18.5.2008 | 00:35
338. - Um aðferðir við að Moggabloggast og svolítið um skrif í lausu máli og föstu
Það kom fram í vinsældaumræðunni hér um daginn að þónokkur fjöldi fólks skrifar á Moggabloggið einkum til að fá sem hæstar innlitstölur og leggur mikið á sig til að ná árangri þar.
Menn geta kallað þetta tilraunir með hitt og þetta og afsakað hegðun sem er nánast óafsakanleg og alls ekki til eftirbreytni. Í rauninni eru þeir að sýna lesendum sínum fyrirlitningu og segja við þá: "Þið eruð nú bara tölur á blaði og ég er svo mikill og merkilegur að ég get möndlað með þessar tölur mér í hag".
Það er að vísu greinilegt að fólki er mismunandi sýnt um að koma hugsunum sínum í orð og margir virðast vera á því að mikilsvert sé að mynda sér sem allra fyrst skoðun á sem flestu. Ef frétt birtist um eitthvað mál sem lítur illa út í frásögn blaðamanns eru margir fljótir að linka í þá frétt og láta skoðanir sínar í ljós með sem allra sterkustum orðum. Ég held að þessi flýtir sé kominn frá sókninni í innlitstölur.
Sú aðferð þeirra Moggabloggsmanna að leyfa öllum að gera athugasemdir við fréttir og nota svo þær aðsóknartölur sem þannig fast, til að auka ímyndaðar vinsældir finnst mér ekki hafa gefist vel. Athugasemdir við fréttir finnst mér að ættu bara að vera þar og ekki fara neitt lengra. A.m.k. ekki sjálfkrafa á blogg viðkomandi.
Mér finnst líka að hugmyndin með bloggvini sé dálítið marklaus orðin þó hún sé á margan hátt ágæt.
Það er oft erfiðara að koma frá sér lausu máli en vísum. Það er að segja ef vísurnar mega vera um hvað sem er. Að gera vísu um eitthvað ákveðið efni getur samt verið snúið. Vísurnar eru þannig, að hugsunin mætir að mestu afgangi. Rímið, stuðlarnir og hrynjandin taka völdin. Ef hugsunin er í lagi, má segja að komin sé vísa, ef helstu bragfræðireglur eru líka í lagi. Ef hugsunin er góð, vísuorðin hnyttin og í góðu innbyrðis samræmi, þá er vísan góð. Slíkar vísur eru þó sjaldgæfar.
Í lausu máli þarf hinsvegar hvert orð að hafa nákvæma merkingu, ef ætlunin er að koma hugsun sinni til skila. Blær orðsins þarf líka að vera réttur. Orð sem tákna nákvæmlega það sama geta vel haft mismunandi blæ.
Mér dettur í hug dæmi. Á bloggi um daginn sá ég talað um sumarið og svanasöng. Ef þarna hefði verið talað um garg í álftum hefði það valdið annarskonar hugrenningum hjá lesendum.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 18.5.2008 kl. 09:44
Maður vex upp úr þessari þörf þ.e. þegar maður er búinn að blogga í nokkur ár.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.5.2008 kl. 10:28
Bara svo að það sé á hreinu Sæmundur (bloggvinur) þá er/var ég ekki "að sýna lesendum sínum fyrirlitningu" og segja við þá: "Þið eruð nú bara tölur á blaði og ég er svo mikill og merkilegur að ég get möndlað með þessar tölur mér í hag".
Þvert á móti. Blogg er sjálfbær fjölmiðlun. Ég hef verið fjölmiðlamaður í 26 ár og er með meistarapróf í blaða- og fréttamennsku. Ég leyfi mér að draga ályktanir út frá þeim vísbendingum sem komu fram í tímabundinni tilraunastarfsemi minni. Vísbenddingarnar notaði ég síðan ekki til að hvetja fólk til að bulla og þvæla til að koma sér sem hæst, heldur þvert á móti var það hvatning mín til bloggara að nota þennan sjálfbæra fjölmiðil til þess að segja eitthvað sem hefur merkingu, frekar en til að kvaka bara út í loftið. Enda er "vinsældarlisti"EKKI tölfræðilegt gildi yfir vinsældir, heldur magn heimsókna og flettinga. Ég fer oft inn á síður fólks sem eru aldeilis ekki vinsæl hjá mér - hafi það eitthvað merkilegt að segja.
Ég tek þetta fram, af því að mér vitanlega hefur enginn annar opinberað slíka tilraunastarfsemi og ég verð að taka orð þín til mín. Er það ekki óhjákvæmilegt?
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 11:20
Friðrik Þór: ég gerði svona tilraun í rúma viku eftir að ég las um þína tilraun. Og jú, ég komst inn á topp 11 en hafði stefnt á topp 10. Ég sýndi lesendum mínum ekki fyrirlitningu með þessu, enda reyndi ég að vanda mín skrif, en bara selja þau aðeins betur.
Hrannar Baldursson, 18.5.2008 kl. 16:51
Takk Hrannar. Vel af sér vikið. Fékkstu mikla umræður og sagðir þú eitthvað af viti?
Sæmundur; fæ ég ekki komment frá þér?
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 19:44
Svanasöngur þarf ekki að vera svanasöngur í öllum tilvikum. Höldum áfram að blogga.
Júlíus Valsson, 18.5.2008 kl. 22:33
Ég sagði í mínu bloggi ef ég man rétt að þónokkur fjöldi fólks skrifaði greinilega aðallega á Moggabloggið til þess að fá sem hæstar innlitstölur. Með því átti ég ekki við þig Friðrik, þó þú hafir gert það stundum, en verið svo heiðarlegur að viðurkenna það. Ég tel það samt misnotkun á þessum miðli að nota hann í annarlegum tilgangi. En hvað er annarlegur tilgangur? Ég álít það vera eitt, en þú kannski eitthvað allt annað.
Sæmundur Bjarnason, 18.5.2008 kl. 23:07
"Ég hef verið fjölmiðlamaður í 26 ár og er með meistarapróf í blaða- og fréttamennsku."
Friðrik.. Þú minnir mig á Georg Bjarnfreðarson... allir eigi að beygja sig og bukta vegna háskólagráðu... kommon!!
Óánægður 19.5.2008 kl. 01:28
"Óánægður": Ég ætla ekki að segja hverja þú minnir mig á. Það er ekki prenthæft. Ég var eingöngu að vísa til menntunar og starfsreynslu hvað réttmæti skrifa minna varðar, ekki til að fá beygingar og buktun. Þú ert hins vegar huglaus nafnleysingi sem vegur að öðrum úr launsátri. "Óánægður": Haltu kjafti og éttu það sem úti frýs.
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 17:33
Heyr Heyr - og "pú" á svona aulalega nafnleysingja
Viðskrifarinn 19.5.2008 kl. 18:25
Ég bið Friðrik innilega að afsaka. Ég var fullur og konan var búin að vera að rjála í mér og börnin voru ekki til friðs. Aðallega var ég þó fullur og hef ekki of margar heilasellur eftir. Fer bráðum á Vog. Aftur.
Óánægður 19.5.2008 kl. 19:28
Mín reynsla er sú að auðvelt sé að komast inn á top ten listann með því að nenna að skrifa mjög reglulega um eitthvað sem er að gerast í þjóðfélaginu og vera soldið sensasjónal í fyrirsögnum og byrjun færslu. En þetta er bara svo leiðinlegt að það er ekki á sig leggjandi. Ég hef ekki gert neinar tilraunir en gert mér grein fyrir því "lögmáli" sem Friðrik Þór lýsir fyrir löngu. Sérstakar stellingar, sem eru heimskulegar nema þegar þær eiga við, skapa mikið lesið blogg. Og sumir eru alltaf í þessum stellingum. Það er mín skoðun að vinsælustu bloggararnir, með fáum undantekningum, séu þeir allra leiðinlegustu á Moggablogginu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.