18.7.2008 | 00:20
392. - Um náttúruvernd og fleira
Í gær leiðrétti ég það sem mér virtist vera misskilningur sumra varðandi svalaræktunina að Auðbrekku 29 en gleymdi að geta þess að konan mín Áslaug Benediktsdóttir bloggar öðru hvoru á heimasíðunni sinni sem er 123.is/asben. Í gær birti hún þar ljómandi fallega ljósmynd og fáein minningarorð um Indriða Indriðason ættfræðing. Siguður Hannesson á Villingavatni auglýsir jörðina sína í forsíðuauglýsingu í DV. Kannski á hann ekki sjálfur frumkvæðið að auglýsingunni og eflaust er hægt að selja jörðina fyrir mikið fé án auglýsingar en forsíðuauglýsing er forsíðuauglýsing. Þó kallinn sé ekki til í að selja jörðina akkúrat núna er það ekki nein forsíðufrétt og hann selur hana áreiðanlega fyrr eða síðar eða erfingjarnir er ekki vill betur. Nú er komið í ljós að allir segjast vilja gera allt fyrir heimilislausa. Búið er að kaupa einhverja gáma sem hægt er að nota sem íbúðir en þá vill bara svo til að hvergi er hægt að láta þá vera og því er jafn illa komið fyrir heimilisleysingjum og áður. Verr þó, ef eitthvað er, því fram að Guðmundarmálinu héldu sumir þeirra til í Byrginu áður en þeir voru reknir út á Guð og gaddinn. Þetta er eiginlega svona dæmigert Breiðuvíkurklúður. Kannski er öllum sama úrþví það bitnar ekki á börnum. Skrif um náttúruvernd, global warming, mengun og allt það hefur aukist alveg gríðarlega að undanförnu. Áhugi minn á þessum málum hefur ekki aukist nærri því eins mikið og afleiðingin er sú að minna og minna af því sem skrifað er um þessi mál nær til mín. Sú mettun sem orðin er varðandi þessi mál er atriði sem náttúruunnendur ættu að athuga alvarlega. Stuðningur við sjónarmið þeirra er gríðarlegur í skoðanankönnunum en skilar sér ekki í kosningum. Gamli fjórflokkurinn er alveg útfarinn í því að finna hvað það er sem kjósendur vilja helst heyra. Nýjabrumið af náttúruverndinni nær ekki inn í kjörklefana hvað sem veldur. Flokkarnir reyna líka að gera þessi mál að sínum og soga þannig til sín þann kraft og áræðni sem þar er að finna. Ég sé þó ekki betur en Ómar Ragnarsson ætli að reyna að þrauka fram að næstu kosningum í þeirri von að stuðningur við náttúruvernd fari vaxandi. Kannski verður nýtt þensluskeið hafið þegar næst verður kosið. Mikið er fjasað þessa dagana um aðgengi að kerinu í Grímsnesi og í framhaldi af því að öðrum náttúruperlum. Ég er hallur undir málflutning jarðeigenda en er þó hræddur um að peningaöflin ætli að vinna þetta mál með hægðinni. Þegar ferðamenn verða farir að sætta sig við að borga fyrir að sjá verður eftirleikurinn auðveldari. Svo eru nokkrar myndir í restina. Þetta er greinilega fyrrverandi sendibíll. Hvaða hlutverki hann gegnir þarna veit ég ekki. Já, það veitir ekki af að styðja helvítið. Ég er ekki frá því að hann sé farinn að hallast. Þetta er líka af svölunum við Auðbrekkuna. En ekki þessi eftir því sem ég best fæ séð. Nammi namm. Þetta er nú reyndar bara mynd af bíl. Eða hluta af bíl nánar til tekið. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég var oft í Ytra-Fjalli sem krakki en ég ólst upp í Aðaldal. Gæðafólk frá þeim bæ, afkomendur Indriða Indriðasonar.
Rosalega fallegar myndir hjá ykkur hjónunum.
alva 18.7.2008 kl. 02:25
Skemtilegar myndir hjá þér Sæmundur og verulega gamann að lesa hjá þér bloggið við sjáumst nú vonandi í næsta mánuði.
Bestu Kveðjur Benedikt (Frænidi ykkar) Guðmundsson
Benedikt Guðmundsson 18.7.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.