26.4.2008 | 00:23
317. - Það er heilnæmt og gott að vera í fýlu öðru hvoru
Krafan um að allir séu alltaf í góðu skapi er þrúgandi og óholl. Varðandi fýluna er það verst að stundum hefur hún slæm áhrif á þá sem næst manni standa. Þeim getur fundist eins og hún sé þeim að kenna. En svo er auðvitað alls ekki. Að mestu er það eigin ákvörðun hvort maður er í góðu skapi eða slæmu. Að þykjast vera í góðu skapi án þess að vera það, er afleitt fyrir sálartetrið. Þá er betra að þykjast vera í fýlu, þó maður sé það í rauninni ekki.
Annars er það eitt allsherjar vandamál hvernig maður á að vera. Hluti af bloggi sérhvers manns er að sýnast. Sumir þykjast alltaf vera í góðu skapi, aðrir eru næstum alltaf sárir og leiðir, sumir fúlir og afundnir aðrir reiðir og orðljótir. Sumir eru líka eins og ég, alltaf hátíðlegir og þykjast vera rosalega gáfaðir. Sumir reyna að æsa fólk upp, aðrir koma með heimspekilegar pælingar, segja frá öllu sem á dagana drífur, yrkja vísur eða linka á allt sem link tekur o.s.frv.
Þegar ég ákveð að lesa Moggablogg, sem er nokkuð oft, þá lít ég yfirleitt fyrst á bloggvinalistann, aðrir mæta afgangi og svo er fólk sem ekki er Moggabloggarar og til þrautavara er eyjan.is. Dagblöðin hafa að mestu frið fyrir mér. Það er helst að ég kíki á mbl.is. Aðallega til að hneykslast á íslenskukunnáttunni eða kunnáttuleysinu þar.
Einhverjir á bloggvinalistanum mínum eru þar fyrir hálfgerðan misskilning og ég er oft fljótur að afgreiða bloggin þeirra þó nauðsynlegt sé að kíkja á þau til að losna við gula nýtt-ið.
Lengi má halda áfram að tína til, hvað mér finnst að lesa megi útúr bloggi fólks. Auðvitað er það samt ekki hinn sanni maður sem þar birtist. Þó manni finnist að maður þekki bloggvini sína allvel, er það að mestu ímyndun. Sumt finnst mér heldur ekki nema stundum. Það er að segja þegar ég er í fýlu.
En að allt öðru. Hvað þýðir að brenna af? Þetta er að sjálfsögðu fótboltamál og ég held að það sé þýðing á döskunni "at brænde av". Í mínu ungdæmi þýddi "að brenna af" alltaf, að boltinn færi framhjá markinu. Nú til dags brenna menn af í vítaspyrnum ef markmanninum tekst að verja. Þegar ég vann uppi á Stöð tvö spurði ég eitt sinn Hilmar Björnsson íþróttapródúsent og knattspyrnumann að því hver væri hans skilningur á þessu. Hann fullyrti að minn skilningur væri sá rétti. Af hverju í ósköpunum halda þá íþróttafréttamenn áfram að rugla með merkingu þessarar ágætu dönskuslettu?
Mér finnst líka alltaf skrýtið að heyra í knattspyrnulýsingum að markmenn spyrni frá marki sínu. Það væri sögulegt ef þeir spyrntu frá marki andstæðinganna. Eflaust gera menn þetta aðallega til að lengja mál sitt og sennilega er það komið frá Bjarna Felixsyni eins og mörg gullkornin í knattspyrnulýsingum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Djúpar pælingar. Sennilega fást menn eins og Bjarni Fel. ekki lengur í þetta starf, það þarf að borga fyrir gæði.
KátaLína 26.4.2008 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.