321. - Um Trukka-Sturlu, Michael Schumacher og fleiri

Svakalega er gaman að fá athugasemdir í kommentakerfið sitt frá þekktu fólki sem maður les alltaf bloggin hjá. Ég nefni engin nöfn. Það er eiginlega eins skemmtilegt að fá fáein comment eins og ég held að það sé leiðinlegt að fá óralanga svarhala. Þá fæ ég reyndar aldrei.

Sturlurugl var nokkuð á bloggum um daginn. Trukka-Sturlu virðist af sumum bloggurum hafa verið ruglað saman við aðra Sturlu með sama föðurnafn og lagt útaf því á ýmsa vegu. Sem betur fer leiðréttist þetta fljótlega og ekki veit ég til að þessi misskilningur hafi komist á prent.

Annars skilst mér að verið sé að fjalla um Rauðavatnsmálið á nefndarfundi  á Alþingi núna og ég á von á þvi að í ljós komi á endanum að báðir aðalleikendur í dramanu við vatnið hafi ætlað sér að láta sverfa til stáls einmitt í þetta skipti.

Það var að mig minnir árið 1996 sem ég byrjaði að fylgjast með formúlunni. Fyrsta keppnin sem ég sá var í Ástralíu og mér er minnisstætt að í upphafi keppninnar valt Jordan bíllinn hjá Martin Brundle og fór bókstaflega í tvennt. Samt sem áður vildi hann fyrir hvern mun halda áfram og gott ef hann fékk það ekki.

Næsta keppni sem ég man eftir fór fram sama ár á Spáni. Schumacher var nýr hjá Ferrari þegar þetta var, en hafði tvívegis orðið heimsmeistari með Benetton. Damon Hill varð meistari 1996 en mér fannst Schumacher samt miklu flottari. Þarna á Spáni sannaði hann sig fyrst eftirminnilega í rigningarakstri og ég man ennþá hve rosalega flottur aksturinn var hjá honum og hve mikla yfirburði hann hafði.

Á þessum tíma voru útsendingar á formúlunni á Eurosport og þeir sem lýstu voru á staðnum og höfðu mjög gott vit á því sem var að gerast. Þegar byrjað var að sýna frá keppninni á RUV nokkrum árum seinna var beinlínis vandræðalegt að heyra hvað þeir sem lýstu vissu lítið um formúluna.

En þetta var þá og nú orðið hef ég svo lítinn áhuga á formúlunni ég nenni yfirleitt ekki að fylgjast með henni í beinni útsendingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Ég byrjaði að fylgjast með þessu strax í fyrstu keppni á rúv án þess að þekkja eitt einasta nafn. Svo fór ég að halda með Schumacher af því að hann vann. Svo ók hann á Villeneuve og þá missti ég álit á honum. Það endaði með að ég fór að halda með Hakkinen 98.

Ég er sammála þér að þetta er ekkert skemmtilegt áhorfs lengur og ég fylgist bara með fréttum. Ég fór að safna spólum og á tímabilin 90,91,93,97,98 og 9. Ég hef sérstakan áhuga á Senna heitnum og á tvær heimildarmyndir um hann. Þetta finnst mér mun skemmtilegra en nútíminn. 

Flower, 30.4.2008 kl. 13:05

2 identicon

ég er alveg hætt að nenna að horfa eftir að Mikael og Mika hættu...

alva 30.4.2008 kl. 13:16

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú ert sem sagt þeirrar skoðunar að garparnir úr röðum vörubílstjóra sem hafa verið að berjast að undanförnu séu altént ekki sturlaðir…

Sigurður Hreiðar, 1.5.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei Sigurður, en mér finnst málstaður þeirra ekki ákaflega mikils virði, miðað við suma aðra. Hinsvegar er sú gjörð þeirra að mótmæla til fyrirmyndar og þeir geta látið taka eftir sínum mótmælum miklu frekar en margir aðrir, án þess að ganga mjög langt.

Sæmundur Bjarnason, 1.5.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband