Sigurður Hreiðar gagnrýnir stundum lélegt málfar. Mest að sjálfsögðu fjölmiðla eins og mbl.is og er það maklegt. Um daginn var hann að finna að því við Salvöru Gissurardóttur að hún fallbeygði ekki kvenmannsnafnið Rut. Hildur Helga Sigurðardóttir kallaði Sigurð háaldraðan málfarspervert fyrir nokkru. Hann tók nafngiftina að minnsta kosti til sín að ég held. Þetta með málfar, stafsetningu og þessháttar er alltaf öðru hvoru til bloggumræðu.
Í árdaga Internetsins á Íslandi var mjög hamrað á því að ekki skyldi gagnrýna þá fyrir málfar sem skrifuðu á Netið. Það væri nógu erfitt að fá sem flesta til að tjá sig og þeir sem væru vel að sér um þessa hluti ættu engan forgangsrétt að umræðum á Netinu. Sú hætta væri nefnilega fyrir hendi, að þeir sem vissu sig ófullkomna að þessu leyti, hættu við að tjá sig. Auðvitað ættu menn samt að vanda sig eftir megni. Að gera það ekki væri lítilsvirðing við lesendur. Gagnrýni eða vissar tegundir hennar væri þó ekki hægt að banna en aðrir gætu leitt hana hjá sér ef þeim sýndist og margir töluðu fyrir því að svo væri gert varðandi gagnrýni um málfar og stafsetningu.
Þetta er orðið mjög breytt núna hvað varðar þáttöku í umræðum á Netinu en mér finnst samt að þetta sjónarmið eigi talsverðan rétt á sér þegar einstaklingar eiga í hlut. Gera má þó kröfur um málfar til bloggara sem mikið eru lesnir. Sömuleiðis er sjálfsagt að gagnrýna fjölmiðla og stjórnvöld fyrir slæmt málfar.
Ef þeir sem skrifa á Netið gera sig bera að lélegu málfari mega þeir að sjálfsögðu eiga von á því að mun færri hafi áhuga á því sem þeir skrifa en ella mundi vera. Ef þeir skrifa skiljanlegt mál og ná nógu vel til þeirra sem þeir ætla sér þá finnst mér vera alveg í lagi þó málfarið sé ekki hundrað prósent.
Auðvitað segja þeir sem amast við slæmu málfari að með þessu afskiptaleysi hljóti málinu að fara hrakandi og kannski hafa þeir rétt fyrir sér. Það er þó óþolandi að einhver málfarselíta ákveði hvernig segja megi hlutina. Þeir sem vilja tjá sig eiga að geta gert það án þess að eiga á hættu að fundið sé of mikið að því hvernig þeir gera það.
Hvað mannsnöfn snertir sérstaklega finnst mér að nafnberar eigi að ráða um fallbeygingar og stafsetningu. Þó sumum finnist oft einboðið hvernig hlutirnir eigi að vera getur vel leikið vafi á um þessi mál. Ef Rut vill ekki að nafnið sitt sé fallbeygt finnst mér að þeir sem af því vita eigi að virða það. Aðrir nota að sjálfsögðu þann hátt sem þeim finnst fara best eða fara rangt með óviljandi og Rut getur fundið að því ef henni sýnist.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Nei.. Sæmundur minn!!! Einhverjar klaufavillur eða stafsetningarvillur eiga alveg rétt á sér... alveg rétt!! ... og við verðum líka að vera umburðarlynd gagnvart lesblindu fólki.... alveg rétt!! EN það er ekki hægt að líða, að fólk sem ætti að vita og kunna betur "hálf nauðgi" okkar sérstaka tungumáli...... það verður að kenna þeim hið rétta!! .. og sem betur fer er enn til fólk eins og S.H. sem þorir að benda fólki á hið rétta!!!
Edda 5.9.2008 kl. 01:02
Slík skrif sem þín núna gleðja mitt pervertíska málfarshjarta :) Líka gleðilegt að sjá aths. Eddu
Beturvitringur, 5.9.2008 kl. 05:35
Sæll
Ég verð að taka undir með þér, einstaka villur, stafsetninga eða málfars, eru ekki það sem gerir útslagið. Ég hef hinsvegar tekið eftir nokkrum moggabloggurum sem ég get ekki lesið sökum arfaslaks málfars. Ég einfaldlega skil þá ekki. Sem lesandi sneyði ég hjá slíku.
Anna
Anna 5.9.2008 kl. 06:47
Algjörlega sammála Önnu.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.9.2008 kl. 07:30
Ég sé að það er búið að skilgreina þetta blogg.
Yngvi Högnason, 5.9.2008 kl. 08:31
Púkayfirlesturinn finnur nú flestar innsláttarvillur, þannig að það er engin afsökun fyrir þeim - vandamálið er hins vegar að ef fólk skrifar einfaldlega lélegt mál (eða málfræðilega rangt) þá eiga margir (undirritaður þar á meðal) erfitt með að taka viðkomandi alvarlega.
Púkinn, 5.9.2008 kl. 09:37
Sammála, ekki hægt að vera með rauða pennan á öllu sem skrifað er á blogginu. En ástkæra, ylhýra stendur gjarta mínu nær. Púkinn ætti að duga fyrir flest.
P.S. mitt má gjarnan fallbeygjast.
Rut Sumarliðadóttir, 5.9.2008 kl. 12:34
Eins og þú réttilega bendir á hef ég að mestu látið við sitja að reka hornin í slæma meðferð móðurmálsins í fjölmiðlum. Ég held að hornið sem ég rak í Salvöru sé hið eina sem ég hef rekið beint í bloggverja. En tilefnin eru svo sem næg og ég á sérlega bágt með að stilla mig þegar í hlut á fólk úr stéttum sem ég vil gera kröfu til að fari vel með málið okkar, svo sem fjölmiðlungar, kennarar og stjórnmálamenn, svo fáir séu nefndir. Hins vegar virði ég það sjónarmið að menn eigi að fá að tjá sig og skoðanir sínar, hversu lakir sem þeir eru í réttritun. Verra þegar hver málvitleysan ríður annarri hjá þeim.
Og í lokin: ég geri engan mun á því hvort kynið á nafnið, ég ætlast til að öll mannsnöfn séu beygð eins og tilefnið krefst.
Sigurður Hreiðar, 5.9.2008 kl. 12:37
Sigurður, ég hugsa að við séum sammála um flest í þessu efni nema þá helst varðandi mannanöfnin. Mér finnst þau vera svo mikill hluti af lífi fólks að það eigi að ráða því sjálft, ef það vill, hvernig með þau er farið. Útlend nöfn geta vel átt sér þegnrétt á íslensku. Mér finnst of mikið af því góða að krefjast þess að fólk skipti um nafn.
Sæmundur Bjarnason, 5.9.2008 kl. 13:24
Rétt skal vera rétt. Fólk ræður því ekkert sjálft hvernig nöfn eru t.a.m. beygð. Um það gilda reglur og eftir þeim skal fara. Það er munur á umburðarlyndi og algeru stjórnleysi. Það kemst enginn upp með að nota mannsnafnið Örn sem Örns í eignarfalli, jafnvel þótt viðkomandi finnist það fallegra. Ekki frekar en einstaka ökumenn taki upp hjá sjálfum sér að stanza á grænu og aka yfir á rauðu, einfaldlega vegna þess að þeim finnst rauði liturinn fallegri.
Ég er fullur umburðarlyndis gagnvart innsláttar- og klaufavillum en sóðaleg meðferð móðurmálsins verður ekki liðin.
Emil Örn Kristjánsson, 5.9.2008 kl. 16:17
Eitt í viðbót: Það er til Jacks, Jack...
Emil Örn Kristjánsson, 5.9.2008 kl. 16:18
Ég fagna öllum málfarshvetjandi umræðum, gott að vita að ég er ekki ein um leiðréttingarnar.
Ég er reyndar best þekkt fyrir að leiðréttingar á stafsetningarvillum hvar sem ég fer og hvort sem fólk kærir sig um eða ekki.
Ísdrottningin, 6.9.2008 kl. 02:09
Af hverju notar fólk ekki púkafjandann fyrst okkur er boðið upp á hann. Ég játa fúslega að mér sárnar þegar ég sé góðan texta skemmdan með vondri stafsetningu. Það er þó ekki prófsteinn á gáfur folks hvort það hefur nákvæma málkennd eða brenglaða eins og sumir virðast telja. Fæstir eru jafnvígir á allar greinar þekkingar. Mér sárnaði þegar ég varð uppvís að því sem barnakennari að bíða lægri hlut fyrir nemanda mínum í stærðfræði. Vona nú að það fari ekki lengra.
Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 00:42
Ég dái vel ritað og talað mál. Það minnkar þó ekki manngildi þeirra sem ekki við það ráða.
Beturvitringur, 7.9.2008 kl. 01:01
Ég sé það núna að ég gleymdi að fella út orðið "að" þegar ég var að breyta textanum hér að ofan áður en ég sendi hann frá mér *skellir upp úr* Gott á mig fyrir að setja mig á háan hest.
Ég hef áhyggjur af því að börnin okkar nái ekki nægum tökum á rituðu máli og stafsetningu því svokallaður sms stíll eða styttingamál og talmál ræður ríkjum hjá þeim.
Ég hef reyndar líka áhyggjur af málvitund okkar, mér er tamt að nota ýmis orð sem ég ólst upp við og sjást varla lengur á prenti (nema í eldri bókum) og heyrast varla lengur í mæltu máli (já ég skrifa ekki bara svona, ég tala svona líka) og ég rek mig á það aftur og aftur að fólk skilur mig ekki.
Ísdrottningin, 7.9.2008 kl. 01:46
Ísdrottning, gleður mig að "hitta" þig sem líka er litið stórum, spyrjandi augum, þegar maður notar "eldri" orð.
Þú sagðir það e.t.v. gott á þig að gleyma e-u í textagerð, en það er nefnilega málið. Þótt maður vilji halda í gott mál, þýðir það ekki að maður þykist alvitur. Alltaf gleðst ég þegar mér er bent á e-a vitleysuna í mér... þannig lærir maður. Skárra væri nú líka ef maður tæki ekki tiltali, þegar það er eftirlætisiðja manns sjálfs :)
Beturvitringur, 7.9.2008 kl. 03:01
Það gleður mig einnig að 'hitta' þig.
Ég vil vera látin vita ef ég geri villur og því reikna ég alltaf með að aðrir séu sama sinnis en svo er víst ekki um alla. Þar að auki þarf að hafa sig allan við til að glata ekki máltilfinningunni þegar ambögurnar og vitleysurnar eru allt í kring um mann, allstaðar, líka þar sem síst skyldi. Ég vil ekki verða samdauna í vitleysunni.
Mér þykir það vera gáfumerki að geta tekið leiðréttingum og ábendingum.
Ísdrottningin, 7.9.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.