Ég tek eftir því að ef ég skrifa um málfar eru heimsóknir og komment með mesta móti. Líklega hafa mjög margir áhuga á slíku og er það vel. Mér líkar samt ekki alltaf sú dómgirni sem ég þykist verða var við í þessum efnum. Kannski reyni ég að koma hugleiðingum um þetta að á næstunni. Get ekki stillt mig um að benda á nýjan bloggara hér á Moggablogginu. Hann segist heita bloggrýnirinn (bloggryni.blog.is). Þegar ég uppgötvaði hann hafði hann bara skrifað tvo pistla. Pistill númer tvö heitir sæmundarháttur í bloggi. Ég var alveg gáttaður þegar ég las hann. En svo flýtti ég mér að bjóða þessum snillingi bloggvináttu sem hann þáði. Eins gott að ekki var minnst á dægurlög í klukkinu því þá hefði ég lent í vandræðum. Tónlist er yfirleitt bara hávaði í mínum eyrum. Þó man ég eftir einu dægurlagi. Ég var að vinna uppi á Reykjum og Örn Jóhannesson kom með amerískan 45 snúninga glymskratta með sér úr einni bæjarferðinni. Hann kom einnig með nokkrar plötur og sagði að á þeim væru nýjustu og flottustu dægurlögin. Ég man að eitt að þessum lögum var "The Banana boat song" sem sungið var af Harry Belafonte. Þetta lag festist af einhverjum ástæðum í minni mér. Um svipað leyti kom Bill Haley og rokkið til sögunnar og allir þurftu að vera í hvítum peysum og svörtum gallabuxum með hvítum saumum. Af hverju veit ég ekki. Seinna komu svo sveitaböllin. Mesta fjörið var yfirleitt á Hvoli en aðrir staðir voru líka í lagi. Svo sem Hella, Aratunga, Þjórsárver, Selfossbíó og fleiri. Aðalhljómsveitin var auðvitað Hljómsveit Óskars Guðmundssonar. Sá um daginn í Kastljósi kvöldsins sýnt frá heimsókn til Bjarna E. Sigurðssonar. Þegar hann átti heima í Hveragerði í gamla daga var hann alltaf kallaður Baddi. Hróðmar og hann voru stundum kallaðir Hrói höttur og Baddi köttur. Já, Baddi var kattliðugur þá og varð seinna íþróttakennari. Eftir það fór hann svo í hestamennsku og var lengi eitthvað viðloðandi slík störf. Ég held að þetta með landnámshanana bæði uppstoppaða og lifandi sé fremur nýtilkomið. Jón Helgi Háldánarson vinur Badda og félagi var stundum dálítið fljóthuga og fljótmæltur. Einhvern tíma á hann að hafa sagt: "Ég, Baddi og þrjár aðrar stelpur fórum í óleyfisleysi niður í Þorlákshöfn." |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Saelir, sakna thess ad sja ekki myndir lengur hja ther Saemundur. En thad setur ljomandi brag a daginn hja mer ad sja myndir fra ykkur.
Er her i vinnuni tharr sem eru ekki til islenskir stafir en eg reini ad setja inn nokkrar myndir fra ferdinn okkar a naestu dogum.
Bestu Kvedjur Benedikt.
Benedikt Gudmundsson 11.9.2008 kl. 11:53
Það er hægt að hafa yfir heilar bögur. Án þess að rímið þekkist þegar þær eru nógu alþýðlegar.
Ég þekki fáar svona vísur en ef manni er sagt að um vísu sé að ræða er yfirleitt ekki mikll vandi að finna útúr því. Fyrri setningin er vísa en sú seinni ekki mér vitanlega.
Sæmundur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 16:10
Úps. Þetta var lélegt hjá mér. Það er engin ástæða til að hafa punkt á eftir bögur. Viðurkenni það. Í seinni málsgreininni hefði ég ekki átt að tala um setningar heldur málsgreinar. Og þetta hér er áreiðanlega ekki vísa.
Sæmundur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.