23.2.2008 | 03:19
258. - Fjallgöngur og stéttaskiptingin á Moggablogginu enn og aftur
Ég stundaði fjallgöngur af svo miklum ákafa í eina tíð að ég var hálf eyðilagður maður ef nýtt fjall bættist ekki við í mitt fjallasafn í hverjum sumarmánuði.
Sem betur fer stóð þetta ekki nema í fáein ár og ég byrjaði seint á þessu.
Einu fjöllin hér í nágrenninu sem ég man ekki eftir að hafa klifið eru Skarðsheiðin og Lyklafellið. Ég held að Skarðsheiðin sé mjög skemmtilegt fjall, en Lyklafellið er bara þarna og varla nema svona tíu mínútna gangur uppá það býst ég við, þegar maður er kominn að því. Í seinni tíð hefur þessi fjallasótt runnið af mér og auðvitað er ástæðan sú að ég á ekki eins gott með að steðja upp brattar hlíðar.
Ég gekk líka nokkrum sinnum milli Hveragerðis og Reykjavíkur og oft hef ég ferðast bæði einn og með öðrum fram og aftur um Helgilssvæðið allt og þekki þar vel til.
Um daginn var ég að blogga um stéttaskiptingu hér á Moggablogginu. Þá taldi ég það vísi að stéttaskiptingu að menn gætu séð hverjir eru tilbúnir að borga fyrir þau forréttindi að með þeirra bloggum birtast ekki auglýsingar til hægri við bloggið.
Það er reyndar önnur stéttaskipting í gangi hérna en hún er sú að nöfn 50 - 60 bloggara eru í einhvers konar úrvalsflokki sem mér er alveg hulin ráðgáta hvernig valið er í. Átta af þessum bloggum birtast efst og stór þegar farið er beint á Moggabloggið. Á eftir þessum átta koma síðan rúmlega 20 nýjustu bloggin.
Þessi úrvalsflokkur fær þannig talsvert meiri kynningu en þeir lægra settu og einstakir bloggarar í þessum flokki virðast einnig birtast mismunandi oft meðal þessara átta sem efstir eru. Ekki veit ég þó eftir hverju það fer.
Ég er ekki að segja að mig langi í þennan flokk en það væri gaman að vita hvernig valið er í hann. Kannski vita einhverjir sem í honum eru eitthvað um það. Meðal þessara 50 til 60 bloggara eru þónokkrir af bloggvinum mínum og þar á meðal nokkrir sem ég hef ástæðu til að ætla að lesi bloggið mitt nokkuð reglulega.
Svo ég dragi þetta saman þá eru a.m.k. þrír flokkar bloggara á Moggablogginu.
1. Áttuklúbburinn (50 - 60 manns)
2. Greiðandi bloggarar. Eflaust nokkrir tugir, en erfitt að segja til um það nákvæmlega. Bloggstjórnendur gætu það þó að sjálfsögðu.
3. Venjulegir almennir bloggarar sem sætta sig við auglýsingar.
Þeir sem eru í fyrsta flokki eru síðan alltaf líka annaðhvort í öðrum eða þriðja flokki.
Án þess að ég viti það gætu svo verið fleiri flokkar. Til dæmis gætu sumir bloggarar fengið greitt fyrir sín blogg, þó mér þyki það ótrúlegt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sammála - þetta er gjörsamlega óskiljanlegt ! ! ?? Kær kv. E.
Edda 23.2.2008 kl. 04:30
Varðandi þetta með fjallgöngur, þá var ég að enda við að lesa bók (sem þú fékkst á bókasafninu!) Bókin heitir "Bíll og bakpoki" og er eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson.
Hann lýsir skemmtilega gönguleiðum sem eru oft þannig að hann ekur að fjalli með sinn bakpoka og tjald og gengur svo hringinn í kringum þetta fjall. Það er snjallt að ganga hringinn í kringum fjöllin ef manni óar við að klífa þau!!
Þessi fjöll eru oftast jöklar, sem hann "hringsólar"og göngulýsingarnar hjá honum eru mjög skemmtilegar.
aslaugben 23.2.2008 kl. 09:30
Velt mælt.
Erna Bjarnadóttir, 23.2.2008 kl. 21:01
Ég gerði örlitla úttekt með Áttuklúbbinn og miðaði við hvar viðkomandi væru á topp-400 listanum. Útkoman var svona:
Sæti: 3 - 6 - 14 - 15 - 19 - 23x2 - 24 - 41 - 45 - 52 - 57 - 84 - 155 - 223 - 256x2 - 307. 5 manns voru ekki inni á topp-400 en 2 komu tvisvar upp.
Í þau skipti sem ég hef skoðað þetta er alltaf sama fólkið þarna, aftur og aftur, jafnvel þótt viðkomandi setji ekki inn færslu nema á 2-3 mánaða fresti og fréttabloggi aldrei. Ekki nokkur leið að sjá hvernig valið er inn á þennan lista.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.2.2008 kl. 11:54
Já, mér finnst þetta ansi skrýtið og hálfhallærislegt þegar sama bloggið kemur upp í tuttugasta og sjöunda sinn. Mér finnst stýringin á því hvenær viðkomandi blogg koma upp jafnvel skrýtnari en hvernig valið er á listann. Það hlýtur að vera forrit sem velur samkvæmt einhverjum dularfullum breytum hvaða blogg koma upp, en upphaflega valið getur vel verið algjört geðþóttaval.
Sæmundur Bjarnason, 24.2.2008 kl. 12:25
Ég hef aldrei séð neinn á áttmenningalistanum sem ég hef ekki séð þar áður sem segir mér að þar sé engin endurnýjun.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.2.2008 kl. 13:01
Þeir sem eru á listanum ættu að geta upplýst hvernig þeir komust á hann. Ég held að um einhverjar breytingar hafi verið að ræða frá því í byjun, en viðbætur eða endurnýjun er afar hæg nú orðið, hefur jafnvel alveg stöðvast. Líklega þýðir ekki að spyrja um þetta á kerfisblogginu en þó mætti reyna það.
Sæmundur Bjarnason, 24.2.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.