336. - Friðrik Þór kemur ýmsu af stað. Úr hæðunum til Gísla Baldvinssonar

Bloggið hjá Friðriki Þór Guðmundssyni um Moggabloggið hefur greinilega vakið talsverða athygli. Margir kommenta á það og meðal annars er þetta komment hér frá Gísla Baldvinssyni:

 

Eitt finnst mér merkilegt. Það er valið á ykkur þarna "efra" með stöðuga birtingu og 200% stærri mynd. Stundum dingla ég milli 11 - 20. sæti en ég sé að "slappari" bloggarar eru í aðalsflokkinum...vottever. Ætli tölvan sem velur aðalinn sé með skoðanavírus? Ég veit um marga meistarabloggara sem detta ekki inn á efri hlutann þrátt fyrir fjölda heimsókna og efnismikils bloggslátt. Hvað veldur? Styrmir?

Gísli Baldvinsson, 15.5.2008 kl. 11:29

 

Ég efast ekki andartak um að ég er einn af þessum "slappari" bloggurum sem Gísli talar um. Þó Styrmir ráði kannski ekki miklu á Moggablogginu gæti Gísli beðið einhverja þar um að kippa sér upp í "efra" ef það er það sem hann þráir. Eftir því sem ég best veit er handvalið í þennan flokk og ég bloggaði nokkrum sinnum um þessi mál öll fyrir nokkru og vinkona mín Lára Hanna Einarsdóttir skrifaði einhverjum hjá Moggablogginu útaf þessu og þá var mér kippt þangað upp og henni auðvitað líka. Skaði að skilja Gísla eftir. Kannski linkar hann of mikið í mbl.is fréttir. Það minnir mig að megi helst ekki.

Þó handvalið sé í aðalsflokkinn þá skilst mér að það sé forrit sem ræður því hverjir birtast á forsíðunni hverju sinni. Þar eru skilgreiningar sem varða vinsældir og tímalengd frá síðasta bloggi og eitthvað fleira. Þetta gætu stjórnendur bloggsins eflaust skýrt útí hörgul fyrir þeim sem vilja fræðast um það.

Heimsóknum á síðuna mína fjölgaði mikið þegar mér var kipp upp í "efra" og þar eru sveiflurnar miklar. Aldrei hef ég samt komist uppað toppnum sjálfum enda langar mig ekki þangað með einhverjum brögðum og brellum. Ég hef tekið eftir því að fyrirsögnin skiptir mjög miklu máli á forsíðunni. Einu sinni fékk ég 8 eða 900 heimsóknir á nokkrum klukkutímum vegna vafasamrar fyrirsagnar og upphafi á bloggi sem misskildist auðveldlega. Vitanlega vorkenni ég þeim sem þurfa að baksa í "neðra" en þrá ekkert heitara en vinsældir.  

Loopman (sem mig minnir að hafi einhvern tíma kommentað hjá mér) skrifar líka komment við bloggið hans Friðriks og úthúðar þar ýmsum eins og honum einum er lagið. Þar á meðal Jónu Á. Gísladóttur sem geldur honum rauðan belg fyrir gráan með því að skrifa um hann. Já, það er gaman að þessu. Eflaust gæti ég fundið meira um þessi mál, ef ég leitaði vel. Moggabloggið rúlar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Það er gaman að þessum vinsældarpælingum en um leið sýna þær hversu sjálfhverf við erum. Höfum meiri áhuga á vinsældum okkar en því að finna áhugaverð blogg.

Mér finnst að umræðan ætti frekar að snúast um hvernig hægt er að finna áhugvert lesefni og/eða skoðanir. Dæmi um þetta er Lára Hanna sem hefur lengi verið með feikigóðar færslur en aðeins nýlega komist á forsíðubloggið og fram að því væntanlega mörgum hulin.

Mogginn gæti auðveldað það að finna þessar áhugaverðu færslur með því að blogglesendur gætu með einhverjum hætti vísað á þær, færslur með flestar tilvísanir væru þá á toppnum og þær birtust síðan á forsíðublogginu eða einhversstaðar þar sem þær væru aðgengilegar.

Heitar umræður eru oft fullar af alls kyns árnaðaróskum til vinsælla bloggara, Kalla Tomm eða eitthvað álíka. Þær eru engan veginn staður þar sem maður finnur það áhugaverðasta.

Kristjana Bjarnadóttir, 16.5.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alveg sammála þessu. Mér finnst oft full-viðurhlutamikið (endemis orð þetta) að vera að kommenta á eitthvað og oft gefur fjöldi kommenta ekki rétta mynd.

Að geta vísað á einhver blogg eða einhverjar færslur án þess beinlínis að vera að kommenta á það sem þar stendur væri ágætt. Samt getur verið að það yrði misnotað.

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Loopman

Það er pínu gaman að hræra í hausnum á fólki sem tekur öllu óstinnt upp :)

Góð færsla hjá þér Sæmundur.

Loopman, 16.5.2008 kl. 15:02

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk fyrir að vekja athygli á bloggi mínu, Sæmundur. Og nú er ég hættur "vinsældar"veseni, blogga þegar ég vil og um það sem ég vil, enda verulega lýjandi og tímafrekst að streða í kapphlaupi. Hvað þá að leggjast svo lágt að birta kökuuppskriftir og blautlegar limrur!

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 18:13

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Áhugaverð færsla.

það er sorgleg staðreynd að það er fjöldinn allur að fólki hér á blog.is sem keppast við að veiða eins marga gesti og hægt er inná bloggið sitt.
Ég á mér nokkra uppáhalds bloggara sem skrifa skemmtilegar og stundum fræðandi færslur og mér finnst það sjálfsagt að svona bloggarar eins og þú og Jóna sjáist efst á forsíðunni. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 20:43

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Eins og Salvör segir þá eru þessir vinsældalistar á forsendum Moggans og bloggarar ættu ekki að vera of uppteknir af þeim. Hvort menn eru á forsíðulistanum eða ekki skiptir samt máli. Aðrir hafa lítil tækifæri til að láta taka eftir sér nema með því að llinka í fréttir. Þetta sannreyndi ég með vísnablogginu mínu þar sem ég  linka hverja einustu vísu við frétt. Linkarnir eru líka á forsendum Moggans.

Það er áhugaverð tilraun sem Gunnar Helgi Eysteinsson er að gera með Topplístanum sínum, en því miður eru alltof fáir sem hafa skráð sig á hann.

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband