390. - Dauðinn, Guð, Sigurður Þór og ýmislegt annað

"Miklar skoðanir eru fyrir einfeldninga og fífl. Og miklar skoðanir vaða alveg uppi á blogginu sem annars staðar."

Þetta segir Sigurður Þór á sínu bloggi og vissulega er mikið til í þessu hjá honum. Með mig verður skoðanaleysið samt stundum að allsherjar afsökun fyrir því að gera ekki neitt. Sem er líka slæmt.

Sigurður Þór segir ennfremur:

Það verður víst alltaf fjandinn laus ef ég minnist á guð.

Og ég kíkti á nýjustu guðdómlegu færsluna hjá Sigga. Jú mikið rétt 140 athugasemdir. Ég bara byrja ekki á því að lesa svonalagað. Það er þetta sem ég á við þegar ég segi að langir svarhalar séu leiðinlegir. Svo leiðinlegir að ég nenni bara alls ekki að lesa þá. Vonandi verða svarhalar hjá mér aldrei svona langir. Af skyldurækni mundi ég samt sennilega lesa öll kommentin en ekki ætlast til þess af öðrum.

„Aðgát skal höfð í nærveru sálar" minnir mig að Einar Benediktsson hafi sagt í einhverju kvæði sínu. Einar var mikill spekingur en ég er samt að velta fyrir mér hvort aðgátinni eigi að vera lokið þegar sálin er farin.

Vangaveltur hafa verið á blogginu og víðar um líksýningar. Allt held ég að þetta hafi byrjað með því að stjórnendur ungmenna sem voru að vinna við kirkjugarðana ákváðu að sýna krökkunum lík.

Öll endum við sem lík og ég er ekki frá því að sú fjarlægð sem hið íslenska nútímaþjóðfélag hefur ákveðið að setja á dauðann sé í raun óheilbrigt að gera.

Auk þess að enda óhjákvæmilega sem lík þá komumst við öll einhverntíma á æfinni í kast við dauðann. Er nægilega heppilegt að hafa allt lífið fram að því afneitað dauðanum af miklu kappi? Ég er allsekki viss um það en þetta er umhugsunarefni.

Áfallahjálp er mikið í tísku um þessar mundir. Oft tengist hún dauðanum og slysförum og áföllum allskonar. Er þessi sífellda áfallahjálp aðferð umhverfisins til að halda dauðanum í burtu þannig að sem fæstir verði varir við hann. Kannski. Lát ástvina eru alltaf erfið. Stundum getur áfallahjálp gert hlutina léttbærari. Ekki efast ég um það en fer ekki ofan af því að fjarlægð sú sem við sköpum á dauðann og allskonar hættulega sjúkdóma sé dálítið varasöm.

Í bloggfærslu minni í gær kallaði ég Benedikt Henry frænda minn. Þetta er auðvitað alls ekki rétt. Hann er frændi konunnar minnar. Blogg eru yfirleitt ekki lesin eins nákvæmlega yfir og ég geri mér í hugarlund að bækur séu. Þetta er meðal annars sá munur sem ég sé á bloggi og bókum. Sama ætti auðvitað að gilda um dagblöð. Svo er þó greinilega ekki því vitleysur af öllu tagi vaða þar uppi. Auðvitað er ég með þessu bara að afsaka sjálfan mig og það er ekki nema mannlegt.

IMG 1890Svona eru bláberin orðin á svölunum hjá okkur.

IMG 1887Og svona grænkálið.IMG 1882

Pepsi náði forystunni í sjálfsalastríðinu mikla þegar stigarnir fyrir litla fólkið fóru að fylgja með sem staðalbúnaður.

IMG 1883


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Sums staðar forðast fólk ekki dauðann. Siður/hefð/lenska, mikið ræktuð t.d. í Mexikó, talin arfleifð Azteka. M.a. er farið í kirkjugarða, haldið partí þar og smálögg dreypt á leiðið (umfjöllun)

Beturvitringur, 16.7.2008 kl. 00:26

2 identicon

mmmm ég fæ vatn í munninn að sjá grænkálið þitt, voðalega er erfitt að fá grænkál...nema rækta það sjálfur...ég ætla sko að gera það næsta sumar og næpur namm...en þetta er aldeilis búskapur á svölunum þínum!!Meira að segja bláber!

alva 16.7.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú ættir endilega samt að líta á þennan svarthala. Hann er oft bráðfyndinn. Og mikið um !

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.7.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Beturvitringur

Fengi ég langhala, rangala, svarhala eða svarthala, læsi ég bara mínar eigin athugasemdir, til að dást að skrifunum!

Beturvitringur, 16.7.2008 kl. 01:06

5 identicon

Eðlan sem birtist á götu í Keflavík í dag.

asben 16.7.2008 kl. 02:41

6 identicon

Þetta þarf ég að læra betur.......Heldur betur.

Þetta átti að heppnast svo vel.  Frétt úr Mogganum með mynd og öllu.

En mér datt svona í hug....Er þetta nokkuð eðlan sem þú tókst mynd af um daginn?

asben 16.7.2008 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband