9.12.2007 | 01:59
196. - Glendalough
"Í gær birti Ríkisendurskoðun niðurstöður sínar þar sem fram kemur að umrætt samkomulag sé ekki bindandi fyrir ríkið enda skorti nauðsynlegar lagaheimildir."
Þarna er hún að tala um vatnsréttindi Landsvirkjunar í Þjórsá og hefur að öllum líkindum alveg rétt fyrir sér.
Þetta minnir mig á svipað mál sem kom upp fyrir mörgum árum. Þá var Steingrímur J. Sigfússon, sem nú er formaður vinstri grænna, landbúnaðarráðherra og undirritaði samkomulag við einhverja bændur í Ölfusi eða skrifaði jafnvel jafnvel undir skuldabréf í nafni síns háa embættis, en var gerður afturreka með málið af nýju Alþingi þegar á átti að herða. Í stað þess að standa við orð sín og gerðir gleypti Steingrímur stoltið og hefur goldið þess í mínum augum síðan.
Nú er málið auðvitað á þann hátt öðruvísi að meirihlutanum á Alþingi ætti að vera í lófa lagið að samþykkja heimildir eftir því sem þurfa þykir fyrir Landsvirkun. En kannski þora þeir það ekki.
Sagt var frá því í einhverju dagblaði fyrir stuttu að Alcoa sem á álverið við Reyðarfjörð hefði veitt styrk til þess að steinhús eitt að Sómastöðum við sama fjörð yrði endurbyggt. Steinhús þetta sem er 37 fermetrar að stærð og byggt árið 1875 er sagt vera eina portbyggða steinhúsið á Íslandi sem varðveist hefur.
Ég hélt reyndar að portbyggð hús væru allt öðruvísi en það hús sem ég hef séð myndir af í þessu sambandi. Það skiptir samt litlu máli og kannski hef ég einfaldlega rangt fyrir mér. Húsið er byggt úr steinum úr nágrenninu sem límdir eru saman með jökulleir.
Þetta með jökulleirinn minnti mig á að þegar ég fór til útlanda í fyrsta skipti á ævinni kom ég meðal annars á stað einn á Írlandi sem Glendalough heitir. Þar var meðal annarra bygginga turn einn allhár og forn mjög. Mér er minnisstætt að leiðsögumaður sagði okkur að turninn sem hlaðinn var úr steinum væri um þúsund ára gamall. Þá man ég að einhver í okkar hópi spurði hvernig í ósköpunum steinarnir væru límdir saman. Ekki stóð á svarinu: "Með uxablóði".
Áfram bollalögðum við um turninn og nú var spurt til hvers í ósköpunum menn hefðu verið að byggja svona háan turn á þessum tíma. "Til að geta varað fólk við víkingunum," var svarið. Ég man að þetta svar opnaði augu mín talsvert fyrir sögu íslensku þjóðarinnar, því víkingar og allt sem þeim tengdist hafði fram að þessu verið jákvætt og gott í mínum huga.
Horfði á spaugstofuna áðan eins og svo oft áður. Ekki eru nú allir brandararnir merkilegir hjá þeim og ósköp fannst mér Pálmi herma illa eftir Guðna Ágústssyni. Mig minnir að það sé Jóhannes Kristjánsson sem nær honum svo vel að jafnvel Guðni sjálfur gæti varla gert betur. Mikið er á Örn Árnason lagt. Hann virðist alltaf þurfa að vera forsætis, nema þann stutta tíma sem Pálmi hafði völdin. Hann náði Halldóri reyndar ágætlega.
Það hefur eiginlega vantað myndir í bloggið mitt að undanförnu. Nú skal bætt úr því.
Hér er Inga systir hennar mömmu með Bjössa.
Og hér eru Valgeir Gunnarsson og Ingibjörg Guðlaugsdóttir fyrir aftan Vigni Bjarnason sem er með Bjössa í fanginu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Nei, þetta stemmir ekki alveg. Unnur Guðlaug Þorleifsdóttir er uppeldissystir mín og eiginlega systir. Inga er Ingibjörg Guðlaugsdóttir móðursystir mín og amma Gunnars Helga Eysteinssonar Moggabloggara í Svíþjóð. Vignir og Sigurbjörn (Bjössi) eru bræður mínir. Ég veit að þú ert vel að þér í ættfræði og í föðurættina er ég kominn frá Sæmundi í Garðsauka, sem aftur var frá Sámsstöðum í Fljótshlíð. Móðurfólk mitt flest er hinsvegar úr Þykkvabænum. Bjarni Harðarson. þingmaður er systursonur minn og ágætis ættfræðingur fyrir utan allt annað. Guðlaugur afi minn var frá Látalæti á Landi og mun eldri en amma mín, Jórunn Jónsdóttir sem þó var fædd árið 1874. Bloggið mitt er einkum lesið, að ég held, af ættingjum mínum og það er aðallega fyrir þá sem ég er stundum að dunda við að setja inn gamlar myndir sem Bjössi bróðir minn hefur skannað.
Gaman að heyra frá þér. Ég les bloggið þitt oft og finnst það skemmtilegt og fræðandi.
Sæmundur Bjarnason, 9.12.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.