469. - Ástandið er að verða alvarlegt

Það er ekki vegna þess að ég hafi ekkert að segja sem ég bloggaði ekkert í gær. Ég var bara annað að gera. Í dag hefur svosem verið nóg að gera líka en ætli ég bloggi samt ekki smá.

Eru bloggin mín alltaf að styttast? Hvernig skyldi standa á því? Nóg er samt að gerast út um allt. Skyldi mér þykja því verra að blogga sem meira gerist? Getur verið að ég hafi minna að segja en áður? Er þetta merki um að ég sé að verða hálfleiður á blogginu? Þessu nýja tæki sem gerir svo mörgum lífið leitt en gleður fáa. Ég skil þetta bara ekki.

Hann ætlaði að hugsa en hætti við
og hélt bara áfram að tala.

Svo segir í þekktri stöku. Getur verið að ég sé farinn að blogga hugsunarlaust? Eða hugsa bloggunarlaust? Og það þegar bloggarar eru sífellt að verða sýnilegri og áhrifameiri.

Ég verð að fara að taka mig á. Það á bara ekki við mig að blogga um það sem á dagana drífur svona hversdagslega. Ég held líka að lesendur mínir vilji ekkert endilega fá að vita mitt álit á efnahagsmálunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er oft þannig að þegar mikið gengur á í lífinu þá hefur maður minni hug á því að setjast niður og skrifa.. allavega virkar það þannig hjá mér.

Óskar Þorkelsson, 5.10.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef áhuga á að vita álit þitt á efnahagsmálunum. Þú gætir til dæmis kíkt á færslu sem ég var að setja inn rétt í þessu, horft á öll myndböndin sem þar eru og skrifað langa færslu um hvernig þú upplifir það sem mennirnir eru að segja í ljósi þess sem þú upplifir veruleikann í dag.

Og hananú! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.10.2008 kl. 02:40

3 Smámynd: Beturvitringur

Þegar of mikið gengur á í þjóðfélaginu (eða annars staðar í heiminum) eru svo margir sem þurfa að segja svo mikið um málefnið að maður lætur þá bara um bloggið.  Hefði maður lausn á vandanum (t.d. hvernig sljákka ætti í fellibylnum) væri líka sóun að setja hana bara á fálesið blogg.

Stundum skrifa bloggvinir og það margir, fróðlega pistla eða forvitnilega. Þá verður ekki nægur tími til skrifta.

Stundum gerist ekkert sem "kveikir á manni" og þá fer maður ekki að blogga, bara til að blogga. Allavega er ég ekki í fastri bloggvinnu sem þarf að skila á hverjum degi. Sumir virðast ekki komast í gegnum daginn án þess að blogga. Þótt færslan sé hvorki fugl né fiskur.

Við höfum sömu skoðun á persónulegum hversdagsskrifum. Vil hvorki skrifa né lesa um nýkoppvanin börn eða dauðsfall aldraðs frænda. 

Beturvitringur, 5.10.2008 kl. 03:41

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Góð komment!

Greinarnar þínar Lára Hanna les ég ætíð og finnst góðar. Verð samt að viðurkenna að ég fer ekki alltaf í þau ferðalög um bloggheima sem þar er boðið uppá. Sleppi líka stundum vídeóklippum og linkum í athyglisverð vídeó.

Auðvitað finnst mér margt vel athugað í mínum skoðunum á kreppunni. Skárra væri það. Ég vil þó frekar bíða og hugsanlega gera mín blogg skárri en ella, jafnvel þó það séu bara blogg. Þegar allir eru uppfullir af vísdómi um eðli mála þá er mér ofaukið.

Hversdagsleg skrif geta verið skemmtileg og í fáeinum tilfellum les ég þau reglulega. Hentar mér samt ekki að skrifa þannig.

Sæmundur Bjarnason, 5.10.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband