2.9.2008 | 00:15
438. - Öllu blandað saman eða blandað í svartan dauðann eins og Steinar Sigurjónsson hefði líklega sagt
Salvör segir í kommenti í gær að tjáningarfrelsinu fylgi að ribbaldalýður hafi líka tjáningarfrelsi. Þetta er alveg rétt hjá henni. Tjáningarfrelsið getur ekki virkað bara í aðra áttina. Punktur og pasta. Þeir sem blogga með hvítum stöfum á svartan grunn vilja annaðhvort ekki að neinir lesi það sem þeir skrifa eða hafa engan skilning á því hvað felst í því að lesa. Jóhannes Ragnarsson er mikill eðalbloggari og gerir endalaust sögur um allan þremilinn. Sjálfur er ég sennilega alltof alvarlegur yfirleitt. Ólympíuleikanna í Kína verður í framtíðinni varla minnst vegna úrslitanna í handboltakeppninni nema á Íslandi. Annarsstaðar verður þeirra einkum minnst fyrir afrek tveggja manna. Sundmannsins bandaríska Michael Phelps og hlauparans Usain Bolt frá Jamaíka. Báðir eru þeir ótrúlegir íþróttamenn. Hörður Haraldsson var góður kennari og frábær hlaupari. Stór og stæðilegur, snemma sköllóttur, góður teiknari og ótrúlega skapgóður. Eftir því sem ég les meira um Palin kemst ég meira og meira á þá skoðun að það hafi verið mikil mistök hjá McCain að velja hana. Þetta leit vel út í fyrstu en gæti átt eftir að kosta McCain sigurinn í forsetakosingunum. Einhvern tíma var Hörður á Kvennaskólanum að reyna að ná sér niðri á okkur krökkunum þegar við vorum að stríða honum á fyllibyttustandinu en fann ekki upp á neinu betra en að kalla mig Sæmund í kexinu. Esjukex var ferkantað en Frónkex kringlótt. Kremkex var í verslunum geymt í sérstökum skápum og selt í lausri vigt. Beinlínis fíflalegt hjá Steingrími Jóhanni að vera að kvarta yfir vínarbrauðsleysi. Er þessum aumingjum ekki sjálfrátt? Líklega gæti ég klifrað hærra á Moggabloggsvinsældalistanum ef ég linkaði meira og skrifaði oftar. Ef hægt væri að fara með blogg í rúmið í stað bóka mundi ég gera það. Bækur eru að verða úrelt þing. Ég hugsa að Ómar Ragnarsson ætli að bjóða sig fram til þings aftur í næstu kosningum. Það er stundum gaman að lesa bloggið hans en mér finnst hann vera að undirbúa jarðveginn fyrir hugsanlegt framboð. Dagblöð sé ég sjaldan og les næstum aldrei. Sjónvarpsfréttir horfi ég á og svo les ég blogg alveg undir drep. Kannski er þetta blogg einkum frábrugðið öðrum sem ég hef skrifað að því leyti að greinaskilum er sleppt. Æ ég held að þetta sé að verða nóg.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú hefur þurft um víðan völl til að finna allan þennan fróðleik. Samsinni inntakinu.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.9.2008 kl. 00:36
Þessi kex-Sæmundur er að verða frægur þessa dagana, kannski eftir að „Sæmundur í sparifötum“ komst í spurningakeppnina. Sumir halda að hann hafi verið starfsmaður hjá Frón eða Esju en ég var að heyra að hann hafi rekið kexverksmiðjuna Esju áður en hún sameinaðist Frón. Þetta er allt fyrir mína tíð en faðir minn vill meina að gæluheitið „Sæmundur í sparifötum“ hafi komist komist á eftirá, þ.e. eftir að hætt var að framleiða umrætt kex … og nú fæ ég mér kex.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2008 kl. 00:45
Ég kann nú alltaf betur við að hafa greinaskil...
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 00:46
Þetta var nú bara ágætis hrærigrautur, hrærigrautur sem á ekki að hafa greinaskil.
Yngvi Högnason, 2.9.2008 kl. 08:27
þetta er góður grautur.
alva 2.9.2008 kl. 09:04
Sæmundur þessi sem minnist er á í athugasemd, bjó á Sjafnargötu 2 og var oft kallaður Sæmundur í kexinu og stytt í Sæmi Kex. Sonur hans Ólafur, var líka stundum kallaður Óli Kex! - Þetta virtist stefna í ættarnafn! Þetta var nú bara græskulaust grín, og um öndvegisfólk að ræða. Mér er í minni að Sæmi var með fjárbúskap einhversstaðar á Reykjanesi og var stndum með kindur á jeppakerrunni sinni sem biðu jarmandi þarna í götunni meðan Sæmi skrapp inn í hádegismat. Eitthvað að flytja til féð. Hann átti jafnvel til að vera með jarmandi lömb (heimalninga) í garðinum hjá sér á Sjafnargötunni. Ég sá aldrei Sæmund á sparifötunum, man hann einungis klæddan eins og bónda ofna úr sveit í vinnubuxum, lopapeysu og með húfuna! þótt forstjóri væri. - Það skyldi þó ekki vera skýringin á nafni kremkexsins?, sem var miklu dýrara og fágætara en "beinakexið"! - "Humoristum" þótt það sjaldgæf sjón að sjá "Sæmund á sparifötunum"!
Kjartan Jónsson 3.9.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.