24.4.2008 | 00:17
315. - Lítið um bílstjóramálið, en þeim mun meira um Moggabloggið
Enn og aftur verð ég að segja pass í bílstjóramálinu. Ég hef samúð með báðum þeim aðalsjónarmiðum sem uppi eru. Mér sýnist að verið sé að reyna að gera þessi mál flokkspólitísk og finnst það slæmt. Við það geta þau versnað enn. Nóg er nú samt.
Margir beturvitrungar í hópi bloggara utan Moggabloggsins láta sér detta ýmislegt í hug í viðleitni sinni til að koma höggi á það. Til dæmis má minnast á Stebba greyið Páls sem lengi vel hélt þeim sið sínum að enda hvert blogg með Cato-iskum hætti og þylja bölbænir um Moggabloggið. Að lokum varð hann leiður á þessu og hætti því og svona eins og til að hugga sjálfan sig um leið, lýsti hann því yfir að Moggabloggið væri dautt!!
Sumir útmála með mörgum fögrum orðum að ekki þurfi að vera á Moggablogginu til að geta bloggað ókeypis eða svotil að vild. Þeir gleyma bara að geta þess að það að stofna blogg og reka það á eigin léni getur kostað einhverja fyrirhöfn.
Mér finnst vel borgandi smávegis, í því formi að horfa á misleiðinlegar auglýsingar um leið og eitthvað annað er gert, til að sleppa við þá fyrirhöfn. Sumir nenna bara ekki að efna til ónauðsynlegrar fyrirhafnar og kunna jafnvel ekki óskaplega vel á tölvur og þessháttar tól. Ýmislegt getur síðan þurft að gera til þess að koma boðskap sínum á framfæri ef það er það sem bloggarinn vill.
Fyrir marga er Moggabloggið því hrein himnasending. Bloggið er í rauninni alveg nýr samskiptamáti og það er ekki von að allir geri sér grein fyrir því. Sumir, eins og til dæmis Egill Helgason hafa skrifað blogg-greinar árum saman, en vita samt ekki hvað blogg er.
Ég er búinn að vera notandi Internetsins síðan uppúr 1990 og ætti að vita eitthvað um tölvur, en finnst upplagt að láta aðra, sem jafnvel hafa gaman af þessu stússi, sjá um þetta fyrir mig.
Blogg er ekki eins manns fjölmiðill. Nema auðvitað ef það er það sem bloggarinn vill. Bloggið getur alveg eins verið aðferð til að halda sambandi við fjölskyldumeðlimi, sem dreifðir eru útum allt, eða bara eitthvað allt annað.
E-meilið er nánast búið að eyðileggja með allskyns spammi og óumbeðnum auglýsingum. Þegar spammarar verða farnir að ausa sínum afurðum yfir saklausa bloggara verður auðvelt að flytja sig til eftir þörfum og jafnvel koma sér upp sínu eigin "WordPress-i" ef starfsmenn Moggabloggsins standa sig ekki í stykkinu við að halda spamóværunni í skefjum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Maður þarf sussum ekkert að vera á moggabloggi til að blogga ókeypis. Ég blogga t.d. bæði á Vísi og blogcentral án þess að borga krónu fyrir. Á 123 borga ég hinsvegar smotterí. Það gerir Asben trúlega líka. Bið að heilsa henni.
Hallmundur Kristinsson, 24.4.2008 kl. 00:32
Gleðilegt sumar, Hallmundur. Ég skal skila kveðjunni. Ég átti nú eiginlega við það í sambandi við bloggsetrin að menn geti ekki bæði heimtað að ráða því sem þeir vilja og líka bloggað ókeypis. Vilji menn ráða sér að öllu leyti sjálfir getur það kostað talsverða fyrirhöfn.
Sæmundur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.