5.1.2008 | 00:55
216. - Melkorka og Brák ligeglade og íturvaxnar
Eftirfarandi klausa er frá honum:
"Vegna furðulegrar hindrunar sem birst hefur á mbl-vefnum við því að ég færi nýja bloggfærslu ætla ég að reyna að komast inn með því að breyta næstu færslu á undan en láta hana koma á eftir. Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld sagði Gísli Einarsson, vinur minn og félagi, að Brák væri frægasta ambátt Íslandssögunnar. Sá fjórðungur minn sem ættaður er úr Dölum vestur reis upp við dogg og spurði: Hvað um Melkorku?"
Ég segi bara: Látum Borgfirðinga og Dalamenn deila um hvort Egils saga sé merkilegri en Laxdæla. Við Sunnlendingar höfum okkar Njálu.
Mér finnst ekki skrítið þó Landnámssetrið í Borgarnesi og Gísli Einarsson hampi Brák. Frásagnir fornrita af kvenfólki eru merkilegt rannsóknarefni, en lýsa að sjálfsögðu einkum því hvernig ástandið í þessum málum var áður fyrr.
Ekki alls fyrir löngu sá ég einhvers staðar umfjöllun um danska orðið "ligeglad" og hvernig Íslendingar misskilji það gjarnan og haldi að það þýði kátur og til í tuskið en ekki það sem orðabækur segja að það þýði. Mér dettur í hug að þarna sé ef til vill um hægfara merkingarbreytingu að ræða hjá Dönum sjálfum.
Í þessu sambandi má geta þess að ég þykist hafa tekið eftir að íslenska orðið "íturvaxinn" sé smátt og smátt að breyta um merkingu. Mín skoðun á merkingu þess er sú að það merki vel vaxinn eða spengilegur. Ég dreg ekki í efa að sú merking sé í orðabókum. Merkingin feitlaginn eða jafnvel feitur virðist þó á einhvern hátt vera að öðlast þegnrétt í íslenskunni. Upphaflega hefur það eflaust átt að vera fyndið. Það að orð breyti um merkingu er alls ekki sjaldgæft. Oft er það þó svo að notkun orðsins í gömlu merkingunni hefur þá verið nánast horfin úr málinu.
Í dentíð þótti mikill lúxus að fá tómt skyr. Hræringur var venjan. Þá var afgangnum af hafragrautnum frá morgninum hrært saman við skyr. Úr þessu varð heldur ólystug blanda. Nú þykir ekki nóg að fá tómt skyr heldur þarf að vera óblandaður rjómi útá það. Einhvern tíma hefði það verið kallað óheyrilegt bruðl.
Sagt var frá því í fréttum að frestur til að mótmæla einhverju vegna álversins við Húsavík renni út næstkomandi þriðjudag. Gríðarlega er þetta langur frestur. Hann dugir mér þó alveg því ég ætla ekki að mótmæla neinu í þessu sambandi, en einhverjir gætu orðið fúlir.
Bjarni segir að nú sé svo kalt á Bahama að elstu menn muni ekki eftir öðru eins. Hitinn kominn niður í átta stig og peysur orðnar með vinsælustu flíkum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2008 kl. 01:34
Það er ekki óalgengt að orð breyti um merkingu og þetta er hárrétt hjá þér hvað varðar orðið "íturvaxinn". Í orðabókum þýðir það ennþá "ágætur, göfugur, fríður, glæsilegur". Forliðurinn "ítur-" er áhersla í jákvæðri merkingu, sbr. "íturborinn = ættgöfugur; ítursterkur = afar sterkur; íturfagur = undurfagur". Nú til dags er íturvaxinn einmitt oft notað eins og þú nefnir - í merkingunni þybbinn eða feitlaginn.
Annað orð sem mér dettur í hug í fljótu bragði er lýsingarorðið "kýrskýr". Hér áður fyrr merkti það heimskur en er nú oftast notað í merkingunni augljós.
Mér finnst svosem allt í lagi að gömul orð fái nýja merkingu í lifandi tungumáli, en það getur þó stundum valdið misskilningi, að minnsta kosti til að byrja með.
Gleðilegt ár og takk fyrir öll gömlu...
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.