9.5.2008 | 01:31
329. - Er Ólafur á förum, eða hvað?
Það fer ekki milli mála að hart er nú sótt að Ólafi borgarstjóra. Komi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins honum ekki til hjálpar, gæti þetta riðið honum að fullu.
Nú er um það rætt að liðinn sé einhver ákveðinn tími frá því að stúdentar og aðrir voru við það að gera allt vitlaust í París og víðar. Sonur okkar var að byrja að læra að tala um það leyti sem þetta var. Orðskýringar hans voru oft skemmtilegar. Meðal annars man ég eftir að hann spurði: "Stúdentar? Eru þeir kallaðir það, af því að þeir eru alltaf að stúta rúðum?"
Þó mér finnist aldrei neitt gerast í málum sem snerta sjálfan mig, er auðvitað ekki svo. Áðan sá ég í blaði að það var fyrrum bekkjarbróðir minn, sem fórst í bílveltunni í Kömbunum fyrir stuttu. Síðan heyrði ég ekki betur í sjónvarpinu í gær en systurdóttir mín væri hér með orðin Mannréttindastjóri Reykjavíkur eða eitthvað þessháttar.
Heyrði áðan á einhverri útvarpsstöðinni talað um umferðaröryggi. Meðal annars var rætt um átakið gegn syfju og slysum af hennar völdum. Ég man eftir að þegar það verkefni fór af stað lögðu sumir illt til þeirra sem þjást af kæfisvefni. Þeir voru sagðir sérlega hættulegir í umferðinni. Í mínum augum var þetta gott dæmi um fordóma og heimsku. Ég veit að fáir eru sér betur meðvitaðir um hættur af þessu tagi, en þeir sem þjást af kæfisvefni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég vil ekki blanda mér um of í mál Reykvíkinga sem landsbyggðamaður, en suðvitað eigum við, sem úti á landi búum, láta okkar skoðun í ýmsum málum Reykvíkinga. Reykjavík er höfuðborg allra Íslendinga. Við viljum, að Reykjavík sé vel stjórnað og nú er mál, að ofsóknum minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur linni í garð sitjandi borgarstjóra, Ólafs Friðriks Magnússonar. Dagur B. Eggertsson verður að taka sér tak og bíða þess, að röðin komi að honum að reglum og hefð-um lýðræðisins, en ekki með bolabrögðum og svikum óvandaðra manna.
Vissulega er Degi vorkunn, því að sandkassaleikur meirihluta Sjálfstæðismanna varð til þess, að hann komst í valdastólinn eftirsótta. Borgarstjórastóllinn í Reykjavík hefur orðið nokkrum afburða stjórnmálamönnum stökkbretti í stól forsætisráðherra þjóðarinnar, en gæfa og gjörfuleiki er sitthvað. Dagur getur trúlega orðið forsætisráðherra einhverntíma í framtíðinni, en hann má vara sig að vera í forystu órólegu deildarinnar í Borgarstjórn Reykjavíkur of lengi.
Mín ráð til Dags B. Eggertssonar og reyndar líka til Svanhvítar Svavarsdóttur eru þessi: róið ykkur niður um svona tvær áttundir og farið að vinna með þeim ágæta sómamanni, sem ykkur hefur fallið í skaut sem Borgarstjóri Reykjavíkur. Þið verðið menn að meiri, ef þið sýnið aðra hlið á ykkur en bara hina órólegu. Stórnmál eru hvorki dans á rósum, né drullukökukast. Stjórmál eru vinna og alvöru íhugun í bland við svolítinn rebbaskap.
Gefum Ólafi Friðriki Magnússyni tækifæri til að tefja stóra slysið í Vatnsmýrinni. Ég vil minna alla Reykvíkinga, að sjávarborð í Skerjafirði mun hækka um tæpa 2 metra (200 cm) fyrir lok 20. aldar. Meirhluti kjörinna borgarfulltrúa allra flokka nema Frjálslynda Flokksins (Ó.F.M.) vill selja
umbjóðendum sínum lóðir í Vatnsýrinni. Þar fara fremstir í flokki Dagur B. Eggertsson og Gísli Marteinn Baldursson og aftan í Gísla hangir Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem reyndar einn besti kostur Sjálfstæðisflokksins sem foringjaefni að Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni gengnum. Ég botna ekki í Hönnu Birnu að flana svona út á foræðið með þessum strákum. Ég bið til þess kvölds og morguns, að hún sjái mál Vatnsmýrarinnar í réttu ljósi, fái sér pólaríseruð sólgleraugu að hætti góðra veiðimanna og fara í gönguferð um svæðið.
Ég þarf reyndar að skrifa grein í mitt ástkæra Morgunblað um Vatnsmýrina við fyrsta tækifæri, sem borinn og barnfæddur Reykvíkingur og starfsmaður Morgunblaðsins í mörg ár bæði í dreifingu og lestri prófarka, vona ég , að nýr ritstjóri muni leyfa mér að birta grein þar, sem ýmsum öðrum hefur leyfst, en í þeim hópi er að finna menn, sem ekki geta skrifað málið ylhýra, svo að sómi sé að.
Með kveðju frá Siglufirði , Vesturbæ Fjallabyggðar, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 9.5.2008 kl. 12:56
Takk fyrir athugsemdirnar öllsömul. Þær eru vel skrifaðar og æsingalausar. Til þess er þessi miðill að allir geti látið ljós sitt skína. Því fer fjarri að ég sé sammála öllu sem þar stendur, en mér er engin vorkunn. Hef yfir bloggi að ráða sem ótrúlega margir virðast lesa.
Sæmundur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 13:46
Biðst velvirðingar á smávillu fremst í 2. línu t.v. ......"suðvitað" eigum við, sem úti á landi.........
les : auðvitað, eigum við o.s.frv. en við náari skoðun getur þetta staðið óbreytt. Hvað er blogg
annað en suð ? eða jafnvel suða ? og því gæti blogg heitið , "kraum", sem margir kannast við sem
orð yfir hæga yfirvegaða, nákvæmlega stillta suðu. ?
Mér datt þetta bara í hug !
Með kveðju frá Siglufirði, KPG
Kristján P. Gudmundsson, 9.5.2008 kl. 15:16
KPG,þarna frá Siglufirði,hún heitir Svandís en ekki Svanhvít.
jensen 9.5.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.