30.4.2008 | 12:41
321. - Um Trukka-Sturlu, Michael Schumacher og fleiri
Svakalega er gaman að fá athugasemdir í kommentakerfið sitt frá þekktu fólki sem maður les alltaf bloggin hjá. Ég nefni engin nöfn. Það er eiginlega eins skemmtilegt að fá fáein comment eins og ég held að það sé leiðinlegt að fá óralanga svarhala. Þá fæ ég reyndar aldrei.
Sturlurugl var nokkuð á bloggum um daginn. Trukka-Sturlu virðist af sumum bloggurum hafa verið ruglað saman við aðra Sturlu með sama föðurnafn og lagt útaf því á ýmsa vegu. Sem betur fer leiðréttist þetta fljótlega og ekki veit ég til að þessi misskilningur hafi komist á prent.
Annars skilst mér að verið sé að fjalla um Rauðavatnsmálið á nefndarfundi á Alþingi núna og ég á von á þvi að í ljós komi á endanum að báðir aðalleikendur í dramanu við vatnið hafi ætlað sér að láta sverfa til stáls einmitt í þetta skipti.
Það var að mig minnir árið 1996 sem ég byrjaði að fylgjast með formúlunni. Fyrsta keppnin sem ég sá var í Ástralíu og mér er minnisstætt að í upphafi keppninnar valt Jordan bíllinn hjá Martin Brundle og fór bókstaflega í tvennt. Samt sem áður vildi hann fyrir hvern mun halda áfram og gott ef hann fékk það ekki.
Næsta keppni sem ég man eftir fór fram sama ár á Spáni. Schumacher var nýr hjá Ferrari þegar þetta var, en hafði tvívegis orðið heimsmeistari með Benetton. Damon Hill varð meistari 1996 en mér fannst Schumacher samt miklu flottari. Þarna á Spáni sannaði hann sig fyrst eftirminnilega í rigningarakstri og ég man ennþá hve rosalega flottur aksturinn var hjá honum og hve mikla yfirburði hann hafði.
Á þessum tíma voru útsendingar á formúlunni á Eurosport og þeir sem lýstu voru á staðnum og höfðu mjög gott vit á því sem var að gerast. Þegar byrjað var að sýna frá keppninni á RUV nokkrum árum seinna var beinlínis vandræðalegt að heyra hvað þeir sem lýstu vissu lítið um formúluna.
En þetta var þá og nú orðið hef ég svo lítinn áhuga á formúlunni ég nenni yfirleitt ekki að fylgjast með henni í beinni útsendingu.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég byrjaði að fylgjast með þessu strax í fyrstu keppni á rúv án þess að þekkja eitt einasta nafn. Svo fór ég að halda með Schumacher af því að hann vann. Svo ók hann á Villeneuve og þá missti ég álit á honum. Það endaði með að ég fór að halda með Hakkinen 98.
Ég er sammála þér að þetta er ekkert skemmtilegt áhorfs lengur og ég fylgist bara með fréttum. Ég fór að safna spólum og á tímabilin 90,91,93,97,98 og 9. Ég hef sérstakan áhuga á Senna heitnum og á tvær heimildarmyndir um hann. Þetta finnst mér mun skemmtilegra en nútíminn.
Flower, 30.4.2008 kl. 13:05
ég er alveg hætt að nenna að horfa eftir að Mikael og Mika hættu...
alva 30.4.2008 kl. 13:16
Þú ert sem sagt þeirrar skoðunar að garparnir úr röðum vörubílstjóra sem hafa verið að berjast að undanförnu séu altént ekki sturlaðir…
Sigurður Hreiðar, 1.5.2008 kl. 11:54
Nei Sigurður, en mér finnst málstaður þeirra ekki ákaflega mikils virði, miðað við suma aðra. Hinsvegar er sú gjörð þeirra að mótmæla til fyrirmyndar og þeir geta látið taka eftir sínum mótmælum miklu frekar en margir aðrir, án þess að ganga mjög langt.
Sæmundur Bjarnason, 1.5.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.