363. - Brjánn, myndir, Subaru og ýmislegt fleira

Brjánn nokkur Guðjónsson segir í athugasemd við blogg Hildar Helgu:

„annað sem mér þykir fáránlegt við moggabloggið. það er elíta hinna stóru hausa, sem valin er af sérstakri beturvitringanefnd stjórnenda og siðapostula vefsins, á vikulegum vínarbrauðsfundum."

Ég legg til að Brjánn verði umsvifalaust tekinn í aðalsmannahópinn hvað sem hann segir. Hann á tvímælalaust erindi þangað.

Hver nennir annars að lesa blogg í þessari blíðu? Ef einhverntíma var þörf fyrir sumarfrí þá er það núna.

Ég er alltaf að verða ófeimnari og ófeimnari við að setja allan andskotann á bloggið mitt. Jafnvel persónulega hluti. Hvað gerir það svosem til? Mega ekki allir vita hvað maður er skrýtinn? Ekki er ég að gera á hluta annarra með þessu. Eða er það? Kannski finnst fjölskyldunni leiðinlegt að ég skuli láta svona.

Við síðustu eða næstsíðustu færslu kom dálítið af athugasemdum. Einkum virðist fólk velta fyrir sér hvernig hægt sé að verða forsíðubloggari. Mér finnst að allir sem blogga af einhverri alvöru á Moggabloggið eigi skilið að vera forsíðubloggarar. Og detta svo bara út ef þeir hætta að blogga. Annars held ég að menn ráði engu um það hvort mynd af þeim og upphafsorð bloggsins koma á forsíðuna eða ekki.

Subaruinn klikkaði einu sinni enn í gær. Startaði ekki þegar ég þurfti á því að halda. Meðan ég beið eftir að mér yrði bjargað hugsaði ég fast og lengi um hvað gæti verið að hrjá bílgreyið. Kannski komst ég að einhverri niðurstöðu. Það fáum við að sjá á næstunni.

Kannski ég setji inn eitthvað af myndum. Það gekk ágætlega um daginn.

Hér eiga að koma einar fimm myndir, en ég nenni ekki að vera að skrifa um hverja þeirra, því þá veit ég ekkert hvar textinn lendir. Ein af þessum myndum er af fjórum kók-kælum. Svona er nú farið með þá hér á ísa köldu landi. Svo má auðvitað bara kalla þetta kókauglýsingu. Ein myndin er af máluðum steini og líklega hundslöpp í hægra horninu. Svo er þarna tjaldur í vígahug, trjágöng og timburbrú. Göngin og brúin eru í Fossvoginum, sem er eiginlega næstum eins og sveit í borginni. Líka væri hægt að fara upp í Elliðaárdal. Þar sér maður ekki einu sinni hús nema á stöku stað.

IMG 0829IMG 0785IMG 0777IMG 0772IMG 0763


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Brjánn er frábær og ætti skilið að vera með hausunum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.6.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni! Einstakur húmor, ritsnilld og pennalipurð með afbrigðum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 01:02

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þakka traustið Sæmundur. ég yrði þá líklega að taka mig á í vínarbrauðsátinu. ég er nefnilega ekki að standa mig þar.

Brjánn Guðjónsson, 11.6.2008 kl. 02:42

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vínarbrauðsátið er opsjónal. Held ég að minnsta kosti. Ekki ét ég mikið af þeim. Frekar aðra óhollustu, nóg er af henni. Meðmæli Láru Hönnu og Sigurðar Þórs sýna alvöru málsins. Þú átt að vera einn af stóru hausunum.

Sæmundur Bjarnason, 11.6.2008 kl. 08:41

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hér koma ein meðmælin til.  Mér finnst Brjánn dálítið "Baggalútslegur" og það er alveg svakalega jákvætt úr mínum munni.  Brjánn er líka bloggvinur minn.   

Anna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 11:25

6 Smámynd: Andrea

Er það hérna sem maður kemur til að hrósa Brjáni?
Ok, ég mæti :)

Svo ert þú líka ágætur Sæmundur

Andrea, 11.6.2008 kl. 13:12

7 identicon

Sæmundur, þú ert flottur alltaf!! Brjánn líka, mikill húmoristi, eins og þú.

alva 12.6.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband