11.10.2008 | 00:12
475. - Kreppan hefur mörg andlit. Þar á meðal hópfaðmlag Glitninga
Það er auðvelt að rífa sig ofan í rassgat á blogginu. Kenna öllum öðrum um hvernig komið er. Heimta að Davíð sé rekinn, ríkisstjórnin segi af sér, þotuliðið sé gert eignalaust og svo framvegis og framvegis. Sannleikurinn er samt sá að þetta kusum við yfir okkur. Þetta er allt okkur sjálfum að kenna. Allt er pólitík. Allt heimsins ef og hefði snýst bara um það hvort við kusum rétt í síðustu kosningum. Ég trúi því að fulltrúar okkar leggi sig fram og geri hlutina eins vel og þeir geta. Ekki bara til þess að fá hugsanlega fleiri atkvæði í næstu kosningum eða lafa áfram við völd. Heldur til þess að hafa áhrif á það að heimurinn geti orðið betri á morgun en hann var í gær. Ómerkilegir og valdasjúkir stjórnmálamenn eru þó til. Bæði hér á Íslandi og víðar. Ekki líst mér vel á töfraformúluna um að biðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um hjálp. Lausu endarnir eru þó svo margir að vel getur verið að það sé skynsamlegasta leiðin. Í síðustu Kilju var fjallað um Stein Steinarr. Egill Helga eða einhver viðmælanda hans sagði Stein ekki njóta þeirrar aðdáunar sem hann ætti skilið. Þetta held ég að sé firra. Ég efast um að sá Íslendingur sé til sem ekki kannast við eitthvert ljóð eftir Stein. Kannski vita þeir ekki af því en það skiptir engu máli. Andi hans lifir svo sannarlega með þjóðinni. Einnig var í Kiljunni minnst á alkasamfélagið. Ég er ekki frá því að Orri tali fyrir munn margra þegar hann hallmælir guðsorðaflaumnum og jesústaglinu. Ég hef aldrei þurft á SÁÁ eða AA að halda en hef eins og margir fleiri reiknað með að þar séu sæmilega rekin tryppin. Kannski er það misskilningur. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Nei Sæmundur! Svona alhæfingar duga ekki. Það eru alls ekki allir sem kusu þetta yfir sig. Ég átti t.d. engan þátt í því, ég er heldur ekki með neinar skuldir og aldrei lifað um efni fram. Aldrei. Sömu sögu er að segja um þúsudnir annara. En við höfum ekkert vald og ráðum engu. En ekki kenna okkur um hvernig fór.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.10.2008 kl. 12:06
Ég er að vanda sammála Sæmundi um flest en fjármálaóreiða er þeim einum að kenna sem geta komið sér í hana en ekki hinum, sem standa álengdar, horfa á ósköpin og geta ekkert annað gert. Um Stein þarf ekki að fjölyrða en ég á vísu eftir hann, sem hvergi hefur birst, og er skrifuð á framhlið London Docks vindlapakka af Jóni úr Vör. Það er mikil gersemi.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.10.2008 kl. 14:49
Jú, jú. Í raun má auðvitað má segja að ástandið sé óhæfum stjórnmálamönnum að kenna. Það sem ég er að segja er að við berum öll sameiginlega ábyrgð á gerðum þeirra. Ekki bara þeim gerðum sem okkur líkar. Ásakanir hjálpa ekki en það er óþarfi að láta eins og ekkert hafi gerst.
Sæmundur Bjarnason, 11.10.2008 kl. 15:41
Úps. Ætlaði að hafa þetta meira en ýtti ávart á sendihnappinn.
Vel má hugsa mönnum þegjandi þörfina. Pólitískar línur í landinu gætu vel breyst verulega við næstu kosningar. Núna er mikilvægast að rykið setjist og einhver yfirsýn náist.
Sæmundur Bjarnason, 11.10.2008 kl. 15:44
þú ert nú meira helvítis fíflið!ekki kaus ég þessa hormung yfir mig,og svo ætturu að passa þig betur í því að vera ekki að tala af þvílíkri heimsku um mál sem þú hefur ekki hundsvit á ég sjálfur er í AA samtökunum og þau björguðu lífi mínu og svo kemur fram heimskingi eins og þú og ætlar vera með einhverjar fyllyrðingar um eitthvað sem þú veist ekkkert um ,betra væri að þú og álíka vitleysingjar létuð ekki í ykkur heyra.
sveinbjörn sverrisson 11.10.2008 kl. 17:47
Ef Sæmundur er fífl vil ég vera það líka.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.10.2008 kl. 20:55
Ef einhver ætti að láta vera að tjá sig hérna, finnst mér það vera Sveinbjörn með sinn fúkyrðaflaum.
Ég ætla að ganga í fíflahópinn.
Anna Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 10:40
Og..... ég hefði gaman af að sjá vísu Steins á vindlapakka Benedikts.
Anna Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.