25.2.2008 | 16:57
260. - Um blogg, Mogga, gjaldmiðil fátæka mannsins og þess háttar dót
Hvernig blogg þykir mér skemmtilegast að lesa?
Þessu er erfitt að svara. Þau þurfa að vera vel skrifuð og áhugaverð. Hvað útlitið snertir vil ég gjarnan að þau líkist mínu. Mér er þó alveg sama þó miklu meira sé af myndum í þeim en venjulega er í mínum. Vídeómyndir nenni ég sjaldnast að horfa á. Mér leiðast mjög langar línur og litlir fontar. Hvítt letur á svörtum grunni get ég alls ekki lesið og þegar ég rekst á slík blogg fer ég venjulega beina leið út aftur.
Þó ég hafi haldið því fram að þjónustan á Moggablogginu sé prýðileg er Morgunblaðið óttalegur dragbítur á aðra þróun á Netinu. Meðan hægt er að nálgast á netinu, einum degi seinna eða svo, það sem skrifað er í ókeypisblöðin þá virðast þeir Moggamenn enn halda að hægt sé að gera sér pening úr gömlum skrifum. Jú, þeir hafa staðið að því með myndarbrag ásamt öðrum að hægt er að skoða eldgömul blöð á Netinu.
En þegar kemur að blaðinu frá í gær eru þeir afturhaldssamari en andskotinn. Mér dettur ekki í hug að vera áskrifandi að Moggadruslunni þegar með öllu er vandalaust að fá nóg lesefni ókeypis eða því sem næst. Samt er það öðru hvoru svo að maður heyrir um áhugaverðar greinar sem hvergi birtast annars staðar en í Morgunblaðinu. Og svo eru það náttúrulega minningargreinarnar sem maður mundi stundum vilja lesa án þess að nokkuð gerði til þó þær væru nokkurra daga gamlar.
Víðast hvar erlendis held ég að blöð séu búin að komast að því að ekkert er úreltara en dagblaðið frá í gær. Þetta er þeim Morgunblaðsmönnum þó með öllu hulið.
Lára Hanna virðist hafa fengið áhuga á áttulistanum og kommentar um þau skrif mín frá því um daginn. Eitt er það sem ég held að við höfum ekki rætt um og það er að sumir sem eru á áttulistanum sem ég hef nefnt svo eru líka Eyjabloggarar. Þetta er alveg stórskrýtið því ég hélt að eyjan.is væri óvinum Moggabloggsins númer eitt.
Í silfri Egils í gær sagði einhver að krónan væri gjaldmiðill fátæka mannsins. Þetta er alveg rétt. Þó okkur pöplinum sé stundum boðið að taka einhvers konar myntkörfulán og þess háttar er erlenda gjaldmiðils aðallinn passasamur með að tryggja að enn sé hægt að arðræna þá sem eru svo vitlausir að spara af sínum litlu tekjum eða kaupa sér einhvern óþarfa. Annars á þessi hlutafélagabóla sennilega eftir að springa með miklum hávaða áður en yfir lýkur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er langt síðan ég hef heyrt fjallað eins skýrt og skilmerkilega um vexti, bankamál, lán og slíkt eins og í Silfrinu í gær. Maðurinn sem það gerði heitir Andrés Magnússon og er læknir. Egill sagði hann hafa skrifað greinar um málið en þær hef ég ekki séð.
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.2.2008 kl. 17:14
Þetta með Moggablogg og Eyjublogg... ég hafði ekki pælt í þessu. En ljóst má vera að í fjölda getur Eyjubloggið ekki keppt við Moggabloggið. Samkvæmt því sem hér kemur fram (aths. nr. 12) voru skráðir Moggabloggarar 12.823 þann 12. febrúar sl. Samkvæmt talningu minni núna áðan voru Eyjubloggarar 33 plús Egill Helga, alls 34. Ég hef dottið inn á blogg sumra bloggara Eyjunnar endrum og eins og get ekki séð að þar sé fjallað um merkilegri hluti eða öðruvísi en það sem ég les helst á Moggablogginu.
Ég reyndi að átta mig á hverjir það eru sem eru á báðum bloggunum - þ.e. á Eyjublogginu annars vegar og í áttuhópnum hins vegar og komst að þeirri niðurstöðu, réttri eða rangri, að það væri bara Magnús Þór Hafsteinsson. Annars þekki ég ekki Eyjubloggarana mjög vel.
Tek að lokum undir með þér að Mogginn ætti að vera öllum opinn t.d. 2-3 dögum eftir frumútgáfu. Það ætti að vera blaðinu að sársaukalausu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.2.2008 kl. 02:26
Ég held að TomasHa skrifi bæði á Moggabloggið og Eyjuna. Þegar ég taldi Moggabloggara í Áttuklúbbnum voru þeir 56.
Sæmundur Bjarnason, 26.2.2008 kl. 15:21
Ég hef ekki enn fengið svar við fyrirspurninni minni til blog.is.
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.2.2008 kl. 15:35
Sæl verið þið Sæmundur og Lára Hanna.
Í safni þeirra bloggara sem birtast á forsíðu blog.is og á forsíðu mbl.is eru í dag 167 bloggarar. Í hópinn er valið eftir gæðum en ekki vinsældum þó það fari oftast saman.
Litið er til þess hve viðkomandi er iðinn við bloggið og hversu vandað bloggið er (ekki eintóm fréttablogg eða stakar setningar), en skoðanir bloggarans skipta engu máli í því samhengi.
Bætt hefur verið á listann jafnt og þétt frá upphafi, til að mynda hafa ellefu slegist í hópinn það sem af er ári, og verður bætt í hann eftir því sem starfsmenn blog.is rekast á blogg sem þeim finnst eiga heima í þessum hópi, en einnig berast oft ábendingar. Bloggaranir sjálfir koma ekkert að því vali.
Úr þessum hópi velur hugbúnaður síðan úr nýjustu færslum "áttmenninganna" á forsíðu blog.is og eins þá tvo bloggara sem birtast á mbl.is, en hann tekur tillit til vinsælda og því birtast þeir oftar sem eru vinsælastir.
Með kveðj,
Árni Matthíasson , 29.2.2008 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.