309. - Um viskítegundir - að því er sagt er. Og sitthvað fleira

An
Old Smuggler  told
Sir William  that he saw
Paul Jones  take
Lord Calverts  daughter
Queen Anne  out riding on his
White horse  down to
Royal Castle  near
House of Lords  and for a
Silver dollar  he laid her on the
Green Carpet  with her
Bottom up  and tickled her
Old drum  with
Three feathers  and took out his
Johnny Walker  which was hard as a
Canadian Club  and put it in her
Red Hackle  and gave her a slut of
Cream of Kentucky  which started
Wilkins family.

Þetta er mér sagt að fjalli um viskítegundir, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Fyrir nokkrum árum kostuðu íslensk hjálparsamtök mongólsk börn í skóla. Þetta var vel boðið og því kom á óvart hve börn frá sumum heimilum sóttu skólann slælega. Þegar farið var að grennslast fyrir um hvers vegna þetta væri kom í ljós að vesalings börnin áttu enga skó og gátu þess vegna ekki farið í skólann, hversu fegin sem þau vildu. Þetta sýnir okkur að stundum blasa þarfir þeirra, sem við viljum vel, ekki beinlínis við.

Í sumar verður haldið ættarmót Gvendarkotsættarinnar að Ketilstöðum í Mýrdal. Atli Harðarson hefur gert vefsetur af því tilefni sem hægt er að nálgast á gvendarkot.tk eða fva.is/atli. Þetta vefsvæði á eflaust eftir að vaxa eitthvað á næstunni og ég ráðlegg ættmennum mínum, sem hugsanlega lesa þetta blogg, að fylgjast með því.

Á þessum vef er meðal annars sagt frá móðurbróður mínum Sigurjóni í Skinnum í Þykkvabæ. Bæjarnafnið er svolítið sérstakt, einkum þó beyging þess. Í nefnifalli heitir bærinn eftir mínum skilningi Skinnar. Þegar fólk segist vera frá Hæli í Gnúpverjahreppi er ekki öllum ljóst að bærinn heitir Hæll.

Mannanöfn beygjast líka oft undarlega og ekki er alltaf ljóst hvað er rétt í því efni. Til Sylvíu Nóttar var t.d. frægt dæmi fyrir nokkru. Segja má að „nefnifallsáráttan" sé hvergi meira áberandi en í nöfnum. Föllin eru eitt af einkennum íslenskunnar og ég er íhaldssamur varðandi það að halda í þau. Auðvitað er það meðfram vegna þess að ég þykist hafa þau betur á valdi mínu en margt yngra fólk og þannig get ég þóst vera mjög gáfaður. Líka er þetta bara heilbrigð íhaldssemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessari vískí þulu. Um drykki af þessari gerð hefur einnig verið ort á íslensku. Einu sinni kom, að mér er sagt, vinur Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi til hans með flösku af White horse. Sá var kvaddur með ljóði sem hefst svona:

Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.

Kannski er þessi saga bara lygi. Hins vegar er það engin lygi að fyrir einni öld hættu sjómenn hér á Skipaskaga að róa með færi og öngla en höfðu þess í stað með sér flöskur og kúta á sjóinn. Þeir reru upp að næsta breska togara, veifuðu drykkjarföngunum og fengu báta sína fyllta af þorski í skiptum fyrir viskídreitil.

Atli Harðarson 17.4.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband