431. - Hlynur Þór Magnússon er orðinn Moggabloggari aftur - hthmagn.blog.is

Ég sé að Hlynur Þór Magnússon er farinn að blogga aftur á Moggablogginu. Að þessu sinni ekki undir maple123.is heldur hthmagn.blog.is og líklega er hann ekki orðinn forsíðubloggari ennþá en varla verður þess lengi að bíða.

Gamla myndin af honum er samt ennþá á bloggvinalistanum mínum úti í kuldanum. Ég bauð honum áðan bloggvináttu og hann þáði hana. Ef ég logga mig inn og skoða bloggvinalistann þar eru bæði hthmagn og maple123 þar. Ég skil þetta ekki almennilega.

Morgen morgen nur nicht heute
sagen alle faulen leute

Þetta var mér einhverntím kennt og sagt að væri þýska. Vel getur það verið en betri útgáfu af þessum málshætti kenndi Hörður Haraldsson spretthlaupari og þýskukennari mér eitt sinn þegar ég var við nám á Bifröst. Sú útgáfa er á íslensku og hljómar þannig: Frestaðu því aldrei til morguns sem þú getur alveg eins gert hinn daginn. Venjulega held ég samt að þessi málsháttur sé þýddur með þeim íslenska sem er þannig: Á morgun segir sá lati.

Ég er semsagt tekinn upp á því að blogga oftar en einu sinni á dag til að koma sem mestum skrifum að. Veit samt ekkert hvort ég held því áfram.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvur veit nema félagi þinn komist í vínarbrauðs- og snittuveisluna

vinnufélagi minn spurði mig í dag hvort ég væri í klíkunni hans Styrmis. það var víst vitnað í bloggið mitt í Mogganum í dag. ég er þó enn bara upp á þurrt brauð og vatn kominn. engar snittur hér.

Brjánn Guðjónsson, 26.8.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Sæll, ágæti Sæmundur. Hver veit nema ég geri á næstu dögum grein fyrir undarlegu ferðalagi mínu. Þar á ég ekki við tilveru okkar, sem er undarlegt ferðalag, heldur ferðir mínar milli tilverustiga í bloggheimum - eftir því sem ég skil þær. Að flestu leyti er ég þar að vísu skilningslaus, en skilningsleysi er algengasta stig skilnings, eins og kunnugt er. Umsjónarmenn bloggkerfa skilja þar allt en eru ekki mjög útbærir á þekkingu sína, að mér virðist.

Hlynur Þór Magnússon, 26.8.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband