14.9.2008 | 00:10
450. - Um besservissera, Höskuld Björnsson og Miklahvell. Já og hvarf Bloggrýnisins
Það er einkenni á sumu fólki að það þykist vita miklu meira en það veit. Eiginlega næstum því allt. Þessvegna er eðlilegt að kalla það besservissera. Ekki er auðvelt að viðurkenna að maður sé sjálfur þessu marki brenndur. Mér finnst ekki mikið mál að viðurkenna að ég hafi rangt fyrir mér einstöku sinnum. Sumir komast aldrei almennilega á besservisserastigið og ættu að kætast yfir því. Það er nefnilega sagt að erfitt sé að komast niður aftur. Besservisserar telja sjálfum sér trú um að þau örfáu svið sem þeir skilja ekki fullkomlega skifti í rauninni afar litlu máli. Besservisserar eru stundum erfiðir í umgengni en aðstandendur og fjölskylda geta með tímanum lært á þá og jafnvel stjórnað þeim að vissu marki. Þeir geta verið ágætir til vinnu og eru stundum hörkuduglegir. Um daginn kom ég í sýningarsalinn Einars Hákonarsonar í Hveragerði. Þar hefur nú aðsetur, ef ég man rétt, Listasafn Árnessýslu. Þarna var sýning á verkum Höskuldar Björnssonar. Höskuldur teiknaði og málaði fugla flestum betur. Ég man vel eftir Höskuldi. Hann var hlédrægur og fyrirferðarlítill maður og tranaði sér yfirleitt ekki fram. Ekkja Höskuldar rak lengi kaffihús í húsi þeirra eftir að Höskuldur dó. Skömmu fyrir lát sitt hafði Höskuldur komið upp allstórum sýningarsal áföstum íbúðarhúsinu og þar hygg ég að kaffihúsið hafi verið. Aldrei kom ég samt þangað. Ef ég fer þá fer ég ber. Þetta sungu þeir Dóri Höskulds (Halldór sonur listmálarans) og Haukur prestsins (séra Helga Sveinssonar) einu sinni margoft með mikilli tilfinningu. Ekki man ég þó tilefnið. Mér finnst þetta Miklahvellsfjas allt mjög merkilegt. Reyndar fannst mér heimsendaspárnar vera í vitlausari kantinum. Hefði ég verið að blogga þegar Halleys halastjarnan var hér á ferð síðast (eða var það næstsíðast) hefði ég kannski varað menn við að vera úti að flækjast þegar Jörðin þeyttist í gegnum halann á henni. En það var þá og núna er það CERN og ofurhraðallinn ógnarlangi sem umræðan snýst um. Þegar farið verður að vinna við þetta skrímsli má búast við að vísindaleg þekking taki stökk fram á við. Skilningur á alheiminum gæti farið vaxandi og nýjar kenningar komið fram. Bloggrýnirinn er horfinn. Heimur versnandi fer. Ég sé ekki betur en búið sé að þurrka út allt sem þessi snillingur skrifaði. Athugasemdin sem hann/hún skrifaði í kommentakerfið mitt á föstudaginn er það eina sem ég finn. Æ, ég man ekki meira af þessu. Þetta gæti verið eftir Jónas og um Tómas. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Takk fyrir þetta.
Mér finnst að það verði að virða mér það til styrks að ég gengst þó við besservisseraheilkenninu og kalla mig fullum fetum "beturvitring"
Beturvitringur, 14.9.2008 kl. 01:23
Fór á þessa sýningu í sumar,með Guðrúnu tengdadóttur málarans.Fékk netta fortíðar þrá við frásögn þína af söng þeirra Dóra og Hauks.Halldór kunni urmul af vísum ekki allar "haleluja".Fékk netta fortíðarþrá við lesturinn. Takk.
Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2008 kl. 01:38
"Dáinn, horfinn, harmafregn
Hvílíkt orð mig yfir dynur"
Skelfing er að sjá Sæmund, sem ég annars les vegna fallegrar málnotkunar, fara svona vitlaust med ljóð. Og brageyrað heyrnarlaust líka :- (
besservisser, numero 2
S.H. 14.9.2008 kl. 05:55
Ég bid forláts!
Í ljódi Jónasar stendur " hvílíkt ord mig dynur yfir" Thad saerir mitt brageyra og vidbrögdin voru helst til snögg og á undan hugsuninni.
Thad er ekki tekid út med saeldinni ad vera besservisser Sleppi thví epitetinu.
S.H. 14.9.2008 kl. 06:25
Auður, mér líst vel á þessa kenningu. Helsti gallinn er sá að ég hef enga hugmynd um hver "Siggi gamli" er en það hlýtur einhver að vita það.
Sæmundur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.