8.4.2008 | 01:37
300. - Mitt þrjúhundruðasta blogg - Um heimskulegustu framkvæmdir í vegamálum á Íslandi
Þrjár heimskulegustu framkvæmdir í vegamálum á Íslandi eru að mínu mati brúin á Óseyrarnesi, Héðinsfjarðargöngin og samgöngumiðstöðin á Reykjavíkurflugvelli. Lítum nánar á hverja þessara framkvæmda um sig.
Langt er síðan brúin yfir Ölfusá við Óseyrarnes var gerð. Á sínum tíma var þetta mikil framkvæmd og að margra áliti mjög óþörf. Nú er þó auðvitað svo komið að fólk á því að venjast að geta farið þarna um. Ef litið væri á þessa framkvæmd nú má vel vera að hún væri ekki svo dýr að frágangssök væri að ráðast í hana. Borgarfjarðarbrúin var byggð um svipað leyti og mér finnst að meiri mótmæli hafi verið í gangi þegar hún var byggð. Hún hefur þó ótvírætt sannað gildi sitt eins og Hvalfjarðargöngin hafa einnig tvímælalaust gert.
Látið var að því liggja á sínum tíma að gerð Óseyrarnessbrúarinnar mundi lífga mjög uppá atvinnulíf í bæjunum í kring. Ekki leið þó á löngu áður en mjög dró úr fiskveiðum og allskyns framkvæmdum á þessu svæði, frystihúsum var lokað og kvótinn hvarf á braut. Brúin var lengi vel afar lítið nýtt og er jafnvel enn. Auðvitað er þó ekki til neins að vera að tala um þetta núna. Brúin er komin og er á margan hátt hið merkasta mannvirki. Landslag á þessum slóðum er einnig gjörbreytt og umhverfi Þorlákshafnar allt annað en áður var. Þar voru áður svartir eyðisandar hvert sem litið var, en nú er þar allt gróðri vafið. Slíkt ber auðvitað að þakka.
Héðinsfjarðargöng eru á allan hátt gjörsamlega óþörf framkvæmd og jafnvel skaðleg á margan hátt. Reynt hefur verið að reikna út að þessi framkvæmt sé óvitlaus, en gengið illa. Ef tekið væri tillti til þess að Múlagöng verður tvímælalaust að breikka með ærnum tilkostnaði til að þessi framkvæmd komi að einhverjum notum verður dæmið ennþá ljótara.
Ég hef farið um Múlagöng og er ekki í neinum vafa um að þau verða fljótlega mikill farartálmi ef einhver teljandi umferð verður um Héðinsfjarðargöngin. Að þurfa að bíða á meðan umferð úr gagnstæðri átt silast framhjá er algjörlega óviðunandi. Mestar líkur eru þó á að líkt fari og með Óseyrarnessbrúna að eftir einhverja áratugi verði ekkert slæmt að hafa þessi göng þarna. Ég get þó ómögulega séð að umferð verði svo mikil að framkvæmdin sýni nema brot af þeirri hagkvæmni sem auðvelt væri að ná víða annars staðar.
Að byggja samgöngumiðstöð sem fjarst öllum samgöngum er auðvitað svo galin hugmynd að varla er hægt að láta sér detta meiri fjarstæðu í hug. Þó er svo að sjá sem verið sé að tala í alvöru um að reisa samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Líklega verður þó reynt að láta þetta mannvirki heita eitthvað allt annað og jafnvel látið í veðri vaka að hún sé til annarra hluta ætluð, en framkvæmdin er arfavitlaus samt.
Hringbrautarhryllingurinn og jarðgöng til Vestmannaeyja eru vissulega framkvæmdir sem segja má að séu jafnvitlausar og þær sem hér hefur verið talað um, en ég hef samt kosið að láta hér staðar numið að sinni.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Svo kom Silfurskottan í sjónvarpsfréttum í gær og lýsti yfir að eftir að framkvæmdum lyki í Héðinsfjarðargöngunum þyrfti að tvöfalda Ólafsfjarðargöngin til að taka við hinum gífurlega umferðarþunga sem kæmi í kjölfar opnunar Héðinsfjarðarganganna. Jeminn, hvílíkir fáráðar sem vaða uppi hér á landi.
Theodór Magnússon 8.4.2008 kl. 10:29
Án nokkurs vafa eru Ólafsfjarðargöngin (eða Múlagöng eins og þau heita) ein vitlausasta framkvæmdin til þessa - ekki vegna þess að ekki hafi verið þörf heldur vegna bæði staðsetningar og að gera þau einbreið. Vegurinn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar lokast reglulega vegna snjóflóða sem hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir með því að setja þau innar báðum megin, hafa þau lengri og að sjálfsögðu áttu þau að vera tvíbreið því kostnaðurinn við það hefði ekki verið mikið meiri ef það hefði verið gert strax í byrjun.
Hringtorgafarganið á þjóðvegi eitt í gegnum Mosfellsbæ og Reykjavík er annað stórfenglegt slys.
Stærsti vitleysan til þessa í íslenskum vegamálum er hins vegar Höfðabakkabrúin. Þörfin var vissulega og er enn til staðar en staðsetningin er svo með eindæmum vitlaus að ekki er mögulegt að skilja að skipulagsyfirvöld hafi getað verið svona skammsýn. Eini staðurinn sem brúin gat nokkurn tíma sinnt hlutverki sínu almennilega hefði verið þar sem Suðurlands- og Vesturlandsvegur mætast og búið er að setja aðra brú, innkeyrsla í Grafarvog átti að koma í beinu framhaldi af Suðurlandsvegi með almennilegri stofnæð inn í hverfið og inni í hverfinu.
Reyndar mætti segja að Höfuðborgarsvæðið að mestu leyti séu ein stór mistök í vegaframkvæmdum.
Gulli 8.4.2008 kl. 12:09
Ég hefði nú viljað sjá höfnina í Bakkafjöru á þessum lista. Miðað við það hvað fólk ælir og grenjar yfir smá ruggi á Herjólfi þá sé ég ekki alveg fyrir mér hvernig nokkur maður á að fara oftar en einu sinni með enn minni ferju í gegnum brimgarðinn þarna, vitandi fyrir víst að verið er að sigla þar sem heilu sandskerin eru á stöðugu flakki og allt eins líklegt að dallurinn strandi á einhverju þeirra. Svo þegar fólk er búið að fá áfallahjálp vegna þess að það er yfirleitt ekki fyrir háspennu jaðaríþróttir, nú þá tekur við ca. 70km lengri akstur en frá Þorlákshöfn, ef það er að fara til Reykjavíkur. Ekki er það fýsilegt þegar maður hugsar til þess að hættulegasti ferðamátinn á Íslandi er einmitt í einkabíl.
Jóhannes 8.4.2008 kl. 12:17
Sumar framkvæmdir geta verið góðar ef þær eru skoðaðar í réttu samhengi eins og þessi hér:
JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/
Svo stendur til að leggja Umferðarmiðstöðina niður og er þá kjörið að færa hana á nýja staðinn þar sem Samgöngumiðstöðin á að vera.
TEIKNINGAR AF NEÐANJARÐARLESTARKERFI FYRIR REYKJAVÍKURBORG OG KÓPAVOG http://photo.blog.is/blog/photo/entry/474061/
NEYÐARKALL FRÁ KÓPAVOGI VEGNA SAMGÖNGUMÁLA EÐA OFNEYSLU Á BAKKELSI! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/458910/
HUGMYND FYRIR NÝJAN SKIPULAGSSÉRFRÆÐING http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.4.2008 kl. 14:39
Það er án gríns alltaf gaman af útblásnu sjálfsáliti landans. Neðanjarðarlestarkerfi fyrir 160.000 manna smábæ er jafn skemmtileg hugmynd eins og gögn til 4000 manna smáeyjar.
Einn kunningi minn hafði þann draum að Íslendingar settu á stofn sína eigin geimvísindastofnun og yrðu annað landið í heiminum til að senda mann til tunglsins. Ég bíð eftir fyrsta geimskotinu. Enda er það ekki svo fráleitt, sérstaklega ef Íslendingum er sagt að þetta sér vitlaus framkvæmd.
Guðjón 9.4.2008 kl. 08:40
Íslendingar hafa aldrei kunnað að nota samgöngumiðstöðvar, eða tengja saman tvær tegundir af samgöngum. Strætó stoppar langt frá flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli og alls ekki hjá BSÍ. Ekki er einusinni gert ráð fyrir almennilegum leigubílarennum við þessa staði. Lestarkerfið myndi bara búa til eitt nýtt (alveg sjálfstætt) samgöngukerfi, sem náttúrulega þyrfti að niðurgreiða.
Steinarr Kr. , 9.4.2008 kl. 09:12
Ótrúlegt að lesa svona langan pistil án þess að höfundurinn færi nokkur rök fyrir því hvers vegna Héðinsfjarðagöng eru heimskuleg hvað þá að hann færi nokkur gagnleg rök fyrir því að Óseyrarbrú sé óþörf.
Það er ákaflega auðvelt að vera með upphrópanir en annað að færa rök fyrir þeim og hreinlega vera tilbúinn í rökræðu. Það er svo annað og einkar athyglisvert hvað mörgum fer vel að gagnrýna, fæstir koma með uppbyggilega framtíðarsýn eins og glögglega má sjá hjá höfundi og nokkrum sporgöngumönnum í athugasemdadálknum.
Hvort sem menn eru því sammála eða eða ekki þá er það stefna allra stjórnmálaflokka að landinu skuli haldið öllu í byggð. Það er einnig ljóst að byggð hefur víða átt erfitt uppdráttar. Þeir sem skoða málið koma fljótlega auga á þá einföldu staðreynd að góðar samgöngur eru grundvöllurinn fyrir uppbyggingu atvinnulífs. Með samgöngum er einnig átt við gott vegakerfi.
Auðvitað er með réttu að hægt halda því fram að uppbygging í samgöngum eigi að vera þar sem íbúar eru flestir. Hins vegar liggur það í augum uppi að nauðsynlegar framkvæmdir eru ekki alltaf í fjölmenninu, þar er ekki fjöll sem takmarka samskipti og hagræðingu, langar vegalengdir sem einangra og valda því að aðdrættir og sendingar á markað verða dýrari en ella
Séu menn þeirrar skoðunar að landið eigi allt að vera í byggð og landsmenn allir eigi jöfn tækifæri til flestra þeirra hluta sem okkur þykja sjálfsagðir þá endar það með því að fjárfestingar í t.d. vegakerfinu verða ekki alltaf samkvæmt höfðatölu. Þannig er það einfaldlega með Héðinsfjarðargöng. Allt aðrar forsendur liggja að baki Óseyrarbrú og miklu víðtækari en þær sem hér eru hafðar uppi og tengjast fyrirhuguðum vegi á suðurhluta Reykjaness.
Svo er hægt að veina og skrækja og segja einhverjar vegabætur heimskulegar og allt eigi hreinlega að miðast við 101 Reykjavík. Það er nú ekki mikil reisn yfir þessum málflutningi jafnvel þó sjálfur yfirálitsgjafi allra landsmanna Egill Helgason jarmi með.
sigurdur Sigurdarson 9.4.2008 kl. 10:23
Get nú ekki verið sammála Gulla með að Höfðabakkabrúin sé vitlaus framkvæmd. Mislæg gatnamót á þessum stað voru löngu orðin tímabær vegna umferðaþunga um þessi gatnamót, svo ekki sé nú talað um öll þau umferðaróhöpp og slæmu slys sem áttu sér stað þar.
Mönnum hefur reiknast svo til að það hafi tekið innan við einn mánuð fyrir þá framkvæmd að borga sig upp fjárhagslega. Kostnaður ríkisins vegna slysa á þessum stað ver alveg gríðarlegur. Enn þann dag í dag hefur ekki orðið alvarlegt umferðarslys á þessum gatnamótum eftir að Höfðabakkabrúin kom til.
Þannig að ég lít svo á að Höfðabakkabrúin sé einhver sú viturlegasta gatnaframkvæmd í Reykjavík í seinni tíð.
Ívar Jón Arnarson, 9.4.2008 kl. 13:54
Sigurður, þér finnst vanta rök hjá mér varðandi Héðinsfjarðargöng. Ekki veit ég hvers vegna stuðningsmenn þeirrar framkvæmdar forðast yfirleitt mjög að nefna tölur.
Mér finnst eins og þú munir áreiðanlega vera fylgjandi því að atkvæði landsbyggðarfólks haldi áfram að vega miklu meira en höfuðborgarskrílsins.
Í mínum augum er það lúxus að búa úti á landi og engin furða þó það kosti eitthvað.
Auk þess sagði ég alls ekki að brúin á Óseyrarnesi væri óþörf. Heldur að hún hefði verið það á sínum tíma. Uppbygging atvinnulífs tókst ekki vel þar.Sæmundur Bjarnason, 9.4.2008 kl. 18:21
Talandi um tölur og kjördæmapot, þá er augljóst að þingmenn þeirra svæða þar sem hagvöxtur hefur verið mestur og mest fjölgun atvinnutækifæra síðustu áratugi eiga vinninginn ekki satt. Það hefur verið mikill hagvöxtur á einu svæði á landinu en neikvæður hagvöxtur á landsbyggðinni. Fjórða til fimmta hvert starf í höfuðborginni er á vegum hins opinbera en einungis tíunda hvert á landsbyggðinni.
Ásta Júlía Kristjánsdóttir 10.4.2008 kl. 08:03
Þó svo að framkvæmd neðanjarðarlestarkerfis í Reykjavík virðist ef miðað er við fólksfjölda alveg útúr kortinu, þá þarf að taka mið af öðrum aðstæðum sem eru sérstakar á Íslandi og gera tilurð þess fýsilegri en í öðrum evrópulöndum.
1. Strætisvagnakerfið er fast í vítahring, svæðið er stórt, farþegar fáir og einkabílaumferð mikil sem hægir enn frekar á ferðatímanum, og sífelldar breytingar á kerfi Strætó bs. virðast litlu skila til að draga úr einkabílanotkun. Fæstir geta pínt sig til að notast við Strætó, þar sem tímaeyðslan og óþægindin í kringum notkun strætókerfisins, jafnast ekki á við sparnaðinn af því
2. Veður á Íslandi er ~9 mánuði ársins þess eðlis að flestum er illa við að standa úti í lengri tíma, sérstaklega t.d. ef allt að 30 mínútur geta verið í komu næsta vagns. Í neðanjarðarlestarstöðvum er sjaldan norðaustan slydduregn á 20m/s.
3. Strætisvagnakerfi henta best til að ferja fólk milli í úthverfum, og sést það vel á því hvernig samgöngumálum í mörgum evrópskum borgum er háttað, í miðbænum nota langflestir neðanjarðarlestakerfi (eða sporvagna), en eftir því sem utar dregur þá neyðast farþegar til að skipta yfir í strætisvagna til að komast síðasta spölinn.
4. Umferðarþungi er líklega stærra vandamál en margir gera sér grein fyrir, en sérstaklega ber að nefna þjóðhagslegan og þjóðheilsulegan ávinning af því að draga úr svifryksmengun, og auðvitað eldsneytiskostnaði heimilanna (sem er skv. minni reynslu mun hærri hér en þar sem ég hef verið búsettur erlendis, sér í lagi vegna þess hve einkabifreiðar eru nauðsynlegar samgöngum á Íslandi).
Þetta eru nú ekki sérstaklega vísindalegar pælingar hjá mér, enda hef ég ekki verið skipaður í neina nefnd til að rannsaka þessi mál, en mér þætti hinsvegar mjög áhugavert ef hið opinbera myndi taka af skarið og gera athuganir á kostum og göllum svona samgöngukerfis, og athuga hvort við getum tekið þetta mikilvæga skref til að draga úr nauðsyn einkabílsins á Íslandi.
Steinn E. Sigurðarson, 10.4.2008 kl. 10:27
Þetta er ekki upplýsandi umræða og mér sýnist tilgangslítið að reyna að leiða Sæmundi það fyrir sjónir að það séu fleiri hliðar á málinu en hann sér eða vill sjá, en það er bara hans vandamál.
Þetta er ekki áhugaverður vettvangur, því miður.
Sigurdur Sigurdarson 10.4.2008 kl. 10:50
Ég er sammála Sigurði um að þetta er ekki upplýsandi umræða, einkum ef markmiðið er að leiða mér eitthvað fyrir sjónir, sem ég vil ekki sjá. Auk þess fer þeim eflaust fækkandi sem sjá þetta. Að breyta þessu í hefðbundna umræðu um kjördæmapot, er ekki til neins.Innlegg Kjartans og Steins eru þó mjög fróðleg.
Fonturinn varð óvart of stór í síðasta innleggi mínu, vonandi tekst betur til núna.
Sæmundur Bjarnason, 10.4.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.