430. Líf í alheimi og að bíta í verðlaunapeninga

Listinn hans Bjarna frá í gær um mannfjölda bakvið verðlaun á Ólympíuleikum leiddi mig að áhugaverðri grein eftir Herman De Wael um líf í alheimi. Greinin er að vísu gömul og bláþráðótt en athyglisverð samt. Hvernig standa þessi mál núna? Ég man ekki eftir að hafa lesið nýlega og áhugaverða grein um þetta efni nú í seinni tíð. Hvernig nennir fólk eiginlega að hugsa um annað en þetta? Er SETI verkefnið enn í gangi?

Eftirminnilegast úr sjónvarpssýningum frá handboltanum á OL var þegar Guðjón Valur Sigurðsson lamdi hvað eftir annað með krepptum hnefum í hausinn á sér eftir að hafa skorað mark. Þá hafði hann klikkað nokkrum sinnum í dauðafærum.

Siðurinn að bíta í verðlaunapeninga er líklega frá Bobby Fischer kominn. Mér er minnisstætt að þegar hann varð heimsmeistari í skák árið 1972 og Max Euwe afhenti honum verðlaunapening til sönnunar um það var Fischer mikið að velta því fyrir sér og ræða við Euwe hvort peningurinn væri úr ekta gulli eða ekki. Gott ef hann beit ekki í peninginn til að athuga það.

Smátt og smátt ágerðist það að bíta í verðlaunapeninga og mér fannst alltaf eins og fólk væri með því að draga í efa að þeir væru ekta og finnst það enn. Vala Flosadóttir beit í sinn bronspening frá Sidney og ekki sé ég betur en að handboltamennirnir bíti með tilþrifum í sína silfurpeninga. Asnalegur siður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Að bíta í pening er álíka kjánalegt og að frussa úr flösku yfir nærstadda á verðlaunapalli sumra "íþróttagreina".

Yngvi Högnason, 27.8.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband