19.4.2008 | 01:23
310. - Nei, nei. Ekki er það svo gott að ég sé hættur að blogga
Mér finnst bara ástæðulaust að strekkjast við að blogga á hverjum degi. Ég hef ekki svo mikið að segja. Svo er ég ekki í neinni vinsældakeppni, þó það sé ágætt að vera í þeim exkljúsíva klúbbi sem valið er úr á forsíðu Moggabloggsins. Þar að auki vorum við hjónin að kaupa stóran flatskjá um daginn og það þýðir að ég þarf að horfa meira á sjónvarp en venjulega.
Að auki les ég alltaf dálítið af bókum, einkum eftir að ég er kominn uppí rúm. Ég get bara ekki farið að sofa nema ég sé búinn að lesa svolítið. Bókin sem ég er að lesa núna er um Skáktyrkjann svonefnda. Fékk hana á bókasafninu. Ágætis bók, en auðvitað engin spennusaga. Ekki velti maður neitt fyrir sér sálarlífi persónanna sem við sögu komu, þegar maður heyrði fyrst af þessu fyrirbrigði. Man ekki betur en að við höfum gefið Bjarna þessa bók í jólagjöf.
Já, ég fer alltaf á tvö bókasöfn í hverjum mánuði. Bókasafn Kópavogs og Borgarbókasafnið í Gerðubergi. Þetta er orðinn fastur vani hjá mér og sjaldnast kemst ég yfir að lesa þær bækur á mánuði sem ég ráðgeri að lesa. Enda er ég með afbrigðum seinlesinn. Líggur við að ég þurfi að hugsa hvert orð fyrir sig. En það gerir ekkert til þó ég nái ekki að lesa allar þær bækur sem ég fæ að láni. Engin sekt er fyrir það. Ég fæ þær bara aftur seinna, ef ég nenni.
Núorðið les ég blogg miklu meira en dagblöð og sveiflast mjög á milli náttúrverndar og virkjana. Það fer mest eftir því hvaða blogg ég las síðast um loftslagsmálin. Lára Hanna Einarsdóttir og Ómar Ragnarsson eru best í fyrri flokknum en Ágúst H. Bjarnason með sín vísindi er mjög oft sannfærandi fyrir þá efagjörnu. Nokkurskonar Björn Lomborg okkar Íslendinga. Eins og margir vita skrifaði Lomborg þá frægu bók The Sceptical Environmentalist" og mér er ekki grunlaust um að skoðanir hans eigi nokkurn hljómgrunn meðal Íslendinga jafnt og annarra þjóða. Náttúruverndarmál eru svo margslungin að erfitt er að ræða þau af nokkru viti nema takmarka umræðuna sem mest við tiltekna hluti.
Það er ekki eðlilegt hvernig látið er við greyið hann Davíð seðlabankastjóra. Eflaust er hann enginn snillingur í efnahagsmálum en hann getur varla verið eins vitlaus og sumir halda fram. Vissulega er margt skrítið í íslenskum þjóðarbúskap, en samt eru sumir gagnrýnenda Davíðs jafnvel vitlausari en hann. Þeir geta spáð fyrir um allan fjandann, en þeir þurfa ekki að standa við neitt þó þeir reynist í fyllingu tímast hafa haft ragnt fyrir sér. Ef nógu mikið er spáð hlýtur einhver spáin að fara nærri því rétta. Sá sem hana á getur þá sagt. "I told you so", en hvað annað gerist?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Leitt væri ef þú hættir að blogga, og alveg máttu minnast á mig á nöldursamlega hátt eins og þú hefur margoft gert. En getur þú ekki látið okkur fá aðra mynd af þér en þá sem þú felur þig á bak við kattarrass, svo ég geti séð hvort ég muni eftir þér sem búðarsveini í Silla og Valda.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 08:53
Hæ,
ég var verslunarstjóri í búðinni á Hringbraut 49 í nokkur ár fyrir 1970.
Ég get ekki áfellst Hófí fyrir að vilja vera meira áberandi á myndinni en ég. Annars festist ég frekar illa á filmu.
Sæmundur Bjarnason, 19.4.2008 kl. 10:54
Nú, þú ert með sama vandamál og ég, en þetta er algengur kvilli. Ég á ekki lengur kött sem veður sér fram fyrir mig á myndum og bjargar sitúasjóninni. Ég kom í verslunina á horninu, bæði með afa og ömmu sem bjuggu á Hringbrautinni, og örugglega með pabba, sem verslaði við Silla og Valda og foreldrar mínir fengu við oft vörur sendar heim í eplakassa. Ég man líklega best eftir brúnu pokunum og gömlu köllunum niður í Aðalstræti.
Aðrar verslanir í nágrenninu sem eru mér minnisstæðar voru t.d. mjólkurbakaríkið á horninu á Hofsvallagötu og Ásvallagötu, þar sem kona í peysufötum pakkaði skyri og sendi sandkökur í papír. Við hliðina á henni var Steini Fisksali, sem alltaf virtist vera með kvef. Lengra niður á horninu á Bræðraborgarstíg og Ásvallagötu var KRON, þar sem kaupmaðurinn var með blýant bak við eyrað og virtist vera 100 ára. Það voru innan við 100 vörutegundir á hillunum og gólfinu í versluninni sem var ekki meira en 15 fermetrar, og eitthvað álíka á bak við. OG FÓLK sem verzlaði þarna LIFÐI AF! The good old days, þegar konan á kassanum talaði eins og fjallkona að Norðan en ekki díalektu frá uppsveitum Krakow.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.4.2008 kl. 17:10
Þú mátt bara ALLS ekki hætta að blogga...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.