12.7.2008 | 00:12
386. - Íþróttir og ég
Lengi vel trúði ég því að íslenska landsliðið ynni alltaf leiki sína ef ég léti svo lítið að fara og horfa á þá. Framan af gekk þetta ágætlega. Ég sá íslenska landsliðið meðal annars sigra það bandaríska, Austur-þýska og norska. Svo reyndist ágætlega að sleppa því öðru hvoru að fara á landsleiki þó þeir væru leiknir á Laugardalsvellinum. Á endanum brást þetta þó og Íslendingar töpuðu óvænt fyrir Dönum af öllum mönnum. Eftir þetta missti ég að mestu áhugann á landsleikjum og nú orðið leiðist mér fótbolti frekar en hitt. Þrátt fyrir allan fjölmiðlavaðalinn gat ég ómögulega fengið áhuga á Evrópumótinu í sumar.
Svo ég haldi áfram að tala um fótbolta þá stundaði ég þá íþrótt auðvitað sem unglingur. Náði meira að segja svo langt að vera í markinu hjá úrvalsliði Hveragerðis. Þá var Golli á Reykjum líklega veikur eða eitthvað. Svo hélt ég með Leeds í enska boltanum því þeir voru bestir. Fataðist svo flugið (Leeds altsvo - ekki mér). Ég fann ekki nýtt enskt lið til að halda með fyrr en um það leyti sem Gaui Þórðar tók við Stoke. En það er önnur saga.
Eiginlega er fótbolti skelfing fáránlegur leikur. Sama er að segja um aðra boltaleiki. En af því þeir eru vinsælir þá stunda fjölmargir þetta og horfa á aðra gera það. Svo vaða félögin sem stunda þessa vitleysu í peningum sem vitanlega væri hægt að nota í eitthvað þarfara. Nú er af sú tíð þegar fótbolti var verkamannaíþrótt á Englandi. Allir horfa orðið á þennan fjára og fyrrum yfirstéttaríþróttir eru mest fyrir enska fjölmiðlamenn sem virðast geta fimbulfambað endalaust um þann ófögnuð sem krikkettið er þó Englendingar geti ekki rassgat í því.
Ég fylgdist líka með formúlunni meðan hún var á Eurosport. Skrifaði þeim svo þegar þeir hættu að sýna frá henni og spurði hvað þetta ætti að þýða. Merkilegt nokk þá svöruðu þeir mér og bentu mér á að horfa á tennis í staðinn. Eurosport eru ágætir í sambandi við tennisinn, en mega þó ekki sýna frá Wimbledon beint. Þar er BBC á fleti fyrir. Einu sinni var ég staddur í London þegar Wimbledon mótið fór fram. Ekki datt mér í hug að reyna að komast á leik þar enda rigndi að sjálfsögðu flesta dagana.
Á Bifröst var ég að auðvitað í antisportistafélaginu, en hljóp þó einstöku sinnum útundan mér og stundaði íþróttir þegar mikið lá við. Antisport-hugsjónina hef ég þó líklega fengið þar. Skákin taldist á þeim árum ekki til íþrótta þó hún sé það auðvitað í rauninni.
Einu sinni þegar ég var á Vegamótum vorum við að leika okkur með drengjakúlu sem af einhverjum ástæðum var þar stödd. Líklega hefur Sigurþór í Lynghaga haft eitthvað með hana að gera. Þorgrímur á Eiðhúsum kom þarna að á mjólkurbílnum og fór að reyna sig við okkur. Mér er minnisstætt að ég kastaði kúlunni lengra en Þorgrímur og er það einhver glæstasti frjálsíþróttasigur minn.
Og í lokin nokkrar myndir frá í dag.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Skrýtin eðla á mynd númer 2.
Hún er ekki alveg eðlileg.
asben 12.7.2008 kl. 08:38
Þetta er óhugnandi - Þetta að þú hugsaðir að ef þú myndir ekki horfa væri það sama og sigur = That's me.
Mér finnst afskaplega gaman af að tefla en er frekar lélegur í skák. (Hef t.d. aldrei unnið föður minn) Sonur minn sem er 11 ára sigraði mig í fyrsta skiptið í gær... ég er að hugsa um að fara horfa á boltann.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.7.2008 kl. 18:00
Skrýtin eðla skýst hér um
og skrunar sér sum stíga.
Komin heim úr klettunum
og keppist við að míga.
Sæmundur Bjarnason, 14.7.2008 kl. 16:14
Eðla sig nú eðlan fer
á eðlilegum nótum.
Eðlilega er ekkert hér
á eðlilegum fótum.
Sæmundur Bjarnason, 15.7.2008 kl. 02:06
Eðla sig nú eðlan fer
með eðlulegum rótum
Eðlilega er ekkert hér
á eðlilegum nótum.
asben 15.7.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.