17.8.2008 | 00:14
421. Ímyndað viðtal við ímyndaðan ofurbloggara
Blaðamaður Moggabloggstíðinda tók nýlega viðtal við bloggarann Sæmund Bjarnason og fer það hér á eftir: BMB: Nú ert þú búinn að blogga manna lengst hér á moggablogginu. Hvenær byrjaðirðu á þessu og hvernig stóð á því? SB: Það er tæpast rétt hjá þér að ég hafi bloggað manna lengst hér. Mig minnir að ég hafi byrjað í árslok 2006. Ástæðan var aðallega sú að ég hafði gengið lengi með þetta í maganum og ákvað að prófa þegar ég sá hve einfalt og auðvelt þetta er. Nú er þetta orðið að einskonar ávana. BMB: Urlið hjá þér er: saemi7.blog.is. Hvaða sjö eru þetta? SB: Sjö er bara mín uppáhaldstala. Mig minnir líka að tölustafslaus saemi hafi verið frátekinn þegar ég byrjaði. BMB: Hvaða fólk er þetta á hausmyndinni hjá þér? SB: Já það. Þetta er gömul mynd tekin í Hveragerði. Gunnar Helgi gerði þessa mynd fyrir mig og þarna er til dæmis pabbi hans. Einnig Bergþóra Árnadóttir og fleiri. Viltu vita nöfnin á öllum? BMB: Já, því ekki það. SB: Talið frá vinstri: Björgvin Bjarnason, Margrét Árnadóttir, Eysteinn Gunnarsson, Bergþóra Árnadóttir, Vignir Bjarnason og Jón Sverrir Árnason. Annars getur vel verið að ég setji nýja hausmynd einhvern tíma. Myndin af mér sjálfum er heldur ekki góð. En ég myndast nú alltaf svo illa. BMB: Takk fyrir þetta. Ég hef tekið eftir því að þú bloggar langmest um blogg. Er hægt að blogga endalaust um blogg? SB: Já, líklega er það hægt. Þetta er hvorki meira né minna en nýr samskiptamáti og engin hætta á að hann hverfi fljótlega. BMB: En lestu mikið af bloggum annarra? SB: Talsvert. Ég er aftur á móti næstum hættur að lesa dagblöð. Les bækur, horfi svolítið á sjónvarp og vafra um á Netinu. Fjölmiðla- og Netneysla fólks hér á landi er með ólíkindum mikil. Þetta með Netið er svolítið eins og að ganga í björg. Hjá flestum hljóta samskiptin í kjötheimum að minnka eftir því sem Netsamskiptin aukast. Það er ekki bara moggabloggið eða blogg yfirleitt sem vex sífellt. Önnur samskipti á Netinu fara líka sívaxandi. Leikjafíkn þar getur orðið verulegt vandamál. Einhverja frétt sá ég um daginn þar sem sagt var frá því að fólk skíti jafnvel í pizzukassa til að þurfa ekki að yfirgefa tölvuna augnablik. Vonandi verða bloggarar aldrei svona. BMB: En er ekki hægt að ganga of langt í þessu eins og flestu öðru? SB: Jú, eflaust. Þegar fólk situr kannski við tölvu í vinnunni og fer svo beint í heimatölvuna og eyðir þar mestöllum vökutímanum sem eftir er, þá er hætta á ferðum. BMB: Hvað ertu lengi að skrifa hvert blogg? SB: Það er ákaflega misjafnt. Stundum er ég skotfljótur en stundum óralengi. Ég er þó svo heppinn að ég get oft eytt tímanum í vinnunni í þessi ósköp. Ég er nefnilega næturvörður. Ég ímynda mér oft að ég geti minnkað þann tíma sem ég eyði í annað net-tengt ef ég er lengi að blogga en auðvitað er það misskilningur. Ég þarf að lesa önnur blogg og ýmsar síður, leika í bréfskákum, lesa netmiðla, kommenta hjá öðrum og svo framvegis og framvegis og tíminn flýgur. Annars er þetta komið hátt á aðra síðu hjá okkur og bloggin mín mega helst ekki vera lengri en þetta. Sjáumst seinna. Þar með var ofurbloggarinn rokinn til að setja þetta viðtal á bloggið sitt. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég tók eftir að hvergi var setningin :segir ofurbloggarinn og hlær. Var þetta svona alvarlegt viðtal?
Yngvi Högnason, 17.8.2008 kl. 08:46
Kosturinn við ímynduð viðtöl er að þau geta verið alvarleg eða hlægileg allt eftir því sem lesandinn ákveður. Ef þetta viðtal er alvarlegt þá er það vegna þess að blaðamaðurinn var alvarlegur. Ég held að hann hafi skrifað þetta eftirá.
Annars er það alveg rétt hjá þér, það gæti verið miklu léttara yfir þessu.
Sæmundur Bjarnason, 17.8.2008 kl. 15:42
Snilldarviðtal.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.8.2008 kl. 16:56
Takk fyrir bloggið Sæmundur.
Þetta var nú eiginlega skot á misvitra blaðamenn frekar en að mér væri skilnings vant á eðli færslunnar. Svona hláturssetning er í ansi mörgum viðtölum en samt held ég að sá blaðamaður sem sagði frá því í viðtali við blindan mann fyrir skömmu, að "hann horfði ástúðlega á konu sína", fái kjánaverðlaunin.
Yngvi Högnason, 17.8.2008 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.