21.12.2007 | 01:37
205. - Dóphausar í Borgarnesi og morðingjar í Keflavík
Ég man að á sínum tíma var líka rifist um það hvort kalla ætti skaupið skaup. Þá var þetta fremur sjaldgæft orð og fáir sem þekktu merkingu þess. Það varð þó ofan á að leyfa aðstandendum skaupsins þessa sérvisku.
Spurningin um hvort leyfa skuli auglýsingu inni í skaupinu eða ekki er eiginlega á síðasta snúningi. Áhorfendum að skaupinu fer óðum fækkandi og ekki líður á löngu þar til fáir nenna að horfa á þetta nema í endursýningum eða á Netinu. Þá verður væntanlega auðvelt fyrir þá sem ekki vilja sjá auglýsingarfjandann, að komast hjá því.
Ef auglýsingar pirra hafa þær öfug áhrif og það er engum til góðs að þvinga fólk til að horfa á þær. Ríkisútvarpið er líka annað hvort í samkeppni eða ekki. Vitanlega ætti það ekki að vera á auglýsingamarkaðnum. Það er alltof fyrirferðarmikið þar.
Fór í dag útá Kleppsveg að ná í jólagjafir frá Bjarna, en hann hafði sent þær með manni sem var á leið til Íslands og kom hingað í morgun. Ég var svoltila stund að finna rétta húsnúmerið, en allt fór þetta vel að lokum.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur Íslands hafi kveðið upp rangan dóm í ákveðnu máli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt skeður. Flestallt sem áunnist hefur í mannréttindamálum hér á landi undanfarna áratugi hefur komið að utan. Það er grunnt á fasistiskum tilhneygingum hjá íslenskum stjórnvöldum.
Samkvæmt fréttum á Stöð 2 eru flestir dóphausarnir í Borgarnesi, kynferðisafbrotamennirnir á Akranesi og morðingjarnir í Keflavík. Þetta er samkvæmt einhverri skýrslunefnunni sem fréttafólki þykir svo gaman að skoða.
Lóa Pind, sem flutti þessa frétt, tók reyndar fram að það væri ekkert að marka hana. Eini tilgangur fréttastofunnar með þessu rugli er að fylla uppí eitthvert fyrirfram gefið tímamunstur með efni sem mögulegt er að einhverjir taki alvarlega. Ég fer að halda að fréttastofa Stöðvar 2 sé á síðustu metrunum.
Hér koma tvær myndir sem Siggi í Fagrahvammi lét Bjössa fá til skönnunar.
Þessi mynd er frá Hveragerði. Núpafjall er í baksýn. Myndin er sögð tekin nokkurn vegin frá þeim stað þar sem nú er Grunnskólinn í Hveragerði. Ekki man ég eftir Hveragerði svona útlítandi. Ég man þó eftir að hafa farið með kaffiflösku í sokk til pabba, sem þá var ásamt öðrum að byggja það sem þá var kallað nýji barnaskólinn til aðgreiningar frá gamla barnaskólanum sem var svolítið vestar og nær hótelinu.
Þetta er gömul mynd af Fagrahvammi. Ég man ekki eftir þeim stað svona, en það fer ekkert á milli mála að þetta er Fagrihvammur. Reykjafjallið og Ingólfsfjallið í baksýn taka af allan vafa um það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er nú alveg með eindæmum hvaða fréttir yfirvaldið hérna lætur frá sér fara. Ef einhver er tekinn með gram af dópi hérna, er það komið í fréttirnar. Ef sama fréttamennska væri viðhöfð í Reykjavík, væru blöðin full af dópfréttum á hverjum degi. Um daginn var frétt um 4 drengi hérna sem voru ákærðir fyrir líkamsárás.... og þeir voru allir nafngreindir án þess að búið væri að dæma í málinu. Menn í Reykjavík eru ekki einu sinni nafngreindir þótt þeir séu grunaðir um morð.... fyrr en dómur er fallinn. Skömm að því hvað yfirvaldið ber litla virðingu fyrir unglingum í bænum. Unglingarnir hér eru ekki verri en annars staðar.... það fullyrði ég.
Anna Einarsdóttir, 22.12.2007 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.