjórnmálaástandinu á Íslandi í dag vegna þess að hann hafi ekki kosið það yfir sig. Í mínum augum er það að stinga höfðinu í sandinn að afneita allri ábyrgð vegna þess að aðrir voru svo vitlausir að hafa ekki sömu skoðun og þeir. Þegar á herðir verðum við að bera ábyrgð hvert á öðru og þá skiptir kosningahegðun ekki meginmáli. Jú, vissulega hafa útrásarræningjarnir flúið land. Stungið þýfinu í töskur og læðst í burtu. En það er hægt að hafa uppá þeim seinna. Núna er aðalmálið að vinna að því að ástandið byrji að lagast. Á margan hátt verður það nýr heimur sem sér dagsins ljós eftir þetta skipbrot frjálshyggjunnar. Mér þykir einsýnt að hinni ósýnilegu hönd markaðarins verði ekki veifað mikið hér á Íslandi á næstunni. Vel má þó hugsa sér að þetta allt saman verði til góðs þegar fram í sækir. Hver verða áhrifin á hina íslensku flokkapólitík af þeim atburðum sem nú eru að eiga sér stað? Mín spá er að þau verði lítil. Traust á stjórnmálamönnum hlýtur þó að minnka og mátti það síst við því. Hvort ríkisstjórnin situr áfram eða ekki fer eflaust eftir því hvernig og hvenær þessum ósköpum linnir. Fjölmiðlum er þegar að fækka og mun fækka enn. Ekki gengdu þeir varðhundshlutverki sínu vel í kreppunni og aðdraganda hennar. Vonandi læra blaðamenn og ritstjórar ekki síður af þessu öllu saman en aðrir. Ég er svo heppinn að eiga litlar eignir og engin hlutabréf. Mitt helsta áhyggjuefni er að gengishrunið verði það mikið að verðbólgan verði stórfelld á næstu mánuðum og árum. Sömuleiðis kvíði ég því að þurfa að draga fram lífið á stórlega skertum lífeyristekjum fljótlega. Líklega þarf ég þó alls ekki að kvarta miðað við marga aðra. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Varla ertu að gefa í skyn að athugasemd mín sem þú víkur að hafi verið orðljót!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2008 kl. 00:53
Öðru hvoru koma orðljótar og stórkarlalegar yfirlýsingar í kommentakerfið mitt. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því. Sigurður Þór Guðjónssson segir að hann beri enga ábyrgð á stjórnmálaástandinu á Íslandi í dag vegna þess að hann hafi ekki kosið það yfir sig.
Þegar nafn mitt er nefnt strax á eftir orðljótum og stórkarlalegum yfirlýsingum á kommentakerfinu þínu skilur fólk það auðvitað svo að ég sé með slíkt. Þetta hef ég lesið á forsíðu Moggaboggsins hvað eftir annað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2008 kl. 12:58
Ekki held ég að átt hafi verið við SÞG sem orðljótan,hann er meinlaus sem miðja í fellibyl.
Yngvi Högnason, 12.10.2008 kl. 13:02
Auðvitað átti ég ekki við þig Sigurður. Ég átti við Sveinbjörn Sverrisson. Mín hugsun var að fólk læsi frekar bloggið mitt (og kommentin frá í gær) ef þitt nafn kæmi snemma. Fólk á ekki von á orðljótum og stórkarlalegum kommentum frá þér. Mín ætlun var alls ekki að ergja þig. Þetta hefði þó mátt orða öðruvísi.
Sæmundur Bjarnason, 12.10.2008 kl. 14:56
Ókei, á þessum tímum eru allir soldið nojaðir! Ég er hins vegar með algjört bloggógeð enda allt horfið á minni síðu nema veðurbloggið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2008 kl. 17:14
Þótt Nimbusinn sé dálítið í því að misskilja fólk þessa dagana (my lips are sealed varðandi það ) - þá verð ég að taka upp hanskann fyrir hann núna. Það er mjög auðvelt að komast að sömu niðurstöðu og hann varðandi þessa færslu hérna. Nafn hans er nefnt í sömu andrá og rætt er um orðljótar og stórkarlalegar yfirlýsingar! Það er ekkert óeðlilegt við það þótt hann dragi þá ályktun að verið sé að ræða um hann. Ég hefði gert hið sama í hans sporum.
Malína 12.10.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.