187. - Polgarsystur, sálfræðin og Guðni

Horfði á um klukkutímalanga heimildamynd að nafni "My brilliant brain" á Netinu í gær.

Þessi mynd er fyrst og fremst um Susan Polgar, sem er elst hinna frægu Polgar systra. Þar er einkum fjallað um hvernig heilinn starfar og er myndin fróðleg sem slík. Minnst er á uppeldi þeirra systra að sjálfsögðu og kenningar föður þeirra.

Eins og margir muna eru þær Polgarsystur þrjár. Susan er elst, þá Sofia og Judit yngst. Allar eru þær framúrskarandi góðir skákmenn, en minnst hefur þó borið á miðsysturinni að undanförnu. Susan sem varð stórmeistari í skák árið 1991 býr nú í Bandaríkjunum og hefur atvinnu af skák. Judit yngsta systirin hefur teflt meira á skákmótum en hún og er ótvírætt meðal sterkustu skákmeistara í heimi. Þær eru fæddar í Ungverjalandi á árunum 1969 til 1976. Allar lærðu þær ungar að tefla og voru mjög efnilegar. Til dæmis var Susan ekki nema fjögurra ára gömul þegar hún vann telpnaflokk (undir 11) á meistaramóti Ungverjalands.

Laszlo Polgar, faðir þeirra systra er ekkert sérstaklega góður skákmaður sjálfur, en skáksérfræðingur mikill, skákþjálfari og höfundur skákbóka. Einnig á hann yfir 10 þúsund binda skákbókasafn. Hann er sálfræðingur að mennt, hefur mikinn áhuga á barnauppeldi og hélt því fram bæði í ræðu og riti að snillingar fæðist ekki bara, heldur séu búnir til. Hann lýsti í bók hvernig ætti að gera það og dætur hans þrjár eru lifandi sönnun kenninga hans.

Genius is one percent inspiration and 99 percent perspiration, sagði Thomas Alva Edison eitt sinn og hafði eflaust rétt fyrir sér.

Mikið var sagt frá því um daginn í fréttum að Guðni Ágústsson formaður framsóknarflokksins hefði sagt að forsetinn hefði ugglaust haldið áfram að neita að undirrita fjölmiðlalögin árið 2004, þó þeim hefði verið breytt. Ég verð nú að segja að mér finnst þetta ansi mikið ef, þegar og kannski. Ólafur mundi hafa gert þetta eða hitt ef eitthvað hefði verið öðru vísi eða hinsegin. Hvernig getur svona rugl orðið að frétt? Og hvernig dettur mönnum í hug að vitna í tveggja manna tal með þessum hætti?

Það að Guðni skuli láta skrifa ævisögu sína þýðir að hann verði ekki lengi enn í pólitík. Deilurnar í flokknum eru þó svo hatrammar að engin leið er að sjá hver verður arftaki hans. Þegar flokkar verða mjög litlir magnast deilur innan þeirra að miklum mun. Í stórum flokkum er ekki mikið um innanflokksátök. Þetta virðist fjarstæðukennt við fyrstu sýn, en reynslan sýnir þetta.

Hér eru þrjár gamlar  myndir. Efst er Björgvin, þá Vignir og ég síðastur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband