25.4.2008 | 00:06
316. - Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi
Gleðilegt sumar. Segja má að sumarið komi með óvenjumiklum látum að þessu sinni. Bílstjóramálin ætla ég ekki að fjalla um í þessu bloggi, enda er ég ófróðari um þau, en margir aðrir.
Ég minntist á Reyki í Ölfusi um daginn þegar ég skrifaði eitthvað um Sturlu Sighvatsson og Gissur Þorvaldsson. Gissur bjó um tíma á Reykjum í Ölfusi og er eflaust frægastur þeirra sem þar hafa búið. Hann var eitt sinn jarl yfir öllu Íslandi í umboði Noregskonungs og faldi sig í sýrukeri eins og frægt er í sögunni þegar bærinn að Flugumýri í Blönduhlíð var brenndur árið 1253.
Ég vann um tíma þegar ég var unglingur í garðyrkjustöðinni við garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi. Þar var margt brallað og þaðan er margs að minnast.
Oft villtust smáfuglar inn í gróðurhúsin og komust ekki út aftur. Þá var fangaráðið að elta þá fram og aftur um húsið þangað til þeir voru orðnir svo þreyttir að þeir gátu ekki flogið, þá var að taka þá upp og setja útfyrir. Þeir urðu jafnan frelsinu fegnir. Þetta gerðum við oft.
Ég sá um daginn í sjónvarpinu fréttaumfjöllun um bananarækt á Reykjum. Mest kom mér á óvart að húsið sem þeir eru ræktaðir í er ennþá nákvæmlega eins og ég man eftir því. Fyrr má nú vera íhaldssemin.
Við stálum oft bönunum þegar ég var að vinna þarna. Gallinn var bara sá að þeir bananar sem náðu að þroskast voru oftast svo litlir að þeir voru varla nema örfáir munnbitar, þegar búið var að taka hýðið utan af þeim. En góðir voru þeir.
Sjaldan náðist að selja þroskaða banana og ég man vel hvað Unnsteinn Ólafsson skólastjóri var stoltur í þau fáu skipti sem það tókst. Oftast var starfsfólkið búið að éta þá, áður en þeir þroskuðust. Það hefur verið skömmu fyrir 1960, sem ég og aðrir stálum bönunum þarna. Líklega er sökin fyrnd.
Ætli gróðurhúsin hafi ekki verið svona rúmlega tuttugu í stöðinni þegar þetta var. Stundum var ég í viðgerðum á húsunum. Þá fór ég um og skipti um rúður sem brotnað höfðu í þeim. Allt var þetta tveggja millimetra gler sem í húsunum var. Það þótti góð íþrótt að slá með krepptum hnefa í gegnum sæmilega stórt glerbrot. Vissara var að hafa vettling á hendinni þegar það var gert.
Mig minnir að ég hafi bloggað áður um veru mína á Reykjum og þá minnst á hesta, kýr, kóngulær, ranabjöllur og margt annað. Líklega þó ekki á villiketti. Talsvert var um þá á svæðinu en þeir forðuðust öll samskipti við fólk og við forðuðumst þá. Öðru máli gengndi um kettlingana þeirra. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þar sem læðan þurfti af einhverjum ástæðum að yfirgefa kettlingana sína og þeir voru orðnir það stálpaðir að þeir gátu skjögrað um.
Það var í stóra húsinu sem við fundum kettlingana og fórum með þá í vínberjahúsið sem var þar rétt hjá, því þar var engin ræktun önnur en vínberjatrén sem stóðu í röðum við útveggina. Þó kettlingarnir hafi verið litlir og veimiltítulegir var grimmdin í þeim slík að ef við reyndum að taka þá upp þá læstu þeir klóm og tönnum í hendina á manni og héngu þar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gleðilegt sumar sömuleiðis
alva 25.4.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.