13.7.2008 | 01:40
387. - Meira um íþróttir
Áfram með íþróttirnar. Golf er ekki annað en göngutúrar sem reynt er að setja svolítið fútt í. Viðurkenni samt að myndataka í sjónvarpi af golfi er stundum flott. Hvernig fólk getur valið það sjálfviljugt að fara frekar sem áhorfandi á golfmót en að sjá það í sjónvarpi er gersamlega ofvaxið mínum skilningi.
Sund er eina íþróttin sem ég hef stundað að einhverju gagni. Þegar ég var unglingur fór ég oft svona þrisvar á dag í sund. Af því að ég hafði tekið afreksstig í skólanum og þóttist vera að æfa vegna yfirvofandi sundmóts Skarphéðins fékk ég ókeypis í laugina. Sundmót Skarphéðins voru haldin árlega. Mig minnir að þau hafi verið til skiptis í Hveragerði og á Flúðum. Aðallega þó í Hveragerði því laugin þar var alveg einstök. Eina 50 metra sundlaugin á landinu.
Ég náði aldrei lengra en að verða í öðru sæti á sundmóti Skarphéðins. Ég man að það var í 1000 metra sundi frjálsri aðferð. Langfyrstur var Palli Sigurþórs. Hann var líka með bestu mönnum landsins í greininni og synti bringusund. Ég og Örn Jóhannesson vorum jafnir í öðru til þriðja sæti mestalla leiðina. Þegar 25 metrar voru eftir skellti ég mér á skriðsund og Örn átti ekkert svar við því. Fjórði og langsíðastur var Erlendur yngri bróðir Palla Sigurþórs.
Einu sinni man ég að ég synti 10 kílómetra í einum rykk. Það tók mig reyndar nokkuð langan tíma. Þetta var í sundtíma og hann var alls ekki nógu langur fyrir þetta langsund. Eftir að tíminn var búinn skrapp Hjörtur niður í Hveragerði og þegar hann kom aftur var ég enn að synda. Reyndar synti einhver þetta sund með mér en ég man ómögulega hver það var. Það var ekki meira erfiði að synda en að ganga svo þetta var bara spurning um þolinmæði.
Þegar Bifröstungar töpuðu með eftirminnilegum hætti fyrir Reykjaskóla í Hrútafriði í samanlögðum ýmsum íþróttagreinum var ég í boðsundsliði Bifrastar og komst aldrei lengra í íþróttum þar. Ég synti síðasta sprettinn af fjórum og auðvitað töpuðum við.
Sundmót Skarphéðins í Laugarskarði og frjálsíþróttamótin á Þjórsártúni voru fastir liðir og óhemju skemmtileg. Ég man vel hve mikð ævintýri það var að koma á Þjórsártúnsmótið. Aldri náði ég svo langt að keppa þar og Hvergerðingar voru ekki nærri eins góðir í íþróttunum þar eins og í sundinu. Undantekningin sem sannaði regluna var Óli Unnsteins. Bjarni í kaupfélaginu var líka með þeim allra bestu í glímunni, en hann var eiginlega ekki ekta Hvergerðingur.
Félagið sem við kepptum fyrir var Ungmennafélag Ölfusinga og ég man ekki eftir að neinn hrepparígur hafði verið til staðar. Ekkert Ungmennfélag var heldur í Hveragerði. Taflfélagið sem stofnað var um þetta leyti hét samt Taflfélag Hveragerðis þó Ölfusingar væru að sjálfsögðu velkomnir í það.
Í lokin eru svo nokkrar myndir sem ég tók í dag.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Skemmtileg mynd af vaskinum :) Þetta leit nú ekki alltaf svona vel út alla vikuna...heheh
Hafdís Rósa 17.7.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.